28.5.2019 | 18:22
Dýrt á Íslandi, eða ekki?
Það er mikið rætt um að ferðafólki finnist flest dýrt á Íslandi og má það sjálfsagt til sannsvegar færa. Það má líka velta því fyrir sér hvort að það eigi ekki að vera dýrt að koma til Íslands, en margur myndi líklega segja að fyrr megi nú rota, en....
En því finnst mörgum ferðamanninum áríðandi að reyna að spara á ýmsum sviðum.
Ég sá til dæmis frétt á Visi, þar sem fjallað var um hækkun á fargjöldum flugrútunnar. Nú kostar víst 6500 að fara til Reykjavíkur og til baka.
Það er frekar dýrt að margra mati.
Nú vill svo til að ég hef verið að aðstoða kunningjafólk mitt við að undirbúa Íslandsferð, þau ætla að vera á Íslandi í 6. daga.
Ódýrasti bílaleigubíllinn sem ég fann fyrir þessa 6. daga var 21.000, en algengt verð í kringum 24.000. Síðan mátti auðvitað finna verð upp úr.
Að fara fram og til baka með rútu kostar því frá einum fjórða yfir í ríflega 30% af því að hafa bíl í 6. daga.
Þar sem þau þyrftu tvo miða í rútuna, er rútuverðið komið langt yfir helming af leiguverði bílsins, en jafnvel fyrir einn er bílaleigubíll aðlaðandi kostur.
Ekki hef ég þó heyrt neinn tala um að bílaleigubílar á Íslandi séu óeðlilega ódýrir.
Þannig að þetta er auðvelt val.
Enn og aftur eru fjöldasamgöngur á Íslandi að fá afleita einkunn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
15.12.2015:
"Ef svo fer fram sem horfir gæti hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar verið komin í gagnið eftir átta ár.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa möguleikann til skoðunar."
"Fluglestin - þróunarfélag ehf. hefur uppi áform um hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar.
Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.
Að hraðlestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kadeco og Efla."
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ)
Þorsteinn Briem, 28.5.2019 kl. 21:24
7.7.2014:
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) skilar allt að sextíu milljarða króna ábata - Ferðatíminn um korter
Þorsteinn Briem, 28.5.2019 kl. 21:26
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) við Hringbraut:
Þorsteinn Briem, 28.5.2019 kl. 21:28
@Þorteinn, þakka þér fyirr þetta. Það hafa margir Íslendingar í gegnum tíðina verið haldnir svokölluðu "tjú tjú" blæti. Persónulega hef ég enga trú á þessu um all langa framtíð.
Það þarf ekki að sjá nema hugmyndir um fargjald: "Fargjald er áætlað á bilinu 800 til 3.800".
Þetta var árið 2014 (í tenglinum sem þú settir hér inn).
Hærra fjargjaldið er þá líklega fyrir þá sem ferðast "einu sinni"; s.s. ferðamenn. Svo kostar líka að koma sér til og frá BSÍ.
Það þarf ekki að reikna lengi til þess að sjá að fyrir ferðmenn væri þá bílaleiga enn þá vænlegri kostur.
Skoðaðu t.d. hvað kostar að fara með Strætó á milli Reykjavíkur og Akureyrar, og er strætó þó niðurgreiddur, fyrir þó nokkra milljarða á undanförnum árum.
Fjöldasamgöngur (almenningssamgöngur) eru í flestum tilfellum ekki samkeppnishæfar við einkabílinn á Íslandi, og þá er ekki byrjað að reikna út kostnaðinn við tíma og aukin þægindi.
G. Tómas Gunnarsson, 28.5.2019 kl. 22:27
Steini Briem: Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.
Búi þessi einstaklingur einhverstaðar í Reykjavík, þá tekur það hann 20 til 40 mín. Að komast á bílnum sínum á lestarstöðina og finna bílastæði.
En sleppi hann lestarstöðinni, þá tekur það hann 30 til 40 mín að komast á leiðarenda og finna bílastæði. Á lestarstöðinni þarf að kaupa farseðil (gengur misjafnlega hratt í Evrópu, veit ekki hvernig hér) og svo kemur bið tíminn með pulsu og kók, eða popp og kók eða annað og kók.
En ef þú ert svangur landsbyggðar maður þá færð þú þér a.m.k þrjár pulsur og hendir helmingnum af brauðinu, Pulsubrauð er að meginstofni loft og af því eigum við Íslendingar alveg nóg og þurfum þess vegna ekkert endilega kaupa bakað loft með pulsu.
Niðurstaðan er að ef þú ert ekki fullur, þá er bíllinn þinn bestur og þannig virkjar þú best fjárfestinguna sem í honum liggur.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.5.2019 kl. 07:55
@Hrólfur, þakka þér fyrir þetta. Sérstaklega þessa innsýn í matar og pylsur (það á að segja pylsur), landsbyggðarmanna.
Það er í sjálfu sér ekkert vandamál að leysa farmiðadæmið með sjálfvirkni og það má kaupa miða á netinu(eða í auto kioskum) og sýna þá við sjálfvirk hlið.
En það er alveg rétt að pylsan er ekki etin, þó að komið sé á brautarstöð, engin endar ferðina þar.
G. Tómas Gunnarsson, 29.5.2019 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.