Hugrekki, herstyrkur og hugkvæmni

6. júní er merkisdagur í sögunni, innrásin í Normandy var ótrúlegt afrek, byggt á herstyrk, hugkvæmni en ekki síst hugrekki, bæði þeirra sem skipulögðu og þeirra sem stóðu í fremstu víglínu.

Eftir að Bandamenn náðu fótfestu í Normandy, var það spurning um hvenær, en ekki hvort Þjóðverjar biðu ósigur.

Margir voru fullir bjartsýni og töldu stríðinu ljúka fyrir jól, en aðrir sáu fyrir sér lengri baráttu.

Sagan hefði líklega þróast á annan veg, hefði sigur ekki unnist í Normandy.

En það var barist af hörku og öllu beitt sem finna mátti í vopnabúrum.

Og baráttan kostaði fjölda mannslífa, Bandaríkjamanna, Kanadamanna, Breta, Þjóðverja og síðast en ekki síst Frakka.

Talið er að fleiri óbreyttir borgarar (Frakkar) en hermenn Bandamanna hafi látið lífið á fyrstu dögum innrásarinnar.

Hernaður er hvorki "heiðarlegur" eða nákvæmur.

En stundum er "gjaldið" sem þarf að greiða hátt, en engu að síður réttlætanlegt.

 

 

 


mbl.is Dagurinn sem réði örlögum Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Uppi voru kenningar af æðstu mönnum bandamanna eftir stríð að hefði innrásin dregist um 6 mánuði þá hefðu Þjóðverjar unnið stríðið. Ekki síst vegna nýunga í hernaðartækni. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 7.6.2019 kl. 07:28

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Án Normandí-innrásarinnar hefði stríðið dregist lenngur, örugglega.  Og meira lent á Rússum.

Rússar þurftu þetta mest.  Vegna þess að fyrir þetta var þýzkarinn bara í fríi í Frakklandi.  Ekkert að ske þeim megin.

Rússar hefðu tekið þetta, þeir voru fleiri, með meiri framleiðzlugetu.  Bara tímaspursmál.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.6.2019 kl. 10:50

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarni, þakka þér fyrir þetta. Ég hef heyrt kenningar í svipaða átt, en mun betri rök í hina áttina. Vissulega stóðu Þjóðverjar sig afar vel í tækniþróun, en aðgangur þeirra að hráefnum til að koma þeim í notkun eða fjöldaframleiðslu var mjög takmarkaður.

Að mörgu leyti voru til þess að gera einföld hergögn, fjöldaframleidd ein af grunnstoðum sigurs Bandamanna. Síðan má ekki gleyma flutningagetu þeirra, fjöldi trukka, jeppa, og flugvéla, orustu-, sprengju- og flutningavéla, s.s. DC3, (þær voru skemmtilegar myndirnar frá Reykjavíkurflugvelli nú á dögunum).

Stíf, sn slök herstjórn Hitlers var svo annað sem lagðist á þann veg að var Bandamönnum til hagsbóta.

En því lengur sem árásin hefði dregist, því erfiðari hefði hún orðið, ekki síst vegna þess að Þjóðverjar unnu hörðum höndum, undir stjórn Rommels, að því að styrkja varnir sínar á ströndum Frakklands.

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Það þurftu allir á innrásinni í Normandy að halda, ef svo má að orði komast.

En reyndar batt hættan á innrás í Normandy ótrúlega stóran her.  Það er til dæmis áhugvert að bera saman her sem Þjóðverjar höfðu við ströndina, saman við her sem þeir skildur eftir í Póllandi þegar þeir réðust inn í Frakkland.  Þá voru þeir auðvitað í bandalagi við Rússa og þurftu ekkert að óttast þeim megin.

Loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á Þýskaland, bundu líka ótrúlega mikið of mönnum og hergögnum. Orustuflugvélar sem hefðu nýst vel á Austurvígstöðvunum voru bundnar í Vestri, Þýskalandi og Frakklandi. Loftvarnabyssur sem sömuleiðis hefðu komið sér vel, s.s. 88mm byssurnar, sem voru.  Ótrúlega hátt hlufall af hergagnaframleiðslu Þjóðverja fór í loftvarnir.

Auðvitað voru Sovietmenn fleiri (en þó ekki svo mikið ef tekið er tillit til þess hve hátt hlutfall íbúa þeirra var á Þýsku yfirráðasvæði), sömuleiðis, þó að framleiðslugeta þeirra í stríðinu í heild hafi verið mun meiri en Þjóðverja, var það ekki svo seinni hluta ársins 1941.

Þá kom aðstoð Breta og Bandaríkjamanna í góðar þarfir, en það voru ekki bara hefðbundin hergögn sem komu Sovétinu að góðum notum heldur einnig "hergögn" eins og stígvél og niðursoðin matur.

En það þarf marga samhæfða þætti til að vinna stríð.

G. Tómas Gunnarsson, 7.6.2019 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband