Var Air Primera Íslenskt flugfélag?

Það vekur athygli mína þegar ég les þessa frétt að talað er um að tvö Íslensk flugfélög hafi hætt starfsemi í lok 2018 og í upphafi árs 2019.

Ég skil það svo að hér sé verið að ræða um Air Primera og WOW. Það er enda svo sagt í frétt um sama málefni í öðrum fjölmiðli.

En mér hafði alltaf skilist að Air Primera væri rekið frá Danmörku og Lettlandi, og hefði að því leyti ekkert með Ísland að gera, nema jú að eignarhaldið væri tengt Íslenskum aðilum.

Wikipedia síður um starfsemina í Danmörku og Lettlandi virðast staðfesta það, og frétt á Vísi.is um það leyti sem starfsemin var að stöðvast gerir það einnig.

Flugrekstraleyfið var Lettneskt, rekstrarfélagið var erlent, mikið af  flugum félagins var á milli áfangastaða sem ekki tengdust Íslandi.

Hvers vegna er þá mengunin af rekstrinum talin til Íslands?

Ekki að það skipti neinu máli hvað varðar mengunina, hún var auðvitað sú sama eftir sem áður. 

En auðvitað sýnir þetta að "mengunarbókhaldið" er ekki einfalt í fluginu, enda mörg flugfélög með mikla starfsemi sem tengist ekki heimalandinu.

En ég get ekki séð annað en að flug Air Primera hafi átt að vera tengt eignarhaldinu, rétt eins og annarra erlendra flugfélaga sem fljúga til Íslands.

En ef einhver hefur frekari upplýsingar um þetta eru þær vel þegnar.

 

 


mbl.is Samdráttur skilar minni mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband