Eina von Íhaldsflokksins?

Boris Johnson vann fyrstu umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins með yfirburðum, en það er þó ekki gefið að hann endi uppi sem leiðtogi flokksins.

Get BorisNú, rétt eins og síðast, fer all maskína þeirra forystumanna Íhaldsflokksins, sem eru "Sambandssinnar" af krafti í það að koma í veg fyrir að Boris verði formaður.

En það gæti reynst of erfitt í þetta sinn.

Æ fleiri þingmenn eru líklega þeirra skoðunar að Boris Johnson sé eini leiðtoginn sem auki möguleika þeirra á því að ná endurkjöri.  Og ég tel líklegt að hann sigri ef kosningin færist til almennra félagsmanna.

En hver vegna Boris?

Jú, vegna þess að hann er líklega sá af þeim sem í framboði eru, sem hinn "almenni íhaldsmaður" mun fylkja sér á bakvið.

Sá sem getur keppt við Nigel Farage og Brexit flokk hans um atkvæði.

Hann er sá sem er líklegastur til að koma "Brexit" í framkvæmd, hvað sem tautar og raular.

Ekkert mun þó breyta því að næstu misseri munu verða Íhaldsflokknum erfið. Theresa May hefur komið honum í þá stöðu að um nokkrar leiðir er að ræða, en enga góða.

En Boris er að mínu mati eina von Íhaldsflokksins nú, til að reyna að endurheimta fyrri stöðu.

Að öðrum kosti er líklegt að Íhaldsflokkurinn og Brexit flokkurinn skipti með sér atkvæðum á þann hátt að jafnvel Jeromy Corbin eigi möguleika á því að tryggja Verkamannaflokknum sigur, eða í það minnsta samsteypustjórn með Frjálslyndum demókrötum.

 

 

 


mbl.is Johnson hlutskarpastur í fyrstu umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband