Fjölgar á Íslandi, en meiri sundurgreining væri fróðleg

Það er gott að lesa að það fjölgi á Íslandi, ég held að það sé landi og þjóð til heilla.

Eins og kemur fram í þeirri frétt sem þessi færsla er hengd við, er svo gott sem jafnvægi á milli Íslendinga sem búa erlendis og þeirra erlendu ríkisborgara sem búa á Íslandi.

Íslendingarnir erlendis hafa þó vinningin sem nemur 3000 einstaklingum.

En það væri fróðlegt að vita meira um báða þessa hópa. 

Hvernig skiptast þeir á milli kvenna og karla?  Hversu margir innan hópanna eru undir 18. ára aldri?  Hvað margir eru undir 30. ára aldri?

Það kemur fram hjá Hagstofunni að karlmönnum fjölgar hraðar en konum og eru þeir all nokkuð fleiri.

Síðan má velta fyrir sér upplýsingum eins og hve margir af hópunum bjuggu á Íslandi, fyrir 3. árum, fyrir 5. árum, fyrir 10. árum?

Einnig má velta fyrir sér upplýsingum eins og hve margir af þeim Íslendingum sem búa erlendis hafa erlendan uppruna?

Því meiri upplýsingar sem eru á reiðum höndum er auðveldara að gera sér grein fyrir samsetninug þeirra og hvað er hægt að gera til mæta þörfum þeirra.

Eða hvort að það er ástæða til.


mbl.is 47 þúsund Íslendingar búa erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband