Tvær vísbendingar um að lægra verð virki

Það hefur eins lengi og ég man eftir mér alltaf verið mikið rætt um verðlag á Íslandi.  Gjarna um að það sé alltof hátt.

Hér eru hinsvegar tvo dæmi um að lækkun verðs virki, annars vegar í þeirri frétt sem þessi færsla er hengd við og fjallar um Þrjá Frakka og svo hinsegar í þessari frétt, þar sem sagt er frá stórfelldri verðlækkun á Stella Artois bjór.

Nú ætla ég ekkert að fullyrða að allir geti lækkað verð með svo myndarlegum hætti, en það er þekkt staðreynd að verð spilar stóra rullu í ákvörðunum væntanlegra viðskiptavina um hvar viðskipti þeirra enda.

Flestir líklega að leita að hinu þekkta jafnvægi gæða og verðs, sem vitanlega er misjafnt eftir einstaklingum hvar liggur.

En það er líka ljóst að launakostnaður sem hlutfall af sölu lækkar með aukinni traffík og aukin sala styrkir sömuleiðis stöðuna gagnvart birgjum og getur hugsanlega leitt til hagstæðara innkaupsverðs.

Nú þegar veitingamenn kvarta undan samdrætti, þykir mér líklegta að eitthvað verði undan að láta, ekki hvað síst fjöldi veitingastaða.

Þá munu líklega þeir lifa sem lækka verð og laðað að sér fleiri viðskiptavini.  Þeir sem ganga á undan eiga mun meiri möguleika og ekki skaðar að fá feiknagóða umfjöllun í fjölmiðlum um lækkanirnar.

Margir veitingastaðir eru þó líklega í nokkurs konar "gildru", þar sem leiga tengist veltu, meira velta þýðir þá því hærri leigu. 

Þeir munu eiga erfitt uppdráttar.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Umferðin jókst um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband