14.2.2019 | 07:47
Innflutt hús betri kostur en "innlend"?
Mér kemur það ekki á óvart að ýmsir aðilar gagnrýni að Íslensk verkalýðsfélög standi fyrir því að flytja inn einingahús frá Lettlandi.
Þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir sem vinna við framleiðslu á einingunum fá í laun, þá veit ég að lágmarkslaun í Lettlandi eru u.þ.b. 340 euro á mánuði.
Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að mögulegt er að fá einingar framleiddar þar fyrir töluvert lægra verð en á Íslandi.
En ég tek hinn ímyndaða hatt minn ofan fyrir verkalýðsfélögunum að fara þessa leið. Auðvitað á að gefa Íslenskum verktökum möguleika á að bjóða í verkið, en að sjálfsögðu á að velja þann ódýrasta af sambærilegum kostum.
Þannig gerast viðskiptin best og ég er reyndar hissa á Íslenskum verktökum að hafa ekki gert slíkt í miklu meira mæli á undanförnum árum.
Það ætti að geta aukið byggingarhraða, dregur úr þennslu á innlendum markaði, dregur úr húsnæðisþörf fyrir verkamenn, eykur sveigjanleika, o.sv.frv.
Ég held að flestum sé ljóst að þörf er á auknu framboði á húsnæði á Íslandi, en aukin þennsla síður eftirsóknarverð.
Þetta er því líklega góð lausn.
Erlendu húsin betri kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Góð lausn segirðu. Og þá fyrir hverja ?
Lámarkslaun í Lettlandi eru minna sjöttipartur þeirra íslensku. ég veit ekki hvort Letti lifir af því þar en ég veit að það lifir engin á íslandi á íslenskum lámarkslaunum.
Lausnin að kaupa allt frá útlöndum, vegna þess að það er ekkert hægt að gera lengur á íslandi vegna þess að íslensk vinna hefur verið skattlögð út af markaði í heiminum er að minnsta kosti afleidd fyrri íslensk samfélag sem heild.
Guðmundur Jónsson, 14.2.2019 kl. 09:16
@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta. Lágmarsklaun í Lettlandi eru 340 euro, er það ekki circa 20% af þeim Íslensku? Ég hugsa að engin lifi neinu sældarlífi af þeim launum í Lettlandi, þar fer hærra hlutfall í mat og almennt er lífskjör langt frá því sem þekkist á Íslandi.
Það má setja út á margt í þessu ferli, perónulega finnst mér t.d. skrýtið að sveitarfélög selji lóðir á "uppsprengdu" verði dags daglega, en ákveðnir aðilar fái svo risastóran afslátt. Það er ekki eðlilegur samkeppnisgrundvöllur að mínu mati.
En út af hverju framleiða Íslendingar ekki ódýr föt, ekki skó, og ekki ódýra bíla?
Það er af því að aðrir bjóða upp á ódýrari valkosti.
Það þykir ekkert að því að keyra um á Dacia á Íslandi er það? Þeir bílar koma á Rúmeníu, þar sem lágmarkslaun eru að jafngildi ca. 450 euroa.
Íslendingar kaupa föt frá Kína, Bangladesh, Pakistan og fleiri stöðum. Það getur engin á Íslandi keppt við slík verð.
En samt sem áður er svo mikill skortur á vinnuafli á Íslandi að tugir þúsunda hafa komið til Íslands undanfarin ár, vegna þess að Íslendingar eru langt í frá að fylla störfin.
Störf í byggingariðnaði eru m.a. fyllt með þúsundum erlendra starfskrafta, sem koma til Íslands ýmist til lengri eða skemmri tíma. Það hefur þýtt margsháttar "vaxtaverki".
Nú á að reyna að flytja inn einingar að utan. Það verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst.
Það má gagnrýna margt í þessu ferli. Ef ekki hefur verið aflað almennilegra útboða finnst mér það ámælisvert. Mér finnst óeðlilegt að einstaka aðilum sé gefin stór afsláttur á lóðarverði.
En að velja ódýrari kost þó að hann sé erlendur, er ekkert nema sjálfsagt og á að gera sem oftast.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2019 kl. 10:10
Það er nokkuð til í þessu G.Tómas. Hitt er annað mál hvort þetta sé heppilegt fyrir okkur sem þjóð.
Í dag eru flestir verktakar hér á landi sem manna sína starfsemi með erlendu vinnuafli, oftar en ekki frá láglaunalöndum og margir stýra sinni starfsemi þannig að enginn erlendur starfskraftur sé hér nógu lengi til að átta sig á því hverju er af þeim stolið. Því ætti að vera hægt að setja saman timbrið hér á landi, rétt eins og erlendis og það fyrir sama pening. Vandinn liggur því ekki í kostnaði við að setja spýturnar saman, svo af verði hús. Hann liggur einhversstaðar annarsstaðar.
Þá bjóða flestir innflytjendur á húseiningum einnig upp á að samsetning eininga fylgi, með ódýru vinnuafli erlendis frá.
Þetta er slæm þróun. Iðnmenntun þykir ekki lofsverð og því flestir sem velja annan kost. Þegar er orðinn skortur á iðnmenntuðu fólki, bæði vegna fækkunar þess og einnig vegna þess að það fær einfaldlega ekki vinnu. Erlent vinnuafl er tekið framfyrir og lítt spáð í menntun þess.
Sem þjóð þurfum við að getað verið okkur næg. Við sáum hvernig fór fyrir fataiðnaðnum, fleiri greinar mætti telja upp sem hafa lagt upp laupanna og ekki þekkist lengur hér á landi. Glóbalismi er ekki af hinu góða, þó augnabliks fjárhagslegur hagnaður sé af honum. Til lengdar er hann slæmur.
Auðvitað er ekki hægt að framleiða allt sem við þurfum, hér á landi. Smæð markaðarins er okkur nokkur fjötur um fót. Bílaframleiðsla mun t.d. aldrei verða hagkvæm fyrir okkur, þó vissulega hafi vísir að slíku verið reynt hér á landi, þegar bílar voru fluttir inn í pörtum og settir saman hérna. Margt fleira erum við háð erlendis frá.
Það sem við getum framleitt á skynsamlegan hátt eigum við að framleiða. Húsbyggingar ættu þar auðvitað að vera ofarlega á blaði. Kostnaðargreina þarf hvers vegna slíkar framkvæmdir eru svo dýrar hjá okkur. Varla er þar um að ræða laun starfsfólks, enda aukinn innflutningur af ódýru vinnuafli ekki að sjást í lækkun framkvæmdakostnaðar, þvert á móti. Þegar slík greining hefur farið fram, má skoða hvar er hægt að tálga utanaf.
Varðandi þenslu þá má einnig skoða hvernig hægt er að stýra framkvæmdum þannig að henni sé haldið í skefjum. Í dag er einkum tvennt sem þarf að leggja áherslu á, aukið magn íbúðahúsnæðis og vegabætur.
Meðan verið er að taka kúfinn af þeim þáttum, má hamla framkvæmdum á öðrum sviðum, s.s. hótelbyggingum, sem þegar eru orðnar hálfgert skrímsli hér á landi og greinilegt að þar er komið langt yfir þolmörk, hamla því að bankar séu að byggja sér húsnæði sem betur ætti kannski heima í Dubai og svona mætti lengi telja.
Kannski kalla einhverjir svona hugsanahátt þjóðernisstefnu eða nota einhver enn verri orð. Það er allt í lagi mín vegna. Ég get alveg tekið á mig að vera kallaður þjóðernissinni, ef það róar huga einhverra. Ég kalla þetta hins vegar skynsemi.
Auðvitað þurfum við að stunda viðskipti við aðrar þjóðir, kaupa það sem við þurfum en getum ekki með góði móti framleitt og selja það sem við getum selt. Eftir sem áður verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja okkar sjálfstæði.
Veljum íslenskt!!
Gunnar Heiðarsson, 14.2.2019 kl. 11:14
@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Þetta með hvað er "þjóðinni" hollast er sjálfsagt umdeilanlegt og á því misjafnar skoðanir.
Auðvitað verður ódýrara að frameleiða húseiningar í löndum þar sem launakostnaður er lágur, rétt eins og þar er ódýrara að framleiða bíla. Íslensk bílasamsetning ætti hugsanlega möguleika, ef ákveðið yrði að banna innflutning bíla frá öllum þeim löndum sem greiða lægri laun en eru á Íslandi.
Það að "handstýra" hagkerfinu "öllum til heilla" hefur yfirleitt ekki gefist vel, ég man í fljótu bragði ekki eftir dæmum um það. Ég kalla það ekki þjóðernishyggju, heldur áætlunar sósíalisma og er ekki mjög hrifinn af því.
Allir ættu að geta verið rólegir yfir bankabyggingum, eru ekki 2 af 3. bönkum í ríkiseigu og þegar svo háttar eru nú ekki teknar vitleysar ákvarðanir, eða hvað? lol
Það má alveg rannsaka hvað veldur því að Íslenskar byggingar eru jafn dýrar og raun ber vitni. Ég held að það þurfi ekki að leita langt yfir skammt. Lóðaverð spilar líklega hvað stærsta rullu. Þess vegna er íbúðaverð svo mikið ódýrara í Ölfusi en t.d. í Reykjavík. Strangar reglugerðir spila líklega einnig þó nokkuð inn í.
Ég bloggaði aðeins um þetta fyrir stuttu: https://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/2229423/
Eins og staðan er í dag, virðist margt mæla með því að Íslendingar kaupi einingahús erlendis frá.
Hvað varðar iðnmenntun held ég að þar séu margar brotalamir, en ekki hef ég heyrt um marga atvinnulausa iðnaðarmenn.
Ég hef hins vegar heyrt leiðinlegar sögur um ungt fólk sem kemst ekki í iðnnám, vegna þess að það kemst ekki á samning. Það er eitthvað að slíku kerfi.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2019 kl. 11:48
Betra væri að flytja inn ódýrari verkalýðsforystu. Til dæmis frá háborgum sósíalismans. Þeir eru nefnilega sérfræðingar í strákofum. Fást fyrir lítið og reka ekki eins hátt við og þar með umhverfisvanari.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2019 kl. 12:12
Ef þú kaupir lettneskar húseiningar, þá þarftu bara að eiga undir þær lóð, með tilheyrandi skrifelsi og kostnaði, eins og gengur og gerist.
Þessar húseiningar eru smíðaðar eftir einhverjum gæðastöðlum, sem hafa gefist þeim framleiðanda vel. Teikningar lyggja þegar fyrir frá framleiðanda, sem þú hefur jafnvel fengið að krukka í.
Þessu er svo frekar auðvelt að púsla saman.
Til eru íslenskar húseiningar, en þær kosta aðeins meira, vegna launa ofl.
Nú, ef þú vilt smíða hús frá grunni, þá er sami grunn kostanpurinn (bókstaflega,) nema ofaná bætist arkítektakostnaður, sem er ~500K, og svo þarftu að láta samþykkja teikningarnar og bla bla.... þetta eru eitthvað um 80 form, minnir mig, líklega tvöfalt fleiri núna, og það kostar alveg 500K aukalega, + hlaup fram og aftur út um allan bæ eftir þeim.
Það þekkist alveg að fólk hafi þurft að punga út 1600K bara til þess að geta byrjað að hugsa um að kaupa steypu.
Íslendingar hafa allt að því erótískan áhuga á skriffinnsku, virðist vera.
Og nú á að smíða húsið, og þá getur þú ráðið menn sem kosta allan peninginn og hunsa alla staðla og skila af sér byggingu sem er bara kannski með steypustyrktarjárni.
Það er ekkert skrítið ef menn kaupa útlendar einingar frekar en að bögglast með íslenska framleiðzlu.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.2.2019 kl. 12:19
Verkalýðsforystan bara komin í Robert J. Shiller heiminn. Hún sýnir hér að hún hefur að minnsta kosti misst sambandið við íslenska hagkerfið. Verst er að ekki skuli vera hægt að flytja verkalýðsforystuna úr landi. Enginn myndi vilja kaupa þetta veruleikafirrta fólk. Enginn.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2019 kl. 12:27
En þetta er náttúrlega snjöll hugmynd hjá ASÍ, að því leytinu að með þessu býr verkalýðshreyfingin sér til sitt framtíðar próletariat.
Framtíð hennar hangandi eins og steinn um háls launþega, verður þá tryggari. Afkomugrundvöllur verðalýðsforystunnar sjálfrar yrði tryggari, því hún ætti fyrir löngu að hafa lagt sjálfa sig niður. Þetta eru þvílíkar afætur að það er óhugnanlegt.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2019 kl. 12:47
@Gunnar R, þakka þér fyrir þetta. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um verkalýðsforystuna, en það breytir því ekki að hún er lýðræðislega kjörin. Nú síðast var til dæmis mótframboðalaust í VR.
Hinu má svo velta fyrir sér að auka frelsi og hætta að neyða fólk sem vill ekki vera í verkalýðsfélögum til að greiða til þeirra, taka af þeim "einokun" á vinnumarkaði ef svo má að orði komast.
Persónulega er ég þeirrar skoðunar að auðvitað ættu allir að reyna að eignast eigið húsnæði. Betri fjárfesting, að öllu jöfnu, er líklega vandfundin.
En til að allir eigi möguleika á því þarf ýmislegt að breytast. Ekki síst á framboðshliðinni.
Og þar leggja línurnar opinberir aðilar, en þar gildir það sama, þeir eru lýðræðislega kjörnir (alla vegna flestir þeirra).
@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Ég hygg að það væri ótrúlega vel sloppið að borga aðeins 500k fyrir teikningar. En sjálfsagt fer það eftir hve margar íbúðir eru í húsinu.
Og svo er sagt að lóðaverð í Reykjavík geti verið í kringum 100.000kr á fermeter. 100 fmetra íbúð með lóðarkostnað ca 10.000.000.
Mér þykir bæði eðlilegt og skynsamlegt að leita leiða til þess að ná þessum kostnaði niður.
Það þýðir ekki að það megi ekki gagnrýna sitthvað í ferlinu.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2019 kl. 13:10
Já það þarf að ná verðinu á verkalýðshreyfingunni niður, sammála því. Ég legg því til að hún verði flutt inn, helst frá láglaunalöndum, eða allra helst send inn í tölvupósti eða Xeroxuð inn, því þá sleppum við við að þurfa að láta hana fara í tollafgreiðslu, og pappírsvinna sparast. Og þá þarf heldur ekki að byggja undir hana né þrífa undan henni skítinn. Mér finnst að fólk eigi að fá að greiða atkvæði um það.
En reyndar hefur fólk þegar greitt atkvæði um það erlendis því sósíaldemókratar sem hreyfing er að verða útdauð, nánast alls staðar. Og það er þessari hreyfingu að kenna að sósíal-dumping er að sprengja Evrópu í loft upp, því það var hún sem stóð fyrir hórfrelsinu.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2019 kl. 13:33
@Gunnar. Mér persónulega er nákvæmlega sama hvað verkalýðshreyfingin kostar. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að hún sé kostuð af þeim sem vilja tilheyra henni.
Það gæti jafnvel orðið henni hvatning til að vinna betur fyrir félagsmenn, hver veit.
Ég skipti mér yfirleitt ekkert af því hvernig annað fólk talar, nema hér á blogginu mínu.
Hér vil ég að notað sé kurteislegt og yfirvegað orðbragð. Annars er hætta á því umræðan verði miður skemmtileg. Ef þú treystir þér ekki til þess, verð ég að biðja þig um að halda þig frá síðunni.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2019 kl. 14:17
Ég rek fyrirtæki í Garðabæ, Garðabær rukkar mig um 60.000 krónur á mánuði per starfsmann í þjónustugjöld (fasteignanaskattur mengunareftirlitsgjald og fl). Ég þekki til í fyrirtæki hér við hliðina þar sem þetta er sennilega nær 100.000 kr á mánuði í þjónustugjöld per stafsmann. Allir þessir starfmenn þurfa svo að borga um 10% útsvar af launum til bæjarfélagsins ef þeir eru svo heppnir að fá laun.
Garðbær rukkar því um tvöföld lámarkslaun í Lettlandi fyrir að leifa sópara að mæta í vinnu í sveitafélaginu. Þegar og ef sóparinn fær laun á íslandi. Gæti sveitafélagið Garðabær haft 4 sópara á launum í Lettlandi fyrir skatttekjurnar af einum á gólfinu í Marel.
Ég er þeirrar skoðunar að maður þarf að ver algerlaga galin til að hald að þetta fyrirkomulag sé gott fyrir einhverja aðra en Bæjarstjórann í Garðabæ.
Guðmundur Jónsson, 14.2.2019 kl. 16:12
@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta. Þú segir að Garðabær leggi 60.000 króna skatt á fyrirtækið þitt per starfsmann. Ekki ætla ég að draga það í efa, enda skattheimta á Íslandi há.
En fasteignagjöld eru þó ekki lögð á per starfsmann.
En fyrirtæki í Lettlandi, borga sem lágmarkslaun, nokkuðu sömu upphæð. Engin tvöldun. En þau þurfa auðvitað að borga skatta, launatengd gjöld og fasteignaskatta.
Rafmagn og hiti er líklega dýrara í Lettlandi en á Íslandi.
Fasteignaskattar í Lettlandi eru frá 0.2 til 3%, svona eftir hvar fyrirtæki eru staðsett.
En fyrirtæki eins og einingaframleiðsla eru gjarna staðsett "út í sveit", þar sem húsnæði er ódýrt og fasteignaskattar lágir. Þjónusta við íbúana og "velferðarkerfi" er sömuleiðis allt annað.
En ég er alveg sammála þér í því að það er full þörf á því að endurskoða skattastefnu og eftirlitsiðnaðinn á Íslandi.
En sjálfsagt hefur bæjarstjórinn í Garðabæ það gott, en Íslendingar krefjast líka gríðarlegrar þjónustu sem verður ekki veitt nema að skattar séu háir.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2019 kl. 17:04
Biðst afsökunar ef að háð mitt um svo kallað (heilagt) fjórfrelsi ESB og EES hafi stuðað þig Tómas. Þetta frelsi er vernduð útópía embættismanna stéttarinnar, því annars værum við með ódýrari erlendar verkalýðshreyfingar, skatta- og lögfræðiþjónustu, vöruflutninga og fleiri þjónustugreinar sem samtals eru um 70 prósent af hagkerfum landanna, en eru hins vegar einungis 22 prósent af viðskiptum á milli ESB-landa.
Þannig að stærsti hluti hinna betri stétta í ESB hafa verndað sig, en látið alla þá sem beita þurfa vöðvaafli við vinnu sína, um að standa eina og berskjaldaða gegn undirboðum frá láglaunalöndum. Flest sem hefur með líkamlega vinnu að gera er sent úr landi eða þrælar fluttir inn til að grafa undan til dæmis byggingabransanum hér heima og þeim sem þar unnu.
Árangurinn er að þeir sem annars hefðu farið í iðnnám neyðast til að leggjast upp á háskólakerfið, sem er að þrotum komið með svartar framtíðarhorfur, eða þá að flytja sig yfir í þær greinar sem eru ekki í hinum tradable-geira, sem ESB-veldið ákvað að mætti fórna.
Þetta hefur einnig þýtt það að frjósemishlutfall Íslendinga hefur fallið, því launapressan niðurá við í stórum hluta hagkerfisins hefur dregið úr trú fólks á framtíðina. Draumurinn dofnar. Svona slæm meðferð á því sem tók svo langan tíma að byggja upp, hefur ávallt þær afleiðingar að "natal-energy" eða hið þjóðbernska afl þjóðarinnar minnkar.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2019 kl. 17:26
@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Þetta orðalag stuðaði mig ekkert sérstaklega, ég hef oft heyrt verra. En það er mín reynsla að slíkt eigi ekki heima á vettvangi sem þessum. Sú Íslenska lenska að sá tali best sem noti ljót og stór orð, er mér ekki að skapi, og hættan er að leiðin liggi aðeins niður á við, ef slíkt byrjar.
En það er alls ekki rétt að fjórfrelsið svokallaða, eða frjáls för fólks sé bundið við lægst launuðu hópana, þó að vissulega séu þeir fjölmennastir og mest sé eftir þeim tekið.
Gríðarlegur fjöldi heilbrigðisstarfsmanna (lækna, hjúkrunarfræðinga, tannlækna o.s.frv), arkitekta, tæknifræðinga, tölvunarfræðinga, forritara, bókhaldara o.s.frv., hafa lagt land undir fót og leitað sér vinnu utan heimalandsins.
En sökum tungumálaerfiðleika eiga margir (jafnvel þó að þeir séu vel menntaðir að öðru leyti) ekki möguleika á öðru en láglaunastörfum.
Lögfræði er svo vissulega annar handleggur, enda lög ekki eins frá einu landi til annars. Þeir sem þurfa að leita stuðnings til að vera kosnir eiga svo gjarna erfitt hlutskipti, nema að að tungumálið sé til staðar.
Ég hef ekki heyrt að iðnaðarmenn eigi erfitt með atvinnu á Íslandi, þvert á móti hef ég heyrt um margt ungt fólk sem á erfitt með að komast að í iðnnámi, kemst ekki á samning.
Það eru í heild sinni ekki fátækar, eða illa staddar þjóðir sem hafa lægstu fæðingartíðnina, þar eru ekki síður aðrir kraftar að verki.
En það blasir við að Ísland hefur í dag, ekki mannskap til að framkvæma margt af því sem þarf að framkvæma. Því er eðlilegt og hreint út sagt æskilegt á margan hátt að húsnæði sé að hluta til byggt með innfluttum eingingum.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2019 kl. 18:01
Eggið og hænan
Ef obbinn af sölutekjum íslenskra byggingaverktaka færu ekki í vasann á bæjarstjórum og og öðrum brúrokrötum sem síðan útdeila þeim aftur (mest til þegna sem sitja og standa eftir þeirra höfði), mundu verktakarnir sem og aðrir vinnandi menn ekki þurfa að gera neinar kröfur á sveitafélagið um þjónustu.
Íslenska skatta og skriffinnsku kerfið er orðið mjög eyðileggjandi fyrir samkeppnishæfni íslensks atvinulífs.
Guðmundur Jónsson, 14.2.2019 kl. 18:43
@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta. Alveg rétt hjá þér, að hluta. En það er ekki þjónusta við verktakana sem útheimtir þessa skatta.
Sem dæmi má nefna að þessar 60. þúsundir sem þú borgar á mánuði. Ætli það dugi ekki til að niðurgreiða dagvistunarpláss fyrir 1. krakka í tæpar 2. vikur.
Það þarf því skatta af 2. starfsmenn til að niðurgreiða 1. leikskólabarn á mánuði, og part af þeim 3.
Þessar tölur eru miðaðar við 2016, og líklega hefur heldur sigið á verri hliðina.
Svona má lengi telja.
Ekki misskilja mig, það eru ótal margir hlutir sem má lagfæra í rekstri ríkis og sveitarfélaga á Íslandi sem og víða annars staðar.
En Íslendingar verða líka að gera sér grein fyrir því að hlutirnar sem þeir eru að krefjast kosta peninga.
En skriffinskan er ekki af hinu góða, en ég get eiginlega lofað þér að hún er ekki skárri í Lettlandi, eða Eystrasaltslöndunum. Þar blandast saman reglurgerðir frá Evrópusambandinu og "sovésk" skrifræðishefð.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2019 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.