Líklega hefur meiri "verðmætum" ekki verið stolið frá nokkrum einstaklingi, en einum af ríkustu mönnum heims

Auðvitað er auði heimsins misskipt, um slíkt verður ekki deilt. En hvort að eitthvað sé verulega rangt við það er önnur saga.

En samanburður Oxfam er ekki nauðsynlega rangur, en vissulega umdeilanlegur.

Það er ekki einu sinn minnst á að PPP jöfnuð.

Ekki heldur að stór hluti auðs "ríku kallanna" er í hlutabréfum fyrirtækja sem þeir eiga.  Sem myndu hugsanlega, jafnvel má segja líklega hríðfalla ef þeir byrjuðu að selja þau í stórum stíl. 

Það er þetta með traustið, og hugsanlega "bólupeninga".

Það er hægt að bera saman marga aðskiljanlega hluti.

Einn af ríkustu einstaklingum heims er t.d. Bill Gates.  Vissulega höfum við öll mismunandi skoðanir á Windows stýrikerfinu, en gerði auðsöfnun hans einhvern fátækari?  Ja, nema auðvitað nema um þá upphæð sem við flest höfum greitt (í hærra verði á tölvunum sem við höfum keypt) fyrir afnot af stýrikerfinu sem fyrirtæki hans, Microsoft hefur þróað.

En skyldi af einhverjum einstaklingi í sögunni, í gegnum það sama fyrirtæki, hafa verið stolið "verðmætum" að hærri upphæð?

Skyldi samtök s.s. Oxfam hafa haft betri áhrif á heiminn, en Microsoft og góðgerðarsamtök Bill Gates og Belindu konu hans? 

Svari hver fyrir sig.

Hvað skyldu laun þeirra starfsmanna Oxfam sem unnu umrædda skýrslu fyrir Oxfam(eða þeirra verktaka sem þau réðu) jafngilda mörgum árslaunum meðal konu í Afríku?

Hvað ætli meðal árslaun starfsfólks Oxfam séu?

Hvað skyldi hátt hlutfall af tekjum Oxfam fara til hjálparstarfs? Hvað er rekstrarkostnaðurinn hár?

Hvað skyldi rekstrarkostnaðurinn jafngilda meðal árslaunum margra kvenna í Afríku?

Þannig má leika sér með meðaltöl um víðan völl, það getur gefið af sér "sláandi fyrirsagnir".

En hver skyldi þróunin vera?

Hvað býr stór hluti jarðarbúa við sára fátækt?  Hvað bjó stór hluti við slíkt hlutskipti fyrir, 20, 30, 40, 50 árum síðan?

Hvað skyldi stór hluti jarðarbúa búa við fullt lýðræði?

Eftir því sem ég sá í nýrri skýrslu var það ca. 5.7%.

Það þýðir ekki að ríflega 94% jarðarbúa búi við einræði.

En það er víða pottur brotinn.

 

 


mbl.is 22 ríkir karlar ríkari en konur Afríku samanlagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband