19.2.2020 | 02:26
Það er ekki bara í Evrópu sem sjálfstæðishreyfingum vex fiskur um hrygg
Við höfum á undanförnum árum orðið vitni að síaukinni sókn þjóða, þjóðarbrota og landsvæða eftir sjálfstæði.
Ríkjum heims fjölgar stöðugt.
Um þessa þróun eru eins og flest annað skiptar skoðanir.
Stundum skiptast ríki upp snöggt og örugglega án nokkurra vandræða, eins og var í hvað varðar Tékkland og Slóvakíu, stundum með harmkvælum og hörmungum eins og var raunin í Júgóslavíu. Uppbrot Sovétríkjanna gekk ekki átakalaust fyrir sig.
Ríki s.s Namíbía, sem nú er vel þekkt á Íslandi er tiltölulega nýtt, öðlaðist sjálftæði sitt árið 1990, Eritrea náði sama áfanga 1993. Suður Súdan er svo að ég best man yngsta ríkið, varð sjálfstætt 2011.
Sjálfstæðishreyfingar eru öflugar í Skotlandi, einnig í Katalóníuj og Baskar hafa lengi haft hug á sjálfstæði og margir vilja skipta Belgíu í tvo ríki svo dæmi séu tekin frá Evrópu.
Og sjálfstæðishreyfingum vex fiskur um hrygg víða, einnig í Ameríku.
Í Kanada hafa lengi verið til hópar sem vilja að fylki segi skilið við ríkið. Frægasta dæmið þar að lútandi er auðvitað hið frönskumælandi Quebec.
Þar voru sjálfstæðishreyfingar gríðarlega atkvæðamiklar og víluðu ekki fyrir sér að beita ofbeldi á 7 og 8. áratug síðustu aldar. Tvær "fylkisatkvæðagreiðslur" voru haldnar árin 1980 og 1995.
Í þeirri seinni, höfnuðu Quebec búar að slíta sambandinu við Kandad með 54,288 atkvæðum, eða 50.58% gegn 49.42%, talandi um tæpa meirihluta. En þátttaka var með afbrigðum góð eða ríflega 93%.
En nú eru raddirnar sem krefjast sjálfstæðis orðnar háværari í vesturhluta Kanada. Einkum þó í Alberta en einnig í Saskatchewan.
Vinsælasta heitið er Wexit, sem stendur fyrir "West Exit".
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun telja 80& íbúa í Albert aog Saskatchewan að ríkisstjórn Kanada hafi misst "samband" við "venjulegt fólk" í þessum tveimur fylkjum.
38% Kanadabúa telja að Albertabúar hafi ástæðu til þess að skilja við Kanada og 62% Albertabúa eru þeirrar skoðunar.
Í Alberta telja 78% íbúanna að síðust þingkosningar í Kanada hafi aukið stuðning við aðskilnað, á meðan aðeins 41% Quebec íbúa eru þeirrar skoðunar.
Það virðast all miklar líkur á því að aðskilnaðarhreyfing "Westursins" verði að pólítískri hreyfingu, en hve sterk hún verður er erfitt að segja til um.
Þegar litið er á úrslit síðustu þingkosninga er nokkuð augljóst að í Kanada ríkja ólíkar skoðanir eftir fylkjum, það er þó nauðsynlegt að hafa í huga að einmenningskjördæmin ýkja ástandið.
En hvorki í Alberta né Saskatchewan fékk núvarandi ríkistjórn Frjálslynda flokksins (Liberal Party) undir stjórn Justins Trudeau nokkurn þingmann.
Ekki einn.
Að sama skapi fékk flokkurinn þokkalega kosningu í austur fylkjum Kanada.
Það er þó vert að hafa í huga að hann fékk færri atkvæði en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn/næst stærsti þingflokkurinn.
Trudeau hafði reyndar lofað þegar hann náði kjöri árið 2015 að það væru síðustu kosningarnar sem einmenningskjördæmi myndi ríkja, hann vildi taka upp hlutfallskosningar.
En líklega hentaði það honum ekki fyrir árið 2019, eins og sjá má á úrslitunum.
En það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig sjálfstæðishreyfingum þeirra í "Westrinu" gengur að fóta sig.
Þó að alltaf beri að varast að setja fram spádóma, sérstaklega um framtíðina :-), þá reikna ég ekki með að um neinn klofning verði að ræða, alla vegna ekki á þessum áratug. Ef "gjáin" heldur áfram að stækka gæti þó svo farið.
En líklega horfa þeir í vestrinu ekki síst til þess að skapa þrýsting á stjórnvöld, og að tekið sé meira tillit til hagsmuna þeirra.
Þar horfa þeir auðvitað til þess fordæmis sem Quebec hefur skapað, en þar hefur sjálfstæðisbaráttan svo sannarlega skilað árangri, þó að sjálfstæðið sjálft sé engu nær.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.