Sovétið, sagnfræðin, ártölin og landamærin

Það er auðvelt að sjá að það hafi verið umdeild ákvörðun að leyfa Putin að ávarpa gesti minningarathafnar um Helförina.

Því þó að Putin sé Rússi, er hann líka "Sovíetmaður" (homo soveticus), en þá má ennþá finna nokkuð víða, líklega einnig á Íslandi. Sumir vilja meina að "Sovíetmaðurinn" hafi þróast yfir í "Putinmanninn".

En "Sovíetmenn" vilja að sjálfsögðu fyrst og fremst láta minnast þátttöku sinnar í heimstyrjöldinni síðari sem  hetjulegrar framgöngu hins "mikla frelsara". Þeirri ímynd hafa þeir haldið stíft á lofti, og reyndar gerðu Vesturveldin slíkt hið sama lengi vel, til að réttlæta fyrir þegnum sínum samstarf sitt við hina "Sovíesku kommúnista".

Það var á meðan á því samstarfi stóð, sem goðsögninni um "Jóa frænda" (uncle Joe), sem í raun var einn afkastamesti fjöldamorðingja sögunnar, var komið á flot og kommúnistar um víða veröld kynntu undir.

En þó að þátttaka Sovíetríkjanna í Seinni heimstyrjöldinni hafi alls ekki verið án hetjulegrar framgöngu, var hún mun flóknari en svo.

Ef frá er talinn hernaður Japana í Kína, er rökrétt að líta á svo að upphaf þess hildarleiks hafi verið svokallaður "Molotov-Ribbentrop samningur" á milli Sovíetríkjanna og Þýskalands Hitlers.

Með þennan samning að leiðarljósi gerðust Sovíetríki árásaraðili og voru upphafsaðili að hinum Evrópska hluta hildarleiksins.

Með samninginn að leiðarljósi réðust þau inn í Pólland þann 17. september 1939, þann 30. nóvember sama ár inn í Finnland (Vetrarstríðið), 1939-40 hertu Sovíetríkin svo snöruna hægt og rólega að Eystrasaltsríkjunum (sem "Molotov-Ribbentrop samningurinn" hafði "úthlutað" þeim) og tóku þó alfarið yfir um miðjan júnímánuð 1940.

Þeirra tíma "Rússadindlar" litu alltaf svo á að Eistland, Lettland og Litháen hefðu ákveðið af fúsum og frjálsum vilja að ganga inn í Sovíetríkin. Íslenskir kommúnistar voru (rétt eins og segja má um svo gott sem alla kommúnista, hvar sem þeir voru) fylgdu þessari línu og vildu t.d. gera lítið úr venslum Íslendinga og Finna.

Rétt eins og nútíma "Rússadindlar" trúa því að kosningarnar á Krímskaga hafa verið frjálsar og lýðræðislegar.

Sagan á það til að bergmála, enda báðar yfirtökurnar, ef svo má að orði komast, leiknar eftir sömu KGB handbókinni.

En það skiptir vissulega máli til hvaða landamæra er litið þegar talað er um hvað margir ríkisborgarar Sovíetríkjanna létu lífið, eða hvað stór hluti af þeim gyðingum sem voru myrtir í útrýmingarherferð Þjóðverja tilheyrðu Sovíetríkjunum.

Eru þau landsvæði sem Sovíetríkin höfðu tekið með hervaldi af Póllandi, Eistland, Lettland og Lítháen talin með Sovíetríkjunum?

Ég veit að íbúar Eystrasaltsríkjanna líta ekki svo á og þykir líklegt að svo geri Pólverjar ekki heldur.

Þannig eru Rússar/Sovíetmenn bæði "hetjan" og "skúrkurinn" að svo mörgu leyti hvað varðar Seinni heimstyrjöldina.

Þeir neyddu fjölmarga íbúa Eystrasaltsríkjana í Rauða herinn (Þjóðverjar beittu marga þeirra einnig nauðung hvað þeirra her varðar) og marga þeirra sem þannig gengdu hermennsku óviljugir voru myrtir af Sovíetríkjunum vegna þjóðernis síns.

Þá erum við ekki byrjuð að tala um framferði þeirra eftir að styrjöldinni lauk og þeir höfðu "frelsað" risa stór landsvæði.

Því ferðalagi gripavagnanna í Evrópu lauk ekki með stríðinu, heldur hurfu hundruðir þúsunda einstaklinga í mið og austur Evrópu í "Gulagið" Sovíeska, þaðan sem stór hluti átti ekki endurhvæmt.

En eftir því sem ég hef lesið lætur það nærri sem sagt er í fréttinni að u.þ.b. 16% af þeim gyðingum sem voru myrtir í helförinni hafi verið Sovíeskir ríkisborgarar, þ.e.a.s. ef miðað er við landamærin sem voru við gildistöku "Molotov-Ribbentrop samningsins".

En það tók Sovíetríkin/Rússland langan tíma að viðurkenna "leynihluta" þess samnings.

En engin þjóð sem Sovíetríkin "frelsuðu" hlaut frelsi, nema ef til vill Austurríki.

En það er svo margt sem gerðist í aðdraganda/í Seinni heimstyrjöldinni/eftirmála hennar, sem er þarft að ræða um.

Til dæmis:  Hvers vegna töldu Bretland og Frakkland sig umkomin að semja við Þjóðverja um Tékkóslóvakíu?

Hvers vegna var Sovíetríkjunum leyft að að halda öllu þeim landsvæðum sem Þýskaland Hitlers hafði lofað þaim (Eystrasaltsríkjunum og austurhluta Póllands) að Finnlandi undanskildu?

Putin virðist telja það Rússland sem hann ríkir yfir réttmætan arftaka Sovíetríkjanna þegar kemur að því sem telst jákvætt hvað varðar framgöngu þeirra í Síðari heimstyrjöldinni.

Til að gera tilkall til þess verður hann að gangast við því skelfilega sem þau einnig gerðu.

Það er það sem vantar upp á.


mbl.is Sagnfræðingar segja staðhæfingar Pútíns fáránlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru nokkur atriði sem þú ferð rangt með.

Rússar og Pútín sérstaklega hafa harmað framgöngu Stálins gagnvart nágrannaríkjunum og beðist afsökunar á henni.

Það var líka verið reyst söfn til að minnast fórnarlambanna.

Pútín hefur hins vegar  sagt tvennt í þessu sambandi.

Rússland er ekki Sovétríkin og Rússland hefur beðist afsökunar fyrir hönd þeirra ríkja sem stóðu að þeim. 

Rússland hefur hinsvegar ekki í hyggju að biðjast afsökunar árlega til eilífðar nóns eða í hvert skipti sem einhver fer í fýlu

Pútín hefur bent á að það sé miklu heilbrigðara að byggja upp vinsamleg samskipti frekar en að hanga á gömlum erjum eins og hundar á roði

Pútín hefur rétt fyrir sér þar eins og oft áður.

Enginn. ENGINN leit svo á í samtímanum að Ripprnthorp samkomulagið hefði hrint af stað síðari heimstyrjöldinni.

Þetta eru því eftirá skýringar þerra sem eru svo heimskir að þeir vilja viðhalda ófriði í Evrópu Reyndar eru margir sem hagnast gríðarlega á þessu og hafa ágætlega ráð á svona leigupenni.

Við höfum séð Ripprnthorp samninginn en við höfum ekki enn fengið að sjá samningana sem önnur ríki gerðu við Nasista. Af einhverjum ástæðum vilja hin opnu lýðræðisríki ekki birta þá.

Kannski eru þeir ekki birtingarhæfir. Trúlega leynast í þeim klásúlur sem tryggja hlutleysi ef Hitler réðist á Sovétríkin. Það er í raun næsta víst.

Hitler lýsti margsinnis yfir að hann mundi ráðast á Sovétríkin og ég man ekki eftir að neitt ríki í Evrópu gerði athugasemd viðað.

Pólski ráðherrann fékk ekki að flytja ræðu af því að ný gögn hafa sýnt að Póls stjórnvöld voru ekki síður áhugasöm um útrýmingu Gyðinga í aðdraganda WWIi en Hitler sjálfur  Lofuðu meðal annars að reyna stuttu af Hitler í Varsjá ef honum tækist að hreinsa Evrópu af Gyðingum.

Hann gerði þetta bréflega þannig að það er enginn vafi.

Kannski var það engin tilviljun að stærri útrýmingarbúðir Nasista voru í Póllandi.

Þess ber að geta í þessu sambandi að það  voru Sovétmenn sem tóku Berlín.

Nú stendur fyrir dyrum að opna aðgang að skjölum sem þar fundust og ráða þeim upp samkvæmt efni og í tímaröð

Það er ekki óhugsandi að það séu farin að fara smá ónot um einhverjar af lýðræðishetjunum af því tilefni. Það er trúlega ekki að ástæðulausu að stjórnarherrsrnir bíla ekki að við vitum um hvað var samið

Það sem vestrænir stjórnmálamenn gætu lært af Rússum og Pútín sérstaklega er að hanga ekki í fortíðinni öllum til tjóns heldur færa sig inn í nútímann og vinna að bættum samskiptum.

 Rússar sýna enga óvinsemd þeim þjóðum sem réðust inn í Sovétríkin með afleiðingum sem eiga engann sinn líka í mannkynssögunni. Þeir tala aldrei um ínnrás. Þjóðverja,heldur Nazista.

Það sem Rússar gera er að syrgja fallna ættingja og þakka þeim fyrir fórninar sem þeir færðu

Þrátt fyrir allt voru Eystrasaltsþjóðirnar hluti af Sovétríkjunum með góðu eða illu. Það er því engin furða að þeir þyrftu að gegna herþjónustu eins og aðrir. Margir þeirra hefðu vafalaust kosið að berjast með Nasistum eins og var nokkuð algengt

Eflaust hafa Nasistar neytt einhverja til þjónustu við sig,en algengast var að menn gerðu það af einskærum áhuga á málefninu. 

Enginn með réttu ráði efast um vilja Krimverjs til að tilheyra Rússlandi. Ef menn tala öðruvísi er það af því viðkomandi er algerlega hjartalaga og aðhyllist ekki lýðræði að auki.

Þessi vilji hefur legið fyrir alveg frá stofnun Úkraínu og hefur tvívegis áður verið barinn niður með ofbeldi. Það stendur síst upp á Íslending að tala svona um þetta fólk,enda tókum við okkur líka sjálfstæði þegar Nasistar höfðu steyft stjórninni okkar

Þér væri sæmst að senda þessu fólki heillaóskir og biðja það afsökunar á óviðeigandi hegðun þínmi.

Skammastu þín

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2020 kl. 00:05

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 @Borgþór, þakka þér fyrir þetta. Þú kemur með margar fullyrðingar en eins og stundum áður á þessum síðum, þá bakkarðu þær lítt upp.

Hvar eru heimildirnar fyrir því að Rússland og Putin (sérstaklega) hafi beðið nágrannaríki afsökunar á framgöngu Sovietríkjanna gegn þeim.

Þvert á móti er auðvelt að finna heimildir um hið gagnstæða, s.s. : "Putin spoke even more vehemently in opposition to the idea that Moscow should apologize for incorporating the Baltic states into the Soviet Union. Those countries became independent from Russia as a result of a 1918 peace treaty with Germany during World War I and then became part of the Soviet Union as a result of the 1939 pact, he said.".

https://www.latimes.com/archives/la-xpm-2005-may-11-fg-eurussia11-story.html

Ég hef reyndar séð haft eftir Putin að Molotov-Ribbentrop samningurinn hafi verið ósiðlegur.  En hvergi hef ég séð afsökun frá honum.

Það er reyndar alrangt hjá honum að Eystrasaltríkin hafi öðlast sjálfstæði sitt vegna friðarsamninga Sovietsins og Þjóðverja, endu þurftu þau að sigra bæði Þýskar og Sovietskar hersveitir til að ná sjálfstæði sínu.

Það hafa verið reist söfn í Rússlandi til minningar um fórnarlömb Stalíns, en ekki um fórnarlömb Sovietríkjanna í öðrum löndum.  Á þessu tvennu er mikill munur.

https://www.bbc.com/news/world-europe-34675413

https://www.bbc.com/news/world-europe-41809659

Það er alveg rétt (ég minnist á það í upphaflega pistlinum) að framganga Breta, Frakka og Pólverja gagnvart Tékkóslóvakíu í aðdraganda Siðari heimsstyrjaldar, var vítaverð.

Forseti Póllands hefur t.d. beðist formlega og opinberlega afsökunar á því: “Poland’s participation in the annexation of Czechoslovakia in 1938 was not only an error, but above all a sin,” Kaczynski told an audience of world leaders, including Prime Minister Putin and Chacellor Merkel.  “This was and shall forever remain a wrong,” he added.

http://www2.polskieradio.pl/eo/print.aspx?iid=115168

Frakkland var ekki partur af Þýskalandi, það voru Holland, Belgía, Noregur, Danmörk, Pólland eða stór hluti Sovietríkjanna ekki heldur.

Ísland var ekki hluti af Bretlandi.

Þessi lönd voru hernumin og það sama gilti um Eystrasaltslöndin þó að það hernám hafi staðið í langan tíma.

En val margra þeirra þegna var ekki að ganga til liðs við nazista eða Soveitið 1940.  Sovietríkin einfaldlega hernámu löndin og neyddu þá marga í Rauða herinn.

Kosningarnar á Krímskaga voru meira en umdeilanlegar.  Enda voru þær drifnar af, engum erlendum eftirlitsaðilum boðið, og haldnar undir skrýtnum kringumstæðum.  Eiginlega alveg sama forskrift og var notuð í Eystrasaltslöndunum árið 1940.

En auðvitað skipir máli í þessu sambandi víðtækar þjóðernishreinsanir og "russification" sem átt hefur sér stað á Krimskaga sem svo víða í þeim löndum sem tilheyrðu "Sovietinu".

En það þýðir ekki að þeir sem byggðu svæðin upprunalega eigi engan rétt.

Það væri auðvelt að "innlima" landsvæði á "löglegan" hátt ef það er nóg að myrða og flytja þá sem þar búa á brott.

En það er einmitt það sem gerðist á Krímskaga.

Það ríki sem vill vera "arftaki" Sovietríkjanna verður einnig að kannast við það.

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2020 kl. 01:28

3 identicon

Það er rangt að erlendum eftirlitsmönnum hafi ekki verið boðið til kosninganna á Krímskaga. Þeir mættu hinsvegar ekki ,af pólitískum ástæðum.

Yfirráð Rússa yfir Krímskaga eru 300 ára gömul og hafa ekkert með Sovétríkin að gera

Krímskagi hefur mjög lengi fyrst og fremst byggður af Rússum. Tarfar sem búa þar líka eru líka að stærstum hluta hlynntir breytingunni,fyrst og fremst af því að afkoma og öryggi þeirra er betra.

Sovétsvæðið var eitt ríki í áratugi og flutningar Rússa inn á önnur svæði voru oftast til bóta.þeir stuðluðu að bættri menntun og iðnaðaruppbyggingu.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2020 kl. 04:12

4 identicon

Tatarar eru ekki sérlega vinsælir í Austur Úkraínu af sögulegum ástæðum og stjórnvöld þar eru í hæsta máta varhugaverð. 

Þú getur væntanlega séð þessa afsökunarbeiðni á heimasíðu Rússneska þingsins af því að hún var samþykkt þar.

Enska fréttin sem þú vitnar í er einfaldlega röng. Þarna hefur það gerst einu sinni enn að fréttamaður hefur ekki eftir það sem Pútín sagði heldur endurhannað fréttina með það að markmiði að láta Pútín líta út eins og eitthvað hrakmenni. Það vill svo til að ég hef séð þennan fréttamannafundi sem er augljóslega verið að vitna í.

Þetta er einfaldlega ekki það sem Pútín sagði.Því miður höfum við enga fréttamennsku lengur heldur eingöngu málpípur hermangara.

Þarna á fundinum var Pútín að svara kröfu Eistnesks fréttamanns um afsökunsrbeiðni.

Pútín benti henni á að slík afsökunarbeiðni hefði þegar verið lögð fram af Dúmmunni en hann hefði ekki í huga að biðjast reglulega afsökunar það sem eftir væri.

Einnig að það væri skinsamlegra að reyna að horfa til framtíðar frekar en að láta drauga fortíðar draga sig í ógöngur.

Þetta er einfaldlega rétt hjá Pútín,enda er hann merkasti leiðtogi í Evrópu í dag.

Þessi orð Pútíns túlkaði fréttamannsnefnan sem þú vitnar í á þann heimskulega veg að Pútín hafi neitað að biðjast afsökunar.

Það voru ekki bara Sovétríkin sem hernámu Eystrasaltsríkin.

Eins og þig gæti rámað í hernámu Nasistar þau líka. Við það tækifæri gekk fjöldi Eystrasöltunga til liðs við Nazistaherinn. Þeir gerðuað ekki af nauðung ,Heldur af því að þeir voru sammála Nasistum í flestu. Nasistar notuðu aldrei hernumið fólk til herþjónustu,af skiljanlegum ástæðum

Í dag er það þannig að þeir sem börðust með Nasistum fá eftirlaun í Eystrasaltsríkjunum,en ekki þeir sem börðust með Rauða hernum.

Þeir sem stjórnuðu útrýmingarbúðum í fyrir hönd Nasista njóta einnig virðingar.

Nasisminn er alls ekki dauður.

Í Eystrasaltsríkjunum eru í dag framin mjög gróf mannréttindabrot gegn fólki af Rússneskum uppruna,fólki sem er fætt í þeim löndum.

Vegna rótgróins rasisma sem ríkir í Evrópu gagnvart Rússnesku fólki gerir ESB litlar sem engar athugasemdir við þetta. Göbbels vann verk sitt af kostgæfni.

Nú er svo komið að þetta mikilvægasta ríki Evrópu er að gefast upp á að hafa eðlileg samskipti við önnur Evrópuríki. Núna eru sum ríki Evrópu að ranka við sér með þetta,en Rússar eru að vonum tortryggnir eftir að hafa sitið undir stöðugum árásum frá þeim árum saman.

Evrópa og jafnvel Bandaríkin hafa alltaf verið litin jákvæðum augum af Rússneskum almenningi.

Nú er þetta að breytast hratt vegna stöðugra og langvarandi árása vestrænna ríkja á lífskjör þeirra.

Evrópuríki héldu að þau gætu pönkast á Rússum til eilífðar nóns án þess að verða fyrir óþægindum. Nú eru sumir að átta sig á að svo er ekki og kannski er betra að hafa þá með sér en á móti.

Það er íhugunarefni að Rússar eru í góðu sambandi við ríkin sunnan við sig og raunar flest ríki heims,en Vesturlandamærin loga í stöðugum ófrið.

Það skyldi þó ekki vera eitthvað að hjá okkur. Ég spyr bara eins og Nasistahermsðurinn: Are we the bad guys.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2020 kl. 05:41

5 identicon

Í ljósi þess hvað ummæli Pútíns um að 40 prósent fornarlamba Nazista hafi verið Sovétborgarar skoðaði ég málið lítillega.

Niðurstaðan er að þetta er trúlega rétt hjá honum.

Pútín fer yfirleitt ekki með fleipur.

Þeir sem gagnrýna ummæli hans virðast halda því fram að hann sé að telja með gyðinga sem voru á herteknu svæðunum.

Þetta er bara skot út í loftið sem hefur engann fót.Sígilt dæmi um innantómt blaður .

Til skamms tíma hefur verið lítið vitað um örlög Gyðinga í fyrrum Sovétríkjunum enda landið mjög lokað og stjórnvöld þar voru ekki sérlega áfram um að ræða þessa hluti.

Fyrir Stríð voru um  fimm milljónir Gyðinga í Sovétríkjunum. Helmingurinn var drepinn.eða 2,6 milljónir.

Ein af ástæðunum fyrir að þetta hefur ekki fengið athygli er að það voru aðeins fáar og frekar litlar dauðabúðir.

Fólk var einfaldlega skotið þar sem fannst eða það var farið með það á sérstaka aftökustaði þar sem var gengið frá því með ýmsum aðferðum.

Þeir sem eru að rannsaka þessa hluti hafa staðfest 2600 slíka sftökustaði í fyrrum Sovétríkjunum

Það er ágæt grein um þessar rannsóknir í Jerúsalem Póst

Putin er vel að sér um hluti sem hann talar um og mjög líklega er þetta rétt hjá honum.  Það þýðir því ekkert fyrir einhver dindilmenni sem aðekki nenna að fylgjast með sð vera að naga í hælana á honum. Þetta er einfaldlega rétt hjá honum.

Vegna þess hvað Sovétríkin voru lokuð er stór hluti af því sem við teljum okkur vita um átökin á Austur vígstöðvum komið beint frá Nasistum. Það eru ekki alltaf mjög óvilhallar upplýsingar. Nasistar voru frekar pissed yfir að Rauði herinn. skyldi stúta þúsund ára ríkinu.

Fyrst eftir fall Sovétríkjanna rofaði aðeins til í þessum efnum.

Nú hafa NATO ríkin hinsvegar ákveðið að troða illsakir við Rússa og allt er komið í sama horfið eða verra

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2020 kl. 11:47

6 identicon

Greinin í Jerúsalem Póst heitir :

The unknown Holocaust in the former Soviet Union og er skrifuð af Alan Rosenbaum

Ég hugsa að það gæti verið ágætt fyrir þig að lesa greinina og uppfæra þannig  vitneskju þína um málefnið sem þú ert að fjalla um.

Mér sýnist að þig skorti verulega þekkingu þegar kemur að muninum á stríðsrekstri Nasista á Austurvígstöðvunum og Vesturvígstöðvunum.

Á vesturvígstöðvunum sigruðu þeir út óæskilega hópa.

Á Austurvígstöðvunum drápu þeir bara eins marga og þeir gátu. Eins marga og hermennirnir þoldu. Þetta var í samræmi við Generalplan öst og drápum byrjuðu á fyrsta degi.

Þetta var ástæðan fyrir að Sovétmenn misstu óbreytta borgara sem nam meðalstórri Evrópuþjóð.

Umræðan um þetta getur stundum tekið á sig afkáralegar myndir eins og spurningin sem stundum er kastað fram.

Af hverju var Leningrad ekki látin gefast upp?

Í Frakklandi var þjónusta við Nasista blómlegur bisniss.

Í Sovétríkjunum var enginn slíkur bisniss. Þar gilti bara að reka Nasista af höndum sér eða að verða útrýmt eða vera hnepptur í ánauð.

Fæstir skilja þennan mun á Vesturlöndum. 

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2020 kl. 12:32

7 identicon

 Af því ég hef áhuga á stríðinu á Austurvígstöðvunum hef ég skoðað mikið af efni sem varðar það,meðal annars margar ræður Hitlers sem eru aðgengilegar á metinu.

Ein slík ræða er ræðan sem hann hélt að morgni upphafsdags Barbarossa.

Þessi ræða er ótrúlega lík ræðu Stoltenbergs sem hann flutti ekki fyrir löngu á NATO fundi.

Það er engin furða að Rússum sé órótt þessa dagana.

Þó Hitler hafi verið betri ræðumaður er innihaldið í raun það sama. Innantómur hræðsluáróður.

Við vitum í dag með vissu að eftir dauða Leníns voru ekki uppi nein áform um innrás í Evrópu. Í dag eru heldur engin slík áform uppi.

Allir vita þetta en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum höldum við áfram að pönkast á þessari þjóð. Þetta er alveg óskiljanlegt og stórhættulegur vitleysisgangur.

Það er algerlega óásættanlegt að það sé haldið uppi stríðsástand í á landamærum þessarar stórþjóðir.

Fólk á hreinlega ekki að taka það í mál að skattpeningum okkar séu stöðugt tottsðir til að troða út vasa hermangara. 

Það er örugglega ekki meiningin að ráðast á Rússland heldur á halda uppi stöðugri spennu til að það sé hægt að selja vopn.

Þetta er hættulegt og heimskulegt.

NATO ríkin geta auðveldlega átt góða sambúð við Rússland eins og önnur ríki geta ef einhver minnsti vilji væri fyrir hendi.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2020 kl. 13:16

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Borgþór, þakka þér fyrir þetta. Þú veður úr einu í annað, en gerir lítið sem ekkert nema að bergmála þann Rússneska áróður sem nú má finna svo víða.  Það er í sjálfu sér ekkert nýtt, enda er slík starfsemi líklega það sem Sovíetið/Rússland stendur sig hvað best í.  Putin sjálfur ekki ókunnugur slíku starfi.

Rétt eins og þeir sem trúðu fram í "rauðan dauðann", öllu því sem sem kom frá Sovétríkjunum, Kúbu, Víetnam, Kampucheu, o.sv.frv.  Það var talað um "moggalygi" alveg þanngað til "tjöldin" fellu og í ljós kom að ef eitthvað var hafði Morgunblaðið dregið úr hryllingnum og vitleysunni.

Bara sem dæmi, greininn sem þú vísar til í Jerusalem Post, styður einmitt það sem ég hef verið að segja um "landamærin" og að löndin/svæðin sem Sovietið hafði hertekið væru talin með. 

Þar segir: "Dr. Arkadi Zeltser, director of the Moshe Mirilashvili Center for Research on the Holocaust in the Soviet Union at Yad Vashem, the World Holocaust Remembrance Center, says that to fully grasp the Holocaust and its impact, one must go beyond Auschwitz and the Warsaw Ghetto, and learn about the events of the Holocaust in areas like the occupied Soviet Union. This is the mission of the Moshe Mirilashvili Center, which was founded in 2016 and operates under the auspices of the International Institute for Holocaust Research at Yad Vashem. The center initiates and promotes innovative research relating to the history of the Jews during World War II who were living within the borders of the Soviet Union as of June 22, 1941, the date when Nazi Germany attacked the USSR".

Þannig er talin með austurhluti Póllands, Eistland, Lettland og Litháen, Bessarabia og Bukovinia svo dæmi sé tekið.

Þú ættir að lesa greinina.https://www.jpost.com/Israel-News/Holocaust-remembrance-in-the-occupied-USSR-611440

Þú virðist ekki geta bent á afsökunarbeiðnina frá Dumunni, en enginn annar virðist hafa heyrt af henni.

Hér er besti listi sem ég þekki um "pólítískar afsökunarbeiðnir":  http://www.humanrightscolumbia.org/ahda/political-apologies

Þar má t.d. finna afsökunarbeiðni Dumunar á fjöldamorðunum í Katyn skógi, á bls 20. 

26 November 2010

2010: Russia Stalin responsible for Katyn massacre

The Russian Duma declares Josef Stalin responsible for the “terrible tragedy” of the Katyn massacre of 22,000 Polish officers in 1940.  The Polish prime minister welcomed the resolution as a step towards reconciliation.

 

Þeir virðast fylgjast nokkuð vel með þarna.  Þeir myndu án efa fagna frá þeir tölvupósti um upplýsingum frekari afsakanir Rússa og hafa án efa túlka.  Ég hefði gaman af þeim upplýsingum sömueiðis og allt í lagi þó að hún sé á rússnesku, ég hef nóg af fólki sem getur þýtt fyrir mig.

Eistland greiðir þeim sem þjónuðu í Rauða hernum lífeyri.

Serving at the Soviet Army

Working and studying at the territory of the Soviet Union until 31.12.1990 shall be calculated among the years of pensionable service if you have at least 15 years of Estonian pension qualifying period.

The mandatory military service and alternative service duration at the territory of the Soviet Union until 31.12.1990 shall be calculated among the years of pensionable service, on the condition that all the following conditions are met:

    • You were sent to service from Estonia;

    • You have at least 15 years of Estonian pension qualifying period;

    • No other country is paying you pension for this time period.

    https://www.sotsiaalkindlustusamet.ee/en/pension-benefits/pension-calculation/pension-qualifying-period

    Það er eðlilegt að nágrannaríki Rússlands séu tortryggin gagnvart þeim. Framganga þeirra hefur verið með þeim hætti.

    En það getur verið gott að lifa í nútímanum, en það getur enginn litið fram hjá því að það er "fortíðin-sagan" sem hefur skapað nútímann.

    Enda eru Rússar óhræddir við að rifja upp söguna þegar það hentar þeim.  En það er einmitt það sem upphaflega færslan er um, það verður líka að gangast við því sem illa var gert.

    Og það er mikið af óhæfuverkum í sögu þess sem vill vera arftaki Sovietríkjanna.

    G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2020 kl. 22:27

    9 identicon

    Aðeins varðandi eftirlaunum

    Að minnsta kosti til 2015 fengu þeir sem börðust með Sovéthernuþ ekki eftirlaun 

    Rússar höfðu kvartað yfir þessi og fleiri mannréttindabrotum gegn rússnesku mælandi fólki við Evrópusambandið og að sjálfsögðu við viðkomandi ríki með litlum árangri. Því miður virðist enn vera það sjónsrmið ríkjandi í Evrópu sðað sé í lagi að brjóta á Rússnesku mælandi einstaklingum.

    Í Desember 2014 samþykkir svo Rússneska þingið lög sem heimila að greiða hermönnum Rauða hersins í Balkanríkjunum eftirlaun,við mikil mótmæli frá Litháen sérstaklega.

    Trúlega hsfa þeir byrjað að greiða eftirlaun í framhaldi af því og þess vegna er klásúlan um sð eftirlaunum séu aðeins greidd ef viðkomandi hefur ekki eftirlaun frá öðru ríki.

    Það er síðan ekki fyrr en undir 2010sem Rússnesku mælandi fólk fær vegabréf í Litháen og þá með takmörkuðum réttindum. Fólk sem er fætt þar. Ég hygg að ESB hafi þrýst á um það eftir kvartanir Rússa. Þó er enn langt í land og þetta fólk er enn í dag beitt grófu misrétti. Til dæmis eru þeir gróflega misnotaðir á vinnumarkaði.

    Þó undarlegt sé var Nasismann útbreiddur í Litháen og hann er trúlega útbreiddari heldur en í öðrum ríkjum þó þeir séu ekki eins áhrifamiklir og í Úkraínu. Sögulega séð er þetta rökrétt af því að engir munu hafa gengið jafn hart í gyðinga drápum og Litháar.

    Raunar þá segja að það sé pínu óréttlát að kenna Þjóðverjum einum um Gyðingadrápin af því að bíða í Austur Evrópu var góð stemning fyrir þessu.

    Á síðasta ári var síðustu sinagogunmi lokað í Litháen vegna stöðugra hótana frá Nasistum og á sama ári brutust út hávær mótmæli þegar gatan Hitlerssund var endurskýrð.

    Líklega hefur gatan hlotið þetta nafn eftir 1990 þvi tæplega hefurað verið við lýði á Sovéttímsnum.

    Á síðari árum hefur gætt smá tilhneigingar til að Stemma stigum við Nadismanum í Litháen,það er meira í orði en á borði.

    Hættulegu ríkin í Evrópu í dag eru Litháen Úkraina og Pólland. Ó undarlegt séá syrgja Pólskir þjóðernissinnar ennþá Pólsk Litháenskt sambandsríki og eiga sér enþá draum um að endurreisa það með einhverjum hætti,þó ekki væri nema í gegnum áhrifasvæði.etts er að sjálfsögðu ekki opinber stefna enn,en ef þú fylgist með orðræðu pólskra þjóðernissinna sérðu þetta fljótt.sð eru einmitt þjóðernissinnar sem eru þsr við völd. Hatur Pólverja á Rússum stafar ekki af eftirstríðsárunum.Þsð er miklu eldra og tengist eyðingu stórveldis Pólverja.

    Þessi metnaður Pólverja var ástæðan fyrir að pólski forsætisráðherrann ferðaðist til Msidan og hvatti mótmælendur til dáða. Talandi um afskifti af innanríkismálum annarra þjóða.

    Málið tók síðan óvænta stefnu þegar Nasistar frömdu valdarán með aðstoð Kandsmanna og Bandaríkjamanna. Það vill svo til að utanríkisráðherra Kanada var af rótgrónum Úkrainskum Nasistaættum á þessum tíma.

    Þó Úkranskir Nasistar séu ekki við völd í Úkraínu eru þeir gríðarlega áhrifamiklir og draumur Pólverja var úti í bili.

    Árið 1918 þegar Rússar voru í sárum vegna borgarastyrjaldar réðust Pólverjar á Rússland og endurheimti hluta af því svæði sem pólsk Litháenskt ríkið hafði hernumið. Það var þetta svæði sem Sovétmenn endurheimtu í aðdraganda stríðsins.

    Það má endalaust deila um hverjum þetta svæði tilheyrir,en Pólland átti ekkert meira tilksll til þess en aðrir enda svæðið ekki byggt Pólverjum heldur Hvítrússum og Úkrainumönnum.

    Trúlega þá rekja hluta þess til stofnunar Rúneska ríkisins fyrir rúmlega 1000 árum.

    Eins og þú væntanlega veist var Rússneska ríkið stofnað af víkingum um það leiti sem Ísland byggðist. Rússar hafa nýlega gert ágæta mynd um þetta sem heitir Víkingurinn.

    Rússneska ríkið var stofnað í Kíev en seinna stækkaði það til Norðurs og Moskva varð höfuðborgin.

    Ástæðan fyrir því að ég tel 0óllsnd vera hættulegt ríki er sú sðað er nú undir stjórn býsna öfgasinnaðra þjóðernissinna.

    Nú hafa Pólverjar tekið við af Þjóðverjum sem helsta leppríki Bandaríkjamanna í Evrópu.

    Þetta er ekki góð blanda.

    Í gegnum tíðina hafa Pólverjar hengt sig á hvert það hérveldi sem er tilbúið að fara gegn Rússum í von um að endurheimta fyrra landsvæði.

    Þeir voru á ferð með Napóleon ,enda var yfirskineirrar gerðar að Stemma stigu við árásargirni Rússa gegn Póllandi ,sem var engin á þeim tíma.

    Síðan taka þeir saman við Nasista og ná sér í sneið af Tékkóslóvakíu og koma jafnframt í veg fyrir að það náist samstaða um að ráða niðurlögum Nasismans í tíma. Trúlega hsgaeir í einfeldni sinni trúað að þeir gætu húkkað sér far með Nasistum til Moskvu eins og Napóleon forðum.

    Nú eru þeir búnir að hengja sig á Bandaríkin sem eru blóðugasta hérveldi sem hefur sést lengi. Og viðkvæðið er enn og aftur að sporna við árásargirni Rússa gagnvart Póllandi,sem er engin frekar en á Napóleons tímanum. Þetta er eitruð blanda.

    Um Úkraínu þarf varla að fjölyrða.sð er eina landið í heiminum þar sem Nasistar etu þungvopnaðir . Þó þeir séu ekki við stjórnvölinn hafa þeir í raun neitunarvald í öllum málum. Nýji forsetinn þeirra sem kosinn var af því hann boðaði frið getur sig hvergi hrært af því að Nasistarnir hafa tilkynnt að þeir muni hengja hann í næsta ljósastaur ef hann semji um frið við Donbass. Og Nasistar hafa langa reynslu af því að hengja fólk í ljósastaurum.

    Merkel hlýtur að naga sig illilega í handabökin fyrir að hafa komið þssari atburðarrás af stað ef hún hefur þá einhverja samvisku.

    Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 28.1.2020 kl. 17:59

    10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

    @Borgþór, þakka þér fyrir þetta.  Enn og aftur hefur þú rangt fyrir þér. Þú virðist ekki gera neitt nema að enduróma illa dulbúinn áróður Rússneskra yfirvalda og fjölmiðla þeirra.  Mæli með því að þú víkkir sjóndeildarhringinn hvað fjölmiðla varðar.

    Eistland hefur greitt þeim sem þjónuðu í Rauða hernum eftirlaun alla tíð.

    En í mörgum tilfellum hefur Rússland sömuleiðis greitt þeim einstaklingum eftirlaun.  Eftir að Rússneska sendiráðið hafði látið Eistneskar stofnanir vita um að slíkar greiðslur færu fram gerðu Eistlendingar þeim einstaklingum ljóst að þeir yrðu að velja. Annað hvort Rússneskar eða Eistneskar eftirlaunagreiðslur fyrir dvöl sína í hernum.  Þeir gætu ekki haldið báðum.

    Árið 2010 var kveðinn upp úr þessu hjá Mannréttindadómstól Evrópu, en þangað höfuðu all nokkrir einstaklingar leitað með mál gegn Eistlandi hvað þetta varðar.

    Dómur féll þar Eistlandi í vil, enda var ákvörðun þeirra byggð samningi sem var gerður á milli Rússlands og Eistland þegar Sovíeski/Rússneski herinn var dreginn til baka frá Eistlandi og hernámi lauk.

    no. 827
    04.11.2010 Þetta er úrskurðurinn og dagsetning hans.  Ég get sent þér hann á PDF formi ef þú hefur áhuga.

    Ég hef enga trú á því að þú hafir nokkuð til þíns máls hvað varðar "Hitlerssunds", annað hvort ertu að vitna í hina mjög undarlegu Rússnesku fjölmiðla sem þú virðist hafa svo mikið af "þekkingu" þinni frá, eða þú ert að rugla þessu saman við "Škirpa stræt", en það er hins vegar alveg rétt hjá þér að það var ekki til fyrirmyndar.

    En því miður er gyðingahatur landlægt í mið og austur Evrópu, því miður ekki síst í Rússlandi. Þannig hefur það verið í árhundruði. Sovíetið stóð sig nokkuð vel að berjast gegn því í upphafi en á síðari hluta valdatíma þeirra varð það aftur sterkt. Sem er því undarlegra sé litið til heimstyrjaldarinnar.

    Það er rétt að Rússneska ríkið var stofnað af Sænskum víkingum.

    Við afganginn af hinum Rússneska áróðri sem þú slengir fram (alltaf án þess að geta heimilda) nenni ég ekki að elta ólar við.

    Soveitmenn/Rússar hafa kalla alla sína andstæðinga fasista/nazista síðan þau hugtök fóru á stjá.

    G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2020 kl. 19:10

    11 identicon

    Það hefur nú tæplega verið dæmt í þessu máli 2010 þar sem greiðslurnar voru ekki heimilaðar fyrr en 2014 fyrir fjárlög 2015.

    Rússar kalla ekki alla andstæðinga sína Nasista. Bara hluta sem eru Nasistar.

    Þetta er alfarið vestrænt fyrirbæri.

    Ef þú hefur fylgst með fréttum í janúar hefurú væntanlega séð þegsr Nasistar röltu þúsundum saman um götur Kíev með stílfræðu hakakrossana sína. Skjaldarmerki SS Galasía. Í bland mátti sjá rauð svarta fána ((blóð og jörð) sem voru vinsælir hjá Nasistum fjórða áratugarins. Sumir báru myndir af löngu dauðum Nasista.

    Svipaðar hersingar geturú séð árlega í Litháen.

    Menn þurfa að vera í gríðarlegri afneitun til að kallaetts eitthvað annað en Nasista.

    En bíddu við . Kannski hefurðu ekki séð þá í sjónvarpinu þínu eftir allt saman. Við skömmumst okkar nefnilega svolítið fyrir þessa bandamenn okkar og sýnum ógjarnan myndir af þeim.

    Kannski horfirðu eftir allt saman ekki á réttu fjölmiðlana og ert þess vegna ekki vel upplýstur. En þú getur séð þá á Youtube ef þú vilt horfast í augu við þá.

    Og þetta eru alvöru Nasistar sem hafa drepið fjölda manns. Kannski manstu eftir því þegar þeir brenndu inni 40 manns í Odesssa og misþyrmdu tugum manns frá Krímskaga og drápu sjö.

    Þetta þótti reyndar ekkert tiltökumál hér ,svo það er ekki víst að það hafi ratað í fréttirnar.

    Ástandið í Úkraínu getur stundum verið súrrealískt. Það er ekki langt síðan að Poroshenko þakkaði liðsmönnum SS Galasía fyrir baráttu þeirra gegn Nasismanum.

    SS Galasía hleyftu aldrei af skoti gegn Nasistum.

    Þeirra hlutverk var í byrjun að útrýma Pólverjum úr landinu og berjast gegn ákæruliðum sem ásóttu hermámsliðið.

    Seinna börðusteir svo við hlið annarra Nasista og örlög þeirra urðu að vera nánast útrýmt af Rauða Hernum. Þeir börðust hetjulega að sögn.

    Sumir komust á flótta til vesturvígstöðvanna og gáfust upp fyrir vesturveldin um. Þeim var eftir stríðið varpað úr fallhlífum yfir Úkrainuar semeir stýrðu uppreisn sem endaði í blóðbað í. En það er önnur saga.

    Merkel gerði tvenn risavaxin mistök á ferlinum.

    Fyrst opnar húnetts Pandórunox í Úkraínu. Nú eru Nasistar í fyrsta skipti í 75 ár komnir með stjómálaítök í Evrópu og lítinn en vel vopnaðann her. Þetta er Asov herdeildin sem lýtur ekki stjórn megi hersins þó þeir vinni í samvinnu við hann. Man einhver enþá eftir brúnstökkunum.

    Þessi hér hótaði að koma til Kíev ef Poroshenkó uppfyllti Minsk samkomulagið og hefur tilkynnt að þeir muni hengja núverandi forseta ef hann semur við Donbass. Og þeir kunna,geta og hafa hengt fólk.

    Seinni stórafglöp Merkelsr voruegsr hún opnaði landamæri Evrópu upp á gátt.

    Nú höfum við vopnaða Nasista og ISIS liðs ráðandi um Shengen svæðið.

    Ég segi nú bara eins og maðurinn.

    What could possibly go wrong.

    Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2020 kl. 18:21

    12 identicon

    Það er um margt að hugsa í sambandi við þessa atburði. Hvað var það sem rak menn áfram.

    Fyrir Bandaríkjamenn var þetta einfalt. Þeir vildu Rússa burt úr gríðarlega mikilvægri hernaðarlegri stöðu á Krímskaga.

    Mér finnst líklegast að fyrir Merkel hafi það verið þetta þýska eilífðar vandamál ,GAS.

    Shell hafði fundið stórar gaslindir undan ströndum Krímskaga. Merkel hafði lengi verið mikið í mun að frýja sig frá því að kaupa gas af Rússum. Nú var lag.

    Maður getur rétt ímyndað sér heitins þegar Pútín nappar svo Krímskaga fyrir framan nefið á þeim. Nú sitja hjúin Merkel og Obama uppi með stórt vandamál og engann ágóða.

    Viðbrögðin komu líka fljótt og voru bæði fljótfærnisleg og heimskuleg.Ofan á skömmina og að sitja uppi með gjaldþrota ríki bættist nú meira en hundrað milljarða viðskiftatap við Rússland.

    Rússar fengu aftur á móti andrými til að byggja upp landbúnaðinn hjá sér og varð stærsti kór framleiðandi heims.Og við misstum loðnumarkaðinn,sennilega að eilífu.

    Okkur vantar betri stjórnendur.

    Hvað um Maidan og hhverjir voru leikendurnir.

    Við munum öll eftir kennaranum geðþekka í hettuúlpunni sem leiddi mótmælin. Hann varð seinna forsætisráðherra.

    En það var líka annar leikandi sem minna bar á, Dimitri Yaros. Hann fór fyrir flokki 500 Nýnasista. Hann er forhertur drápari sem barðist meðal annars við hlið hryðjuverkamanna í Tjeteníu.

    Eins og við munum þá kom ESB á sáttum í málinu. Yanokovich fékk að fara frá með einhverri reysn og honum hefur örugglega verið heitið griðum að einhverju leiti. Hann hefur varla samið um annað. Það var líka gengið frá kosningadegi

    Þá eru allir ánægðir eða hvað?

    Ekki allir.

    Ekki Bandaríkjamenn sem óttuðust að út úr þessu kæmi EKKI ríkisstjórn sem væri nægilega fjandsamleg Rússum til að reka þá frá Sevastapol.

    Nasistar voru heldur ekki ánægðir afví þeir sáu fram á að verða áfram jafn áhrifamiklir og þeir höfðu verið.

    Fólkið var á leiðinni heim eftir unnin sigur,en þá var byrjað að skjóta fólk á Maidan. Fuck the EU.

    Á myndum sést Dimitri Yaros fyrir dyrum þinghússins þegar það var verið að véla um framhaldið,ásamt mönnum sínum. Kennarinn geðþekki er nú horfinn.

    En hvað varð um kennarann geðþekka í úlpunni.

    Hann var háttsettur í flokki Júlíu Tímósjenkó en klauf sig nú úr flokknum og stofnaði eigin flokk.Hann tók með sér hluta af kjósendum hennar.

    Í Úkraínu voru líka nokkrir litlir Nasistaflokksr eða öfga hægriflokkar og var SVOBODA þeirra stærstur.

    Kennarinn höfðaði mjög til kjósenda þessara flokka og biðu þeir afhroð í kosningunum.

    Kennarinn varð forsætisráðherra og var veittur ríkisborgararéttur í Bandaríkjunum. Þessi kennari stóð svo fyrir því að atburðirnir í Donbass urðu með þeim hætti sem orðið er. Fuck the EU.öræög kennarans urðu svo þau að eftir að hann varð uppvís að því að taka þátt í að stela IMF láni hraktist hann til Bandaríkjanna,keypti þar fallegt sveitasetur og er úr sögunni. 

    Artseniy Yatsenyuk var ekki lengur fátækur.

    Líklega má að mestu skrifa borgarastyrjöldina á Yatsenyuk. Fyrir utan að vera sjálfur öfgafullur hægrimsðurá var verulegur hluti kjósenda hans hreinræktaðir Nasistar.

    Hann léði því aldrei máls á að tala við mótmælendur í Donbass. Í ljósi þess að þeir voru ekki aðskilnaðarsinnar og höfðu ekki valdið manntjóni var þetta alveg fáránleg afstaða.

    Án nokkurs vafa hefði mátt komast hjá þessu stríði ,en svona fer þegar og stækisfulæir vitleysingar sitja við völd.

    Peningarnir sem hann stal frá ríkinu eru smámunir miðað við tjónið sem þessi mannlífs olli Úkranisku þjóðinni.

    Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2020 kl. 20:26

    13 identicon

     Til skýringar ber að geta að Dimitri Yaros var á tímabili í forsvari fyrir Right Sector sem eru öfga samtök hægri manna sem voru á válista há ESB.

    Hann hafði fyrir nokkru sagt af sér trúnaðarstörfum og snúið sér sinvörðungu að hernaararmi flokksins.

    Eftir því sem ég veit best situr hann nú í herráði Úkraínu,allavega gerði hann það undir Poroshenko

    Eins og sjá má á Wikipedia var Right Sector einm ag hópunum á Maidan

    sVOBODA sem var líka á þessum Válista og átti sæti í bráðabirgðastjórn

    Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2020 kl. 20:38

    14 identicon

    Það er alltaf svolítið gaman að spekúlera íessum leikendum.

    Ein af þeim er Júlía Timoshenko.

    Eitt af afrekum hennar var að láta hanna forsetahöllins sem Yanokovich var svo hengdur fyrir á sínum tíma. Hún mun hafa ætlað sér að sitja í þessari höll þó að það gæti á annan veg.

    Það mun hafa verið á seinna kjörtímabili hennar sem örlög hennar voru ráðin.

    Pútín hafði þá kallað hana fyrir sig og krafðist þess að það yrðu gerðar breytingar á samkomulaginu um gasksup og aðstöðunni í Sevastapól.

    Þannig háttaði að Rússar borguðu enga leigu fyrir flotadtöðins,en gáfu í staðinn mikinn afslátt af gasi sem Úkrsnía fékk frá Gasprom.

    Þetta var að sjálfsögðu rót mikillar spillingar í Úkraínu vegna skorts á gagnsæi,en það sem verra var frá sjónarhóli Pútíns þá var þetta tilefni til stöðugrar fjárkúgunar frá hendi Úkranídkra stjórnmálamanna. Alltaf voru að koma einhverjir nýjir sem vildu pening.

    Krafa Pútíns var að það yrði borguð ákveðin upphæð fyrir flotadtöðina í peningum árlega og Úkraína keypti gas á gangverði.Þess má til gamans geta að vestrænir fjölmiðlar túlkuð þetta að sjálfsögðu þannig að illmennið Pútín hafi hækkað gasverð í Úkraínu upp úr öllu valdi upp úr þurru.

    Fjölmiðlarnir okkar eru því miður ekki mjög góðir.

    Þetta gekk eftir og þetta varð seinna til þess að Timoshenko var sett inn. Það var úrskurðað að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt.

    Þetta leiddi svo til mikillar mótmæla bylgju ,meðal annars hér á landi,enda gerði hún sér upp lömun.

    En það var mikið í húfi af því að hún hafði nokkuð stóran Evrópusinnaðann flokk og nú var sendur þýskur læknir í fangelsið sem úrskurðaði að hún væri lömuð og í mikilli hættu.

    Hún var látin laus og stóð samstundis upp úr hjólastólnum og hóf þáttöku í stjórnmálum.

    Reyndar voru áhrif hennar minni en hún hafði vonast til af því að Yatsenyuk hirti af henni töluvert fylgi

    Timoshenko harmaði í símtali að hún væri of heilsutæp til að fara til Donbass og skjóta íbúana þar með eigin hendi. Einnig grét hún að hafa ekki eitthvað af kjarnorkusprengjunum sem voru í Úkraínu á Sovéttímsnum til að henda í Pútín.

    Hún kenndi Pútín um fangelsisvist sína sem gerði hana afar bitra.

    Það er alveg makalaust hvernig vestrænir stjórnmálamenn höguðu sér í þessum málum. Það voru strollurnar af stjórnmálamönnum frá Evrópu og Bandaríkjunum sem fóru þangað og tókuátt í útifundi og hvöttu til valdaráns.

    Ég efast um að það séu til nokkur dæmi um annað eins í seinni tíma sögu.

    Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2020 kl. 22:01

    15 identicon

    Úkraína er örugglega ógeðfelldasts spillingsrbæli veraldar í dag.

    IMF eys peningum inn í landið sem oligarkarnir og stjórnmálamennirnir skífa svo með sér að stórum hluta. Bandarískir stjórnmálamenn eru svo á prósentum fyrir að láta Bandaríkin heimila lánin.

    Joe Biden er einn af þeim er hægt að segja með nokkurri vissu. Demókratar eru nú með böggum hildar að Trump muni fletta ofan af þessu. Ég held að þeir geti samt sofið rólegir af því að það eru Repúblikanar á kafi í þessu líka.

    Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2020 kl. 22:15

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband