Þegar Alþingi missti virðingu mína

Það hefur mikið verið rætt um virðingu Alþingis undanfarin ár, ef til ætti frekar að segja að rætt hafi verið um skort á virðingu Alþingis.

Ég hygg að umræddur skortur sé staðreynd, og skoðanakannir virðast staðfesta að svo sé.

En það er alls ekki svo að í umræðunni sé samstaða um hvers vegna virðingu þingsins fari svo þverrandi, enda er líklega um margar samþættar ástæður að ræða.

Ég ætla heldur ekki að draga það í efa að margir hafa margar mismunandi ástæður fyrir því að Alþingi hafi misst virðingu þeirra.

Líklega ekki eins margar og þeir eru sem hafa misst virðingu fyrir Alþingi, en samt margar ólíkar ástæður.

En hjá mér var það fyrst og fremst einn atburður sem varð þess valdandi að virðing mín fyrir Alþingi þvarr eiginlega gjörsamlega, og þó hún hafi náð sér á strik síðan, hefur hún eiginlega ekki borið sitt barr.

Það gerðist í miðju "IceSave" karpinu.

Meirihluti alþingismanna virtist þá reiðubúinn til þess að samþykkja "IceSave I" án þess að fá að sjá samninginn.

Það er varla hægt að gefa Alþingi mikið stærra högg.

Ekki löngu síðar samþykkti síðan meirihluti alþingismanna, í einstaklega fláræðri atkvæðagreiðslu, að halda pólítísk réttarhöld yfir Geir H. Haarde.

Ég held að Alþingi hafi aldrei sokkið lægra en í þessum tveimur tilfellum, en öðru þeirra tókst þó að afstýra.

Enn sitja þó nokkrir af þeim sem svo um véluðu á þingi og hafa sumir þeirra vegtyllur góðar og jafnvel auknar.

Þetta vegur mun þyngra í mínum huga en nokkuð málþóf, illmælgi á öldurhúsum, klæðaburður eða skóleysi.

Sjálfsagt hafa aðrir svo allt aðrar ástæður og sumir bera líklega, en samkvæmt skoðanakönnunum, fjölgar þeim hægt. 

Og málið er þess efnis að það segir lítið að skipa nefnd um málið.  Það segir þó ef til vill eitthvað um alþingismenn að einmitt það skuli hafa verið gert.

Gleðilega þjóðhátíð.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svipurinn á þeim eins og djövóöir,en áttu ekki lítinn þátt í sjálfir,

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2019 kl. 03:44

2 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Ekki gleyma því að þrátt fyrir að Æseif væri kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá dugði það ekki til að þáverandi ríkisstjórn segði af sér og að boðað yrði til kosninga hið snarasta !
Það er að mínum dóm hneyksli aldarinnar.

Þórhallur Pálsson, 18.6.2019 kl. 15:16

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sammála, en þökk sé guði að reiðin bar okkur ekki ofurliði í öfga átök,eins og tíðkast víða erlendis.

Frá þeim tíma höfum við séð útvíkkunar gjörning gjörbreytts Evrópusambands og þökk sé þeim sem hafa augun opin fyrir raforkugræðgi þess. Sem betur fer er tilskipunin ekki langra komin á leið og er því hægt um vik að framkvæma þriðjapakkarof....og kristin þjóð siglir áfram í sátt. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2019 kl. 03:45

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Helga, þakka þér fyrir þetta.

@Þórhallur, vissulega má halda því fram að rétt hefði verið að efna til kosninga, ef ekki eftir fyrstu IceSave atkvæðagreiðsluna, þá í það minnsta eftir þá síðari.

Því það var ljóst að það var ekki eingöngu ríkisstjórn sem kominn var í andstöðu við megnið af kjósendum, heldur lang stærstur hluti Alþingis.

En það er ekkert sem skyldar ríkisstjórn til þess ef nægur fjöldi þingmanna styður hana.

Og þar situr hnífurinn í kúnni, ef svo má að orði komast.

Ef þingmenn hika ekki við að ganga gegn meirihluta kjósenda, "vegna þess að þeir telja sig vita betur", er þess oftast ekki langt að bíða að virðingin þverri.

G. Tómas Gunnarsson, 20.6.2019 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband