En það er svo frábært að búa á Spáni, er það ekki?

Það hefur verið allt að því "kómískt" að fylgjast með umræðunni á Ísland nú um all nokkra hríð, þar sem borið hefur verið saman að lifa á Spáni og Íslandi.

Ef hægt er að sameina þetta tvennt, hafa tekjur frá Ísland og lifa á Spáni þá lítur þetta allt ljómandi vel út.

Það kanna þó að vera að það sé ekki svo frá sjónarhóli margra Spánverja, sem þurfa að reiða sig á Spænskar tekjur eða búa jafnvel við atvinnuleysi.

En það er svo margt sem þarf að bera saman, ekki bara verð á bjór, rauðvíni og kjúkling.

Það er ekki tilviljun að þær þjóðir þar sem alla jafna ríkir hvað mest velmegun og velferð, eru þær þjóðir sem er hvað dýrast að lifa.

En það er ýmis réttindi, og kostnaður sem fylgir þeim sem er vert að hafa í huga þegar "lífið" er borið saman í mismunandi löndum.

Mér skilst t.d. að konur eigi rétt á 16. vikna fæðingarorlofi á Spáni, feðraorlof var lengt á nýliðnu ári úr 5. í 8 vikur. Að vísu á fullum launum, en líklega þætti það stutt á Íslandi nú orðið.  Í fjölburafæðingum lengist orlof konunnar um 2. vikur fyrir hvert barn umfram 1.

En dagvist er bæði einka og ríkisrekin á Spáni.  Eitthvað er misjafnt hvað gjaldið er og sums staðar er það tekjutengt. Þannig getur það verið frá 50 euroum til u.þ.b. 500 til 600 euro.

En það sem er ef til vill eftirtektarverðast fyrir Íslendinga er hlutfall barna/starfsfólks.  Undir 3ja ára aldri má hlutfallið vera 8/1, en á frá 3ja til 6 getur hlutfallið verið 20/1. Meðaltalið er víst talið um 13/1, en það er líka OECD meðaltalið.  En leikskólar geta svo verið opnir til 9. á kvöldin. 

Hvað ætli Efling og Dagur B. segðu við slíku?

Meðallaun á Spáni (2018) eru 2330 euro (eða 311,540 ISK) en lágmarkslaun eru u.þ.b. 900 (2019) euro (124,200 ISK), eða 30 euro (4.140 ISK) til að lifa á hvern dag.

Lágmarks ellilífeyrir er eftir því sem ég kemst næst 600 euro, en meðal ellilífeyrir ca. 906 euro.

En það er margt gott á Spáni, húsnæðisverð og leiga er mun lægra en á Íslandi (og víða annars staðar), sérstaklega ef eingöngu er leigt yfir vetrarmánuðina (það gildir um vinsæla strandbæi, þar sem oft er hægt að leigja út á mjög háu verði júní til águst, ágúst gjarna lang dýrastur).

Hér hefur verið tæpt á örfáum atriðum, heildarkostnaður við að "lifa" er samansettur úr fjölda hluta til viðbótar, mismunandi eftir einstaklingum.

En að er áríðandi að þegar verið er að bera saman kostnað á milli landa, að reyna að líta á heildarmyndina, eða alla vegna eins stóran hluta af henni og mögulegt er.

 

 


mbl.is „Sláandi ójöfnuður“ á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg þennan bloggpistil. Það vantar einhverja einfaldari útskýringu á kómíkinni sem talað er um í byrjun. Ég er alls ekki að segja að ég sé ósammála þér, ég bara næ ekki hvað er fyndið við þetta. Gætirðu útskýrt það án talna?

Kristján G. Arngrímsson, 9.2.2020 kl. 20:02

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þessi bloggfærsla er ef til vill ekki mjög "skipulögð", færslurnar mínar enda yfirleitt settar inn á frekar fáum mínútum.

En þetta kom nú einfaldlega til að ég var að þvælast um netið og sá deilur um Íslendinga sem pósti reglulega á einvherja samfélagsmiðla um hvað þetta og hitt kosti á Spáni samanborið við Ísland.

Ég elti einhverja tengla og "googlaði" annað.

Þú ert augljóslega í einhverri annarri "búbblu" og hefur ekkert orðið var við þetta. Ekkert út á það að setja.

Persónulega finnst mér það nokkuð "kómískt" þegar svona veður áfram, fáir ef nokkur reynir að gera nokkkuð til að varpa ljósi á heildarmyndina.  Fjölmiðlar birta "statusa", gjarna að hluta, þessa og hins, gjarna undir fyrirsögnum að "þessi eða hinn" sé að "hjóla" í mann og annan.

Grunnurinn er vissulega sá að það er dýrt á Íslandi.  Það er gott að vera í "láglaunalöndum" með Íslenskan kaupmátt, jafnvel þó að launin teljist ekki á meðal þeirra hæstu á Íslandi.

Eggjabakkinn kostar minna í Eistlandi en Íslandi, að skipta um dekk gerir það líka.

Ég skrifaði bloggfærslu um það fyrir all nokkru.

https://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/2228608/

En ég treysti mér til að fullyrða að láglaunafólk í Eistlandi hefur það ekki betra en láglaunafólk á Íslandi.

Og það er ekkert fyndið við stöðu láglaunafólks, ekki á Íslandi, ekki í Eistlandi, og ekki á Spáni, rétt eins og kemur fram í fréttinni sem bloggfærslan er tengd við.

En þessar deilur Íslendinga sín á milli og hvernig ákveðinn hópur virðist halda að rökrétt sé að bera saman verð á Íslandi og Spáni, rétt eins og verðið gæti verið það sama, bara er rétt væri haldið á spöðunum er já, "kómískur".

P.S. Ég gæti fundið fyrir þig fullt af linkumj með aðstoð hr. Google, en skelltu bara í eina leit.

G. Tómas Gunnarsson, 9.2.2020 kl. 21:08

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já ég skil hvað þú átt við. Ég hef reyndar líka séð þessar "fréttir", þær eru aðallega á dv.is, og sennilega aðallega "klikkbeitur".

Kristján G. Arngrímsson, 9.2.2020 kl. 21:50

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég rek fyrirtæki á Indlandi. Mínir starfsmenn þar eru sannkallaðir hálaunamenn á indverskan mælikvarða. Á Íslandi væru launin þeirra ekki upp í nös á ketti. Ef ég flytti til Indlands og ynni þaðan fyrir fyrirtæki á Íslandi gæti ég eflaust lifað eins og kóngur, á indverskan mælikvarða. Gæti líka gert það þegar ég fer á ellistyrk. En þegar kæmi að þjónustu sem þykir sjálfsögð hér, eins og til dæmis heilsugæslu og skólakerfi, yrði annað uppi á teningnum, því allt slíkt þarf maður að borga sjálfur og það getur verið dýrt. Faðir vinar míns lést úr lifrarbólgu síðasta sumar vegna þess að fjölskyldan hafði ekki efni á nauðsynlegri aðgerð.

Ég heimsótti 5000 manna bæ á Indlandi síðasta haust og fór meðal annars að skoða skóla sem ég hef verið að styrkja ásamt indversku vinafólki. Með styrkjunum var hægt að ráða kennara og kaupa aðföng til að bjóða börnum bæjarbúa upp á menntun frá 13-15 ára aldurs svo þau þyrftu ekki að hætta í skóla 12 ára. Það þarf tæpast að taka fram að skólinn er einkarekinn því ríkið sér alls ekki fyrir grunnmenntun alls staðar.

Það að ódýrara sé að búa í láglaunalöndum, með íslenskar tekjur, segir í rauninni ekkert um lífsskilyrði fólks á Íslandi. Samanburðurinn er yfirleitt bara út í hött.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.2.2020 kl. 00:29

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Því miður virðist mér alltof stór hluti Íslenskra frétta (um hin aðskiljanlegustu mál) vera með þessum hætti nú orðið.

Er ekki DV orðið hluti af nýjustu Íslensku fjölmiðlasamsteypunni.  En það er ekki að sjá að sú Viðreisn hafi áhrif á efnistökin, alla vegna ekki til framfara.

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Það er auðvitað kaupmátturinn sem þarf að miða við, ég man ekki eftir að hafa séð verulega slaka útkomu hjá Íslandi þegar miðað er við PPP

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_GDP_(PPP)_per_capita

Ekki heldur hvað varðar misskiptingu.

https://data.oecd.org/inequality/income-inequality.htm

En vissulega þýðir það ekki að á Íslandi sé allt til fyrirmyndar, það má lengi bæta hlutina.

En svo er hitt að það er sjálfsagt gott fyrir marga Íslendinga að búa á Spáni hluta ársins, eða jafnvel alveg.  Ekkert út á það að setja.

Gott loftslag og eins og áður hefur komið fram margt ódýrara.

Ég er jafnvel ekki frá því að það geti verið ódýrar tfyrir Ríkissjóð að borga heilbrigðiskostnað fyrir Íslendinga á Spáni en á Íslandi.

G. Tómas Gunnarsson, 10.2.2020 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband