14.2.2019 | 07:41
Grandmaster Flash er ekki rappari
Það skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli, nema að því marki að ávallt ber að reyna að hafa það sem sannara reynist, en Grandmaster Flash er ekki rappari.
Hann er plötusnúður, eða DJ.
Stundum á enskunni einnig nefndir "turntablist".
Og sem slíkur lagði hann grunninn, ásamt nokkrum öðrum, að þvi sem kallað er Hip-Hop, en ég man ekki eftir að hafa heyrt Íslenska þýðingu á nafni þeirrar tónlistarstefnu, oft er hún kölluð rapp, en rapp er vissulega fyrirferðarmikill þáttur hennar.
Upprunalega byggðist hún fyrst og fremst á plötusnúð (DJ) og rappara (MC). En seinna fóru hljóðfæri og "sömpl" að spila stærri rullu. Hér eru tvö tóndæmi. Hið fyrra er The Adventures of Grandmaster Flash on the Wheels of Steel. Þar blandar Grandmaster saman ólíkum hljómplötum frá hljómsveitum eins og Blondie, Queen, Chic, Incredible Bongo Band og fleirum. Sagt er að þetta hafi allt verið gert "live" í studíói. Nokkuð sem hafði ekki heyrst á plötu áður árið 1981.
Seinna dæmið er svo líklega þekktasta lag Grandmaster Flash and The Furious Five, en þar er rappið í fyrir rúmi, en í raun leggur Grandmaster Flash lítið til lagsins. En lagið þótti marka ákveðin tímamót hvað rapp varðar, þar sem fjallað er um þjóðfélagsmál, en ekki fyrst og fremst um rapparann sjálfan eða "party" hegðun.
Rappari og fiðluleikari fá Polar-verðlaunin í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Saga, Tónlist | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.