23.7.2019 | 14:23
Óumflýjanleg niðurstaða
Ég held að það hafi verið augljóst og óumflýjanlegt að Boris Johnson yrði næsti leiðtogi Breska Íhaldsflokksins og þar með næsti forsætisráðherra Breta.
Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvernig honum kemur til með að ganga í embættti, en engin annar af þeim sem voru í framboði áttu (að mínu mati) möguleika á því að sameina flokksmenn að baki sér, sem og stóran hluta Breta, og svo auðvitað að standa við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Og Boris Johnson á góða möguleika á þessu öllu, en það er langt frá því gefið að honum takist það.
Það eru margir reiðubúnir til að leggja honum hjálparhönd, en ekki síður fjölmennur hópur sem óskar fás heitar en að honum mistakist og gefist upp.
Þar fer fyrir sjálft "Sambandið", mýmargir "Sambandssinnar" og svo stuðningmenn Verkamannaflokksins (þó að dágóður hluti þeirra sé fylgjandi Brexit), stuðningsmenn Skoska þjóðarflokksins og svo má lengi telja.
En það verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist í Breskum stjórnmálum á næstu mánuðum. Það er ekki ólíklegt að Johnson verði að boða til kosninga fyrr en áætlað er.
Það er áhætta, en kann að verða nauðsynlegt.
Gæti verið klókt á meðan Verkamannaflokkurinn er ennþá í lamasessi og nýr leiðtogi Frjálslyndra demókrata er enn nær algerlega óþekkt.
Það kæmi þá líka í ljós hvort að Nigel Farage og Brexit flokkurinn yrði til þess að koma Corbyn í stól forsætisráðherra, eða hvort að eitthvað samkomulag yrði gert á milli Íhalds- og Brexit flokkins, en orðrómur þess efnis hefur reglulega flogið fyrir undanfarna mánuði.
En það væri vissulega einig hættuspil fyrir Íhaldsflokkinn.
En það verður hart barist gegn Johnson, við höfum fengið forsmekkinn af því í baráttunni um leiðtogaembættið.
En það er nokkuð ljóst að það er engin lognmolla framundan.
Boris Johnson næsti forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.