8.4.2020 | 18:38
Er hlífðarbúnaði frá Kína hreint ekki treystandi?
Ég bloggaði fyrir nokkru um hvernig hlífðargrímur sem keyptar höfðu verið til Hollands frá Kína voru dæmdar ónothæfar.
Nú hafa Finnar lent í svipuðu máli. Eitthvað í kringum 2. milljónir andlitsgríma sem komu til Finnlands frá Kína, er ekki af nægilegum gæðum fyrir sjúkrahús.
Finnar telja þó að hægt verði að nota grímurnar við minna krefjandi aðstæður s.s. á dvalarheimilum.
Þetta hlýtur að vekja upp spurningar með gæða staðla sem framfylgt er við framleiðslu og hvernig staðið sé að slíkum viðskiptum.
Nú gerist allt hratt, en það má ekki leiða til þess að gæði búnaðar standist ekki kröfur.
Þetta hlýtur að verða einn af þeim þáttum sem verður tekinn til endurskoðunar víða um lönd þegar faraldurinn er yfirstaðinn.
Það hljóta að koma upp kröfur um styttri aðfangaleið og betra gæðaeftirlit.
Það hlýtur að koma upp efi um getu Kínverska framleiðenda til að standa undir þeim kröfum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 9.4.2020 kl. 04:53 | Facebook
Athugasemdir
Innkaupastjóranum eða innflytjandanum er sennilega um að kenna, nísku eða græðgi, frekar en Kínverjum. Megnið af öllum grímum og hlífðarfatnaði er framleiddur í Kína og uppfylla þá staðla sem þeim er ætlað. Oftast eru Bandarísk og Evrópsk fyrirtæki sem sjá um gæðaeftirlitið og passa að stöðlum sé fylgt. Vandamálin koma upp þegar eftirspurn er mikil og ekki fást grímur sem uppfylla þá staðla og hafa þá vottun sem krafist er af heilbrigðisyfirvöldum og því er farið í að kaupa grímur sem ekki voru framleiddar til að standast staðla heilbrigðisyfirvalda.
Vagn (IP-tala skráð) 8.4.2020 kl. 20:36
Hvers er þá sökin?
Framleðandans eða þess sem pantaði? Jafnvel í minni gæðum, svo magninu væri náð? Hver getur leyft sér að gera slíkt?
Þetta er hið furðulegasta mál allt saman og sennilega best að draga sem fæstar niðurstöður fram, fyrr en að faraldri loknum.
Eflaust eru allir, eða flestir, að gera sitt besta, en það besta er á stundum ekki nóg.
Efinn nagar og þar til þessari hörmung lýkur, er sennilega best að segja minna en meira. Nokkuð sem tudarinn ætti að fara eftir, en hefur ekki gert, frekar en margur annar.
Rest my case og spyr að leikslokum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 9.4.2020 kl. 01:30
Maður á að vitna í kínverskar framleiðanda í þessu sambandi. Að spurður, um gæði vara. Svaraði hann því við, að kaupendur hefðu ekki áhuga á gæðum ... heldur á verðinu. Kínverjar segja "便宜没好话,好话不便宜". Bíllegt, er lélegt .. góðar vörur, eru ekki ódýrar.
Þetta er alfarið, sök vesturlanda. Í stað þess að ýta undir betrumbætur í Kína, fá Íslenskar komma-kerlingar byr undir vængi og niðurstaðan er algert hrun vestræns samfélags.
Á götum í Kína, ekur fólk með skilti á bakinu "Xi Jing Ping Shi Tu Fei". Xi Jing Ping, er glæpamaður.
Á Íslandi, hrósa komma-kerlingarnar þessu skípildi eins og hann sé Maó og Stalín, nýfæddur. Dreymir um, að geta framið sömu glæpi heima fyrir ... svipað eins og löggan, sem dagdreymir um að geta notað hríðskotabyssurnar á umferðaþrjótanna.
Örn Einar Hansen, 9.4.2020 kl. 04:20
@Vagn, þakka þér fyrir þetta. Vissulega er margt framleitt í Kína. Það er hinsvegar mikill munur á því hvort að vara er framleidd í Kína eða í Kínverskum verksmiðjum.
Vestræn fyrirtæki sjá aðeins um gæða eftirlit í sínum eigin verksmiðjum, eða þegar verið er að framleiða upp í þeirra eigin pantanir. Jafnvel undir slíkum kringumstæðum hef ég heyrt skrýtnar sögur ef litið er af verkefninu "augnablik".
Hættan eykst, eins og nú þegar verið er að kaupa "af lager" Kínversks framleiðanda.
Þegar gæðaeftirlitið er heimafengið.
Það er einmitt þetta sem ég er að tala um að verði líklega endurskoðað að faraldri loknum. Ég hugsa að mörg lönd muni ekki kæra sig um að treysta á Kínverska framleiðslu, af margvíslegum ástæðum. Ekki síst að þörf sé á því að hafa framleiðsluna nær og vera að mesty leyti sjálfum sér næg, en líka vegna gæða.
Ég hef ekki trú á því að Finnska ríkið,eða "Neyðarbirgðstofa" þess sé að drepast úr græðgi eða nísku.
@Halldór, þakka þér fyrir þetta. Því miður hefur þetta verið að færast í vöxt undanfarna vikur.
Ef til vill að hluta til vegna þess að lesa hefur um hina ýmsu Kínversku framleiðendur sem hafa "svissað" yfir í framleiðslu á hlífðarbúnaði. Þar er jú nóg að gera þessa dagana.
@Bjarne, þakka þér fyrir þetta. Oft fer verð og gæði saman, en er alls ekki einhlýtt.
G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2020 kl. 04:58
Það er dýrt að úthýsa iðnaði til ódýra vinnuaflsins í Kína, en við fáum skæðar drápsveirur í kaupbæti, ferskar af götusláturhúsunum í Wuhan og fleiri milljónaborgum.
Theódór Norðkvist, 9.4.2020 kl. 12:59
@Theódór, þakka þér fyrir þetta.
Eins og margt annað er þetta ekki klippt og skorið.
Ákveðina "verkaskipting" á milli landa er af hinu góðu. Íslendingar eru betri en margir aðrir hvað varðar fiskveiðar. Ef til vill ekki í því að sauma t-boli.
Nú eða að framleiða bíla.
En það getur hins vegar verið ákveðið öryggi í því falið að geta framleitt ákveðna grunnþætti.
Hverjir þeir eru nákvæmlega verður líklega deilt um.
G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2020 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.