Bretar vilja úr "Sambandinu"

Vissulega er affarasælast að reyna samningaleið, ef hún er í boði.  En Íslendingar ættu að minnast þess, og vita, að enginn samningur er betri kostur en slæmur samningur.

Bretar ættu að vita það líka og ef marka má þessa skoðanakönnun þá er það svo.

En "Brexit" hefur klofið Breska stjórnmálaflokka og hefur sömuleiðis ítrekað sýnt fram á "gjá" á milli kjósenda og þeirra sem þeir kusu til þingsetu.

Ég er sammála þeirri skoðun sem kemur fram í skoðanakönnuninni, að hagsmunum Breta verði til langframa betur borgið með því að yfirgefa "Sambandið" án samnings, en það mun taka lengri tíma heldur en ef samið yrði með sameiginleg viðskipti að leiðarljósi.

En hvernig til tekst með viðskilnaðinn ræðst auðvitað ekki síst af því hvernig Bretar halda á spöðunum á næstu árum.  Ástandið í Breskum stjórnmálum gefur í sjálfu sér ekki tilefni til mikillar bjartsýni.

Þar eru "flestar hendur" upp á móti hvor annari og erfitt að sjá að ríkisstjórn Teresu May takist að fylkja þingmönnum að baki sér.

Þingkosningar þurfa ekki að fara fram fyrr en í maí 2022, en það er auðvelt að sjá fyrir sér að þær verði haldnar fyrr.

En í vor (maí) verður gengið til kosninga í fjölmörgum sveitarstjórnum og þó "Brexit" sé ef til vill ekki stærsta málið þar, er ekki ólíklegt að frammistaða stjórnmálaforingja skipti þar máli.

Aðrar kosningar sem enginn veit svo nákvæmlega hvernig á að höndla, ef Bretar fara að fresta útgöngu, eru kosningar til Evrópu(sambands)þingsins í vor. Flestir eru þó sammála um að ef Bretar eru ekki formlega komnir úr "Sambandinu" fyrir þær kosningar, hljóti þeir að kjósa sér fulltrúa eins og aðrar "Sambandsþjóðir".

Margir innan "Sambandsins" óttast að ef Bretar muni kjósa þingmenn, komi til stórsigurs "Euroskeptika", enda ljóst að stór hluti Breskra kjósenda er ekki ánægður með framgöngu "stjórnmálastéttarinnar" í hvað varðar "Brexit".

Persónulega á ég erfitt með að sjá hvað muni ávinnast með frestun, mér þykir ólíklegt að samningum sem búið er að vinna að í um tvö ár, verði breytt á fáum mánuðum.

Ég sé heldur ekki fyrir mér að Bretar efni til annarar þjóðaratkvæðagreiðslu, þó að ekki sé hægt að útiloka slíkt.

En það er spurning hvernig verður höggvið á þá pattstöð sem nú ríkir.

Breska þingið virðist ekki sammála um neitt, nema að engin leið sé fær.

En ef ekkert er að gert, hlýtur að koma til útgöngu - án samnings.

 


mbl.is Óttast ekki Brexit án samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 "Sambandið" er einmitt með þá "stragedíu" að draga úrsögnina eins mikið á langinn og kostur er, með óbilgirni sinni og ruddaskap. Neyða þannig og niðurlægja Breta til að kjósa til viðbjóðsins fyrir útgöngu. Þá skapast draumastaða fyrir Fjórða Ríkið, sem tryllist af kæti og nær þannig markmiðum sínum, hundrað prósent. Enginn skal komast undan þessari skelfilegu reglugerðarkjaftæðisforarvilpu og embættismannaparadís komast, hvað sem tautar eða raular, þá þeir hafa inn gengið. ESB er Adolf Hitler nútímans, nema í þetta sinn þarf engar útrýmingarbúðir. Aumingjagangur og undirlægja stjórnmálamanna fyrir embættismannaelítunni, sem lifir í vellystingum reglugerðakjaftæðisins í áður frjálsum ríkjum Evrópu gerir það að verkum að sigurs "Sambandsins" verður í sögubókum munað eftir sem einhverjum best heppnuðu landvinningum sögunnar, þar sem sáralítið blóð rann. Minnst þó hjá stjórnmálamönnunum, sem almenningur kaus til að gæta hagsmuna sinna. Þeim aulum (altso stjórnmálamönnunum) myndi ekki blæða fyrr en eftir viku, ef þeir skæru sig.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.3.2019 kl. 03:13

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, þakka þér fyrir þetta.  "Sambandið" er í kreppu og hefur verið það um all langa hríð.  Það er lífspursmál fyrir það að sýna aðildarríkjunum fram á að það sé eitthvert gagn að vera "Sambandsríki" og auðveldustu leiðina til þess telur það að "refsa" Bretum eins harkalega og mögulegt er fyrir "ósvífnina".

En Bretar hefðu sömuleiðis getað haldið betur á sínum málum, en það má líka halda því fram að "Sambandssinnar" væru ekki besti kosturinn til þess að leiða viðræður þeirra við "Sambandið".

Persónulega finnst mér það alltaf hálf hjákátlegt að líkja saman "Sambandinu" og nazistum, vissulega má segja að báðir aðilar hafi þá skoðun að Evrópu (heimsálfunni) væri best komið undir einni stjórn, en lengra nær sú samlíking ekki, alla vegna ekki að mínu mati.

En það er alveg rétt að margir stjórnmálamenn eru óttalega duglausir þessi dægrin og líklega er órói kjósenda ekki síst tilkominn vegna þess sem kalla má "offramboð á yfirvöldum".

Týpískur "þegn", í Evrópuríki hefur líklega oft sem næsta yfirvald einhvers konar hverfisstjórn, síðan kemur borgarstjórn, hugsanlega svo fylkisstjórn, svo kemur ríkisstjórnin, og í "Sambandsríkjunum" er það svo "Brussel".

Ekki að furða þó að margir fái þá hugmynd að stytta boðleiðir og klippa út eitt eða fleiri "lög".

G. Tómas Gunnarsson, 20.3.2019 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband