Getur verið betra fyrir Ísland að stand eitt að samningum við Breta?

Framundan eru gríðarlega mikilvægar samningaviðræður á milli Íslendinga og Breta um fríverslun og aðra þætti í samskiptum þjóðanna.

Ég er ekki viss um að betri niðurstaða muni fást í slíkar viðræður með því að vera í "nánu samstarfi" við aðrar þjóðir, hvort sem það er Noregur, Liechtenstein, eða aðrar þjóðir.

Þó að vissulega séu hagsmunir Íslands og t.d. Norðmanna á margan hátt svipaðir er ekki þar með sagt að samflot sé endilega besta lausnin.

Það er t.d. ljóst að það er verulega ólíklegt að Ísledingar hefðu náð fríverslunarsamningi við Kínverja hefðu þá verið reynt "samflot" við Norðmenn.

Smæðin þarf alls ekki alltaf að vera galli.

Ef til vill munu þó Bretar frekar kjósa að semja við fleiri en eina þjóð í einu, því þeir munu vissulega verða með næg verkefni hvað fríverslunarsamninga ræðir og hafa takmarkaðan tíma og samningamenn.

En ég held að Íslendingar þurfi ekki að óttast að vera einir og það gæti skilað betri niðurstöðu.

 

 

 

 

 


mbl.is „Við blasa krefjandi verkefni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband