Dýrt á Íslandi - með strætó á milli landshluta

Síðasta færsla hér fjallaði um hve mikið hagstæðara væri að taka bílaleigubíl heldur en fjöldasamgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.

En hvað ef ferðin liggur áfram, frá Reykjavík til Akureyrar?

Er ekki sniðugt að taka strætó?

Enn og aftur er leiga á bíl mikið hagstæðari.

Á heimasíðu Strætó má finna eftirfarandi upplýsingarLeiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar keyrir í gegnum 22 gjaldsvæði. Þess vegna er verðið milli Reykjavíkur og Akureyrar 10.340 krónur (470 x 22) eða 22 strætómiðar."

Fram og til baka á milli Reykjavíkur og Akureyar kostar með öðrum orðum, 20.680, eða 41.260 fyrir tvo.

Eins og kom fram í síðasta pistli, kostar 6 daga leiga á bíl ódýrasti kostur í ca, 21.000, en algengt verð var í kringum 24.000.

Hvort er nú líklega að ferðamaðurinn velji?  Að hafa bíl í 6. daga eða taka strætó á milli Reykjavíkur og Akureyrar?

Frelsi bílsins, möguleiki á því að fara í Mývatnsveit, skreppa til Dalvíkur, Ólafs- og Siglufjarðar, renna við á Húsavík?

Hvað skyldi Strætó á alla þessa staði kosta?

Frelsi og þægindi á móti strætó?

Það er rétt að hafa í huga að samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef borga farþegar aðeins u.þ.b. 40% af rekstrarkostnaði Strætó á landsbyggðinni, en ég tek fram að ég veit ekki hvernig hlutfallið er á leiðinni Reykjavík - Akureyri, en það getur vissulega verið misjafnt á milli leiða.

Enn á ný fá fjöldasamgöngur (almenningssamgöngur) á Íslandi falleinkun.

Í dæmum sem þessum virðast þær fyrst og fremst auka vegslit og svifryk.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband