8.2.2020 | 01:42
Sápuópera með 10.000 (tíu þúsund) þætti
Eins og oft áður var ég að þvælast eitthvað um netið og rakst þá á þá staðreynd að í dag (föstudag) hefði verið sýndur 10.000, þátturinn af Bresku sjónvarpsseríunn, eða "sápuóperunni" "Coronation Street".
Þó að mig reki minni til að hafa eitthvað heyrt um þessa "seríu" hef ég aldrei séð einn einasta þátt.
En fyrsti þátturinn var sýndur fyrir 60 árum síðan, 1960.
Það hlýtur að vera ákveðið afrek að hafa haldið þessu gangandi í öll þessi ár.
En það besta sem ég sá var stutt umsögn sem einhver hafði sett inn, eitthvað á þá leið að fyrstu 30. árin hefðu verið góð, en síðan hefði þetta verið allt niður á við.
En þetta gæti auðvitað verið "últimate" hámhorf. lol
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.