Corbyn tilkynnir að hann muni ekki leiða Verkamannaflokkinn í fleiri kosningum - leiðtogi Frjálslyndra demókratata nær ekki kjöri

Allt stefnir í að Verkamannaflokkurinn fái sín verstu kosningaúrslit í áratugi.  Afstöðu flokksins til Brexit og sósíalisma Corbyns hefur verið hafnað.

Persónulega fékk hann þó glimrandi kosningu í sínu kjördæmi, Islington.

En hann tilkynnti þegar þau úrslit voru kynnt, að hann myndi ekki leiða Verkamannaflokkinn í fleiri kosningum.

En hann segir ekki af sér tafarlaust, heldur hyggst leiða flokkkin í "uppgjöri við kosningaúrslitin" og þangað til nýr leiðtogi verður kjörinn.

Það bendir til þess að "Corbynistarnir" í flokknum muni reyna að halda völdum, hvort það tekst verður fróðlegt að sjá.

Það hafa verið fjöldi athyglisverðra úrslita í þessum kosningum.  Íhaldsflokkurinn hefur verið að taka kjördæmi sem hafa verið í höndum Verkamannaflokksins í áratugi, í sumum tilfellum hart nær öld.

Ef til vill er það táknrænt að fyrir stuttu var tilkynnt að fyrrum kjördæmi Tony Blair, hefði verið unnið af Íhaldsflokknum.

Það er líka athyglisverðar niðurstöður frá Skotlandi, þar virðist allt stefna í að Skoski þjóðarflokkurinn vinni slíkan yfirburðasigur að ljóst er að pólítíska andrúmsloftið í Englandi og Wales, stefnir í allt aðra átt en í Skotlandi.

Nú var tilkynnt að frambjóðandi Skoska þjóðarflokksins hefði sigrað leiðtoga Frjálslyndra demókrata.

Sigrarnir gerast ekki mikið sætari en þessi.

En úrslitin undirstrika þau vonbrigði sem Jo Swinson hefur valdið í kosningabaráttunni. Áfall fyrir Frjálslynda demókrata og Jo Swinson. Ólíklegt að hún verði leiðtogi til langs tíma.

 


mbl.is Corbyn ekki sætt ef útgönguspár rætast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband