29.5.2007 | 15:31
Auglýsingasvindlararnir - Blessaður Swindler
Auðvitað er það skiljanlegt að framleiðendur hafi áhyggjur af því að áhorfendur horfi ekki á auglýsingar, það er jú þær sem oft standa undir stærstum hluta framleiðslukostnaðarins.
Sjálfur kann ég ákaflega vel að meta að horfa á sjónvarpsefni á netinu (t.d. Silfrið og Kastljós) og geta þannig sleppt því að horfa á auglýsingarnar. Af sömu ástæðu kaupi ég gjarna þær kvikmyndir sem ég hef áhuga á á DVD (við Bjórárhjónin förum ákaflega sjaldan í kvikmyndahús, sáum síðast Bjólfskviðu), því að horfa á í sjónvarpi er hrein hörmung og hreinlega tímaþjófur.
En það var þó þessi setning eða öllu heldur mannsnafnið sem kemur fram í henni sem vakti mesta athygli mína í þessari frétt.
Við þurfum öll að verða meira skapandi í því hvernig við komum kostun inn í sjónvarpsefni okkar, segir Ed Swindler, ..."
Þetta hlýtur að vera erfitt nafn að bera, sérstaklega þó í sjónvarps og auglýsingabransanum, og þó, það vekur vissulega athygli.
En það er gott að hann fór ekki í herinn, Major Swindler hefði eiginlega verið "overkill", General Swindler sömuleiðis.
Reynt að koma í veg fyrir að áhorfendur sniðgangi auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Bloggar, Grín og glens, Viðskipti | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.