26.1.2020 | 21:36
Mögnuð flugvél - með "samanbrjótanlega vængi".
Það er alltaf ótrúlegt að sjá flugvélar af þessari stærð taka á loft. Þar sem sonur minn er með ólæknandi flugvéladellu, hef ég eytt nokkrum tíma í kringum flugvelli og þá er jafnan reynt að velja tímann með tilliti til brottfara Boeing 777 og Airbus 380, þannig að tækifæri gefist til að sjá báðar tegundir.
Ég hef síðan flogið með bæði 777 - 2- og 300 og það er ánægjulegt, þó að mitt uppáhald sé Dreamliner. Enn hef ég ekki náð að fljúga með Airbus 380, og sé það ekki alveg í framtíðinni, þó ég væri meira en til þess reiðubúinn.
En ég vona að ég eigi eftir að ná því að fljúga með 777 X, hún virkar vel á mig.
Það er áhugavert að horfa á myndbandið af hennar fyrsta flugi og sjá hana "slétta út" vængina. Það mun víst vera haft svo til að hún komist að venjulegum "rana" og ekki þurfi að búa henni sérstakt rými á flugvöllum.
En nú hafa flestar tegundir flugvéla einmitt vængi með svipuðu sniði, en ekki þessa "sléttumöguleika". En ég er ekki nógu fróður til að segja til um hvers vegna því sniði er ekki haldið fyrir þessa tegund nema á jörðu niðri.
Það er ástæða til að óska Boeing góðs gengis með þessa nýju týpu af 777, ekki veitir þeim víst af þessa dagana.
P.S. Mér er sagt að hvor hreyfill um sig hafi jafn mikið afl og Soyuz eldflaugin sem skilaði Yuri Gagarin út í geim.
Boeing prófaði nýjan risa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt 29.1.2020 kl. 03:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.