Ef til vill ekki neitt annað ráð í stöðunni?

Það er auðvitað engin leið að vita hvort að hæfasti umsækjandinn hafi verið ráðinn, þegar ekki er vitað hverjir sóttu um.

En mér lýst ekkert illa á Stefán í stöðuna, hef raunar ekki á því sterka skoðun.

En er ekki ljóst að RUV hefur gengið fram með slíkum lögbrotum undanfarin ár að stjórn þess sá að ekkert myndi duga nema fyrrverandi lögreglustjóri til að breyta þeirri "vinnustaðamenningu"?

P.S. Svo eigum við auðvitað eftir að sjá hvort að þurfi að borga skaðabætur vegna jafnréttisjónarmiða, en ég vona að svo verði ekki.

Enda miðað við lögbrot RUV undanfarin ár, myndi sú lögreglustjórareynsla trompa flest annað.  Nema auðvitað að kvenkyns lögreglustjóri hafi sótt um.

 


mbl.is Stefán Eiríksson ráðinn útvarpsstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband