Brexit frestað til loka kjörtímabils Evrópu(sambands)þingsins?

Nú hefur Theresa May óskað eftir frestun á útgöngu til 30. júní.  Dagsetningin er líklegast ekki tilviljun, enda rennur kjörtímabil Evrópu(sambands)þingsins út þann dag. 

Þó að kosningarnar séu haldnar seint í maí, og þingfundir hætti stuttu áður er kjörtímabilið út júní og nýtt þing kemur að mig minnir saman 1. júlí.

Hvort að þessi dagsetning yrði talin duga til þess að Bretar myndu ekki kjósa sér þingmenn í lok maí, ætla ég ekki að fullyrða um, en þó myndi ég telja að þeir yrðu að kjósa, enda yrðu þeir ennþá "þegnar" í "Sambandinu" þegar kosningin færi fram.

En þeirra þingmenn yrðu þá líklega "afskráðir" áður en til þess kæmi að þeir tækju sæti á þinginu.  Þannig að kosningin myndi líklega falla "dauð".

Það gæti hins vegar gefið undarleg úrslit, því áhuginn á kosningunum gæti verið lítill, sem og áhugi stjórnmálaflokka að eyða miklu fé í framboðsbaráttu.

En það er auðvitað ekki gefið að "Sambandið" samþykki þessa frestun og Frakkar eru þegar byrjaðir að gefa slíkt í skyn og vilja setja skilyrði.

Eins og staðan er í Breska þinginu get ég ekki séð að May geti auðveldlega gefið "tryggingar" fyrir því að samningar verði samþykktir.

Slík "trygging" er ekki mikils virði fyrr en samþykktin liggur fyrir.

Það er því varla hægt að segja að líkurnar á "hörðu Brexit" hafi minnkað, en ef til vill þykir May það einhvers virði pólítískt ef að "höfnunin" færist yfir til "Sambandsins".

Hún verður þá trauðla sökuð um að hafa ekki reynt til þrautar.

 

 

 

 

 


mbl.is May óskar eftir að fresta Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Tómas ég held að Kerlingin merji þetta í gegn en hún er búinn að standa sig vel .

Valdimar Samúelsson, 20.3.2019 kl. 22:20

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Valdimar, þakka þér fyrir þetta.  Ég er nú ekki sammála því að Bretar, nú eða May hafi staðið sig sérstaklega vel.  Vissulega er takmarkað hverju er hægt að ná fram gegn samningsaðila sem hefur meiri áhuga á því að sýna mótaðilanum í "tvo heimana".  Enda þarf "Sambandið" á því að halda að sýna öðrum aðildarríkjum að það borgi sig ekki að hverfa á braut.

Ég held að það styttist í að May hverfi á braut.

Eins og einhver Bretinn sagði nýlega, þegar var talað um dagsetningar varðandi "Brexit", "I would prefer the end of May".

En May fær háa einkunn fyrir þrautseigju.

G. Tómas Gunnarsson, 21.3.2019 kl. 14:10

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Bretar eiga ekki láta ESB svínbeygja sig, þeir eiga að halda sínu striki jafnvel þó þeir fari út án samnings. Það yrði ESB til hagsbóta að gera samning við Breta eftir Brexit, en það má ekki leyfa þeim að setja ofurkosti í slíkum samningum.

May hefur verið ESB eftirgefanleg og það sjá margir þingmenn Íhaldsflokksins, þeir eru ekki tilbúnir að láta fara illa með sig. Það má ekki leyfa ESB fara fram með yfirgangi, það þarf að fara að setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Yfirgangur ESB hefur verið yfirgengilegur í þessu máli sem og öðrum, við Íslendingar þekkjum það mæta vel.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.3.2019 kl. 14:34

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já Tómas May er þrautseig en hún er með andstæðinga á báðum vístöðum. Ein manneskja getur ekki gert allt upp á eigin spýtur það er rétt. Ég tek undir nafna þinn Bretar verða að standa í lappirnar og allir sem einn. Ég held að þeir vakni upp fyrr en síðar.

Valdimar Samúelsson, 21.3.2019 kl. 15:52

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 @Tómas, þakka þér fyrir þetta. Samingar eru af hinu góða ef þeir eru báðum aðilum hagstæðir og þeir ganga sáttir frá borði.

Það verður líklega ekki raunin hér.

"Sambandið" á mikil viðskipti við Breta og selur þeim meira en keypt er frá þeim.

May hefur reynt að þóknast "mörgum" og eins og oft vill verða undir slíkum kringumstæðum, verður enginn ánægður.

@Valdimar, þakka þér fyrir þetta. Vissulega hefur May andstæðinga á báðar hendur, það má nú reyndar segja að það sé frekar regla en undantekning með stjórnmálamenn, nema þá sem eru á jaðrinum.

En leiðtogar geta náð að fylkja ólíkum skoðunum að baki sér, en því hefur May ekki náð.

En það er vissulega tímabært fyrir Breta að vakna, en það er ómögulegt að segja í raun, hvað þeir hafa undirbúið sig, því góðir "spilarar" sýna aldrei öll spilin, fyrr en í endann.

En hitt getur líka verið að Bretar séu í raun jafn illa undirbúnir og virðist.  Slíkt myndi þá fyrst og fremst skrifast á May.

G. Tómas Gunnarsson, 21.3.2019 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband