Stefnir í risasigur Boris Johnson og Íhaldsflokksins?

Þá er búið að birta útgönguspánna í Bretlandi.  Ef hún stenst er um að ræða risasigur fyrir Íhaldsflokkinn og Boris Johnson.

Íhaldsflokknum er spáð 368 þingsætum, Verkamannaflokknum 191., Frjálslyndum demókrötum 13., Skoska þjóðarflokknum 55., Brexit flokknum engu, Plaid Cymru aðeins 3. og Græningjar einum þingmanni.

Úrslitin verða eflaust að einherju marki öðruvísi, en verði þau í þessa átt er um að ræða gríðarlegan sigur fyrir Íhaldsflokkinn og traustsyfirlýsingu fyrir hann og Boris Johnson.

Það er sömuleiðis erfitt með að sjá að Corbyn verði leiðtogi Verkamannaflokksins um langa hríð ef þetta gengur eftir.

Breska þingið ætti að verða með öðrum svip en verið hefur, ef niðurstaðan verður í þessa átt.


mbl.is Íhaldsmönnum spáð miklum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Takk fyrir þessa frétt kæri G.Tómas.

Helga Kristjánsdóttir, 13.12.2019 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband