Þjóðaratkvæðagreiðsluígildi?

Stóðst ekki freistinguna að búa til hálfgert orðskrípi sem fyrirsögn, sjálfsagt ekki til eftirbreytni.

En það verður fróðlegt að fylgjast með kosningum til Evrópu(sambands)þingsins í maí. Fyrst og fremst í Bretlandi, en einngi víða í "Sambandslöndunum".

Þessar kosningar, sem svo margir vildu forðast að færu fram í Bretlandi verða án efa spennandi og baráttan verður hörð.

Það verður fróðlegt að sjá hver kosningaþátttakan veður og hvort hún muni aukast, en oft hefur hún verið frekar döpur.  Þátttakan árið 2014 var 35.6%, og jókst lítillega frá kosningum þar á undan.

Til samanburðar var þátttakan í síðusut þingkosningum í Bretlandi (2017) rétt tæp 69%. En kosningaþátttaka (í þingkosningum) hefur heldur verið að aukast í Bretlandi, frá árinu 2001, en þá fór hún undir 60%.

En það er spurning hvað stóru flokkarnir eru reiðubúnir til að eyða í kosningabaráttu, Evrópu(sambands)þingið hefur aldrei verið hátt skrifað og ef aðeins er verið að kjósa til 6. mánaða eða svo, hefur það takmarkað gildi.

En gefur kjósendum vissulega tækifæri til að sýna hug sinn og senda skilaboð til stjórnvalda.

Ég spái því að megnið af UKIP fylginu eigi eftir að færa sig yfir til Brexitflokksins og sjálfsagt hefur hann eitthvað af fylgi bæði frá Íhalds- og Verkamannaflokknum.

Sést hafa hvatningar í þá átt að "Sambandssinnar" sameinist um framboð, eða vinni saman á einhvern hátt og verður fróðlegt að sjá hvort að eitthvað verði af því.

En ef svo yrði gætu kosningarnar orðið að einhverskonar "þjóðaratkvæðagreiðsluígildi".

Sumir segja að þessar kosningar verði ekki aðeins "in May", heldur einnig "about May".

Sveitastjórnarkosningar verða svo í stórum hluta Englands og N-Írlands þann 3ja maí. Í þeirri kosningabaráttu hefur Íhaldsflokkurinn einnig átt frekar undir högg að sækja, og Theresa May ekki auðveldað þeim að ná til kjósenda.

Það eru því spennandi tímar framundan í Breskum stjórnmálum og hörð barátta framundan innan flokka og utan.

Svo er það hrekkjavakan í október, sem verður líklega meira spennandi í Bretlandi í ár en nokkru sinni fyrr, nema auðvitað að Bretum takist að mjaka sér úr "Sambandinu" áður.

En það er ljóst að margir Bretar hafa hugsað sér að "eggja" sitjandi stjórnmálamenn í komandi kosningum.

 

 


mbl.is Brexit-flokkurinn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband