Það er ekki krónan sem flýgur

Ein af  stóru fréttum vikunnar á "mörkuðum", er afkomuviðvörun Þýska flugfélagsins Lufthansa á mánudag. Þar er spáð mun minni hagnaði en áður. Félagið skilaði reyndar tapi á fyrsta ársfjórðungi, en hafði samt staðið við áætlun um hagnað, þar til nú að það tilkynnti að líklega yrði hann verulega minni.

Félagið sagði m.a.:  "Yields in the European short-haul market, in particular in the group’s home markets, Germany and Austria, are affected by sustained overcapacities caused by carriers willing to accept significant losses to expand their market share."

Önnur flugfélög sem skráð eru á markað, lækkuðu mörg hver einnig verulega. Einn greinandinn orðaði það svo:  "Over-capacity in the European short haul market, intense competition and the resulting pressure on fares can be blamed for the decline in profitability, whilst rising fuel costs are an added headache.

The sector always does a good job at competing away margins in the good times. No signs that anyone is prepared to reduce capacity therefore we would anticipate the wave of consolidation in European short haul is not over."

Hörð samkeppni, hækkandi eldsneytisverð og offramboð á flugsætum er talið valda erfiðleikum Lufthansa. Þeir erfiðleikar ná reyndar til býsna margra annara flugfélaga, líklega mætti segja stærri parts þeirra.

En þegar Íslensk flugfélög lenda í erfiðleikum eða leggja upp laupana, þá spretta óðara fram alls kyns "sérfræðingar" sem fullyrða að erfiðileikar þeirra stafi af Íslensku krónunni.  Væri hún ekki til staðar væru erfiðleikarnir hverfandi og flugélögin fljúgandi.

Allt verði betra með euro.

Þetta er ótrúlega skrýtnar og í raun hæpnar fullyrðingar að mínu mati.

Tvö flugfélög sem tengjast Íslandi hafa hætt starfsemi á undanförnum misserum.  Annað með megnið af starfsemi sína á Íslandi, en hitt með starfsemi að stærstum hluta í Danmörku og Lettlandi, ef ég man rétt.

Það er ekki út af engu sem það er grínast með að besta leiðin til að verða milljónamæringur, sé að vera milljarðamæringur og kaupa flugfélag.

Og nota bene, þau auðæfi eru ekki mæld í krónum.

En það er þó nokkur fjöldi flugfélaga sem hafa misst dampinn, og koma upp í hugan flugfélög svo sem Air Berlin og Germania, bæði staðsett í "hjarta" Eurosvæðisins, Þýskalandi.

Þau fengu augljóslega ekki "memoið" um að euroið væri lausn allra vandamála og fóru í þrot.

Air Germania meira að segja svo "ósvífið" að telja veikingu Eurosins eina af ástæðunum fyrir því að það varð gjaldþrota.

En það er ekki bara í tilfelli flugfélaga sem að euroið á að vera "töfralausn", því sem næst alltaf þegar Íslenskum fyrirtækjum gengur illa, vilja "sérfræðingar" kenna krónunni um.

Ýmsir halda því meira að segja fram að "bankarnir" sem fóru yfir um með eftirminnilegum hætti, væru enn starfandi bara ef Íslendingar hefðu haft euro.

Þeir virðast ekkert hafa heyrt um alla þá banka á Eurosvæðinu sem fóru á höfuðið, eða var bjargað með miklum tilkostnaði víða um lönd.

Það sama gildir um nærri öll fyrirtæki sem lenda í erfiðleikum á Íslandi, það eru alltaf "sérfræðingar" tilbúnir til að fullyrða að það sé krónunni að kenna.

Það er ekki gjaldmiðillinn sem gerir gæfumuninn, heldur hvernig staðið er að rekstrinum.

Vissulega fylgja bæði kostir og gallar sjálfstæðum gjaldmiðli, mismunandi eftir því hver sjónarhóllinn er.

En sameiginlegur gjaldmiðill sem er byggður á pólítískum grunni frekar en efnahagslegum getur verið afar hættulegur.

En það er mín tilfinning að þeir sem harðast berjast fyrir upptöku euros á Íslandi, hafi einmitt frekar pólítísk markmið en efnahagsleg.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef hvergi séð neinn reyna að skýra fall WOW air með vísan til krónunnar. Reksturinn var bersýnilega í molum. En það merkir ekki að krónan valdi ekki ákveðnum vandræðum. Vandræðin sem krónan skapar liggja fyrst og fremst í því hversu mikið hún sveiflast gangvart gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar. Það gerir það erfiðara að áætla fram í tímann og þetta á sérstaklega við um útflutningsfyrirtæki sem bera mikinn kostnað í krónum.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.6.2019 kl. 21:29

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Ég hef nú lesið þetta hér og þar, festi það svo sem ekki í minni, en einföld aðstoð Hr. Google, leiddi fram t.d. þetta hér:  https://www.hringbraut.is/frettir/audvitad-felldi-kronan-wow

Og svo meira svokallaða "hundablístrutaktít" eins og hér:  https://xs.is/vidburdur/wow-thessi-krona/

En þetta kemur nær alltaf fram með einum eða öðrum hætti ef Íslensk fyrirtæki eiga í einhverjum erfiðleikum.

En það er rétt hjá þér að vissulega skapa sveiflur á gjaldmiðlum alltaf einhver vandræði, rétt eins og forstjóri Germania taldi gengissig eurosins gagnvart dollar einn af áhrifavöldum þess að félagið fór á höfuðið.

En að tengja sig fast við sveiflur ákveðins myntsvæðis er lausn fyrir einhverja, og skapar vandkvæði fyrir aðra.

Það má halda því fram að binda t.d. krónuna við US$ myndi henta einhverjum ákaflega vel, og myndi til lengri tíma án efa auka viðskipti við Bandaríkin, sem yrðu áhættuminni.

Og þar komum við einmitt að pólítíska markmiðinu.

G. Tómas Gunnarsson, 20.6.2019 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband