23.1.2020 | 00:38
Blessaður hampurinn
Á meðal betri fjölmiðla á Íslandi er Bændablaðið. Það er ósjaldan sem ég les skemmtilegar og fróðlegar greinar þar um hin aðskiljanlegustu málefni. Oft á tíðum ekki nátengdar Íslenskum landbúnaði, jafnvel um plöntur sem lítt eru ræktaðar á Íslandi.
En ég mæli með vefsíðunni þeirra.
En þessi frétt þeirra er í raun stórkostleg. Ræktun á hampi á Íslandi er að skila góðum árangri, og sú landbúnaðarframleiðsla gæti orðið að að lítilli iðnaðarframleiðslu.
Hugsanlega stórri.
Það er einmitt svona hugsun og framtak sem er þörf fyrir sem víðast á Íslandi, kemur öllum til góða.
En hvað er það sem svo heyrist um að hið opinbera dragi lappirnar og standi í raun í vegi fyrir slíkri framþróun?
Er ekki tími til kominn að tengja með hampinn?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.