Elsku vinur ábyggilega áhugavert, en ekki gleyma Gjugg í borg og Honey Will You Marry Me..

Mér lýst vel á þetta samstarf, verður líklega áhugavert lag.

En þó að fyrsta LP plata Stuðmanna hafi verið "Sumar á Sýrlandi" sem kom út árið 1975.

En á undan "Sumrinu" kom smáskífan "Gjugg í borg" og "Draumur okkar beggja", ég man ekki hvor var talin "A hliðin", og reyndar minnir mig að "A hlið" hafi verið beggja megin á ÁÁ records útgáfunni.

En líklega var "Honey Will You Marry Me"(ég man ómögulega hvað hitt lagið heitir), jafnvel á undan þeirri smáskífu, sömuleiðis á ÁÁ records.  Getur verið að "Honey" hafi verið númer 12 og "Gjugg í borg" númer 13?

Ég man þetta ekki og á ekki þessar plötur, en man eftir að hafa meðhöndlað þær eins og dýrgripi í eigu annarra.

En ég er þess fullviss að "Sumar á Sýrlandi" var ekki fyrsta plata Stuðmanna, þó að hún hafi verið fyrsta LP platan.

En það er auðvelt að fyrirgefa blaðamönnum nútímans að  vita ekki um 7", EP plötur og svo framvegis.

En það er líklega jafnt í fortíðinni, nútíðinni og framtíðinni.

En hér sem ég er staddur, er alltaf á einni útvarpsstöðinni, það sem þeir kalla "Vinyl Countdown", en Stuðmenn koma þar því miður aldrei við sögu, en dagskráliðurinn er skemmtilegur eigi að síður.


mbl.is Stuðmenn og Auður í eina sæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband