Kurteisi borgar sig

Það er rétt af Baldvini Þorsteinssyni að biðjast afsökunar á framgöngu sinni og orðavali. Það er nauðsynlegt að ganga fram af kurteisi og hógværð undir kringumstæðum sem þessum.

Leiðinleg framkoma og dónaskapur dregur athygli frá góðum málstað og gerir ekkert nema að færa andstæðingum betri vígstöðu.

En mér þykir þó ótrúlega mikið gert úr þessu atviki. Talað er um að lagðar hafi verið hendur á seðlabankastjóra og þar fram eftir götunum.

Það þykir vel í lagt og augljóslega verið að reyna að magna upp storm í tebolla þjóðfélagsins.

En hitt er rétt að hafa í huga að kurteisi kostar ekkert og er því yfirleitt fljót að borga sig.

En Baldvin biðst afsökunar á framgöngu sinni.

Er það ekki meira en seðlabankastjórinn hefur gert?


mbl.is „Kumpánlegur“ bankastjóri óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband