Hvað eru fasteignaskattar í Reykjavík stór hluti af landsframleiðslu?

Það kemur fram í fréttinni að áætlað sé að fyrirtæki á Íslandi greiði 28 milljarða í fasteignaskatta í ár.

Það nemi næstum 1% af landsframleiðslu.

Það kemur einnig fram að Reykjavíkurborg fái í sinn hlut u.þ.b. helming upphæðarinnar, sem nemur þá í kringum 14. milljarða.

Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið, af 10. stærstu, sem ekki hafi breytt álagningu sinni síðastliðinn áratug og leggi á hæsta mögulegan fasteignaskatt á fyrirtæki.

Að fasteignaskattar hafi hækkað um 50% að raunvirði á síðustu 5 árum.

Auðvitað gera sér allir grein fyrir hvar þessi skattlagning endar, úti í verðlaginu og eykur verðbólgu.

En síðan eru eftir fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði og stofnanir.

Hvað skyldi heildarupphæð fasteignaskatta í Reykjavík vera hátt hlutfall af landsframleiðslu?


mbl.is Önnur hver króna rennur í borgarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband