29.1.2019 | 06:38
Hvað er lögleg ríkisstjórn?
Það hafa margir margar mismunandi skoðanir á ástandinu í Venezuela. Þó verður varla um það deilt að almenningur í landinu hefur það skítt.
Sósíalisminn hefur keyrt landið á bjargbrún glötunar, eða þar fram af, svona eftir því hverjum við kjósum að trúa.
Engin heldur því fram að ástandið sé gott. Ekki einu sinni þeir vinstrisinnuðu einstaklingar á Íslandi og víðar, sem lofsungu sósíalismann í Venezula fyrir til þess að gera fáum árum.
Flestir þeirra hafa ekkert að segja í dag.
Þeir þegja mest.
En eftir stendur spurningin, hvenær er réttlætanlegt að "alþjóðasamfélagið" grípi í taumana? Er til eitthvað sem heitir "alþjóðasamfélag"?
Skiptir einhverju máli hvort að milljónir þegna hafi flúið þjóðfélag? Skiptir einhverju máli hvort að fjöldi þegnanna deyji á hverjum degi, ýmist vegna morða eða skorts?
Hefur "alþjóðasamfélagið" einvherja vikt? Má það álykta, má það hóta? Má það vera með hernaðarlega íhlutun?
Eða eiga allir að þegja, ef einhverntíma hafa verið haldnar, jafnvel þó að þær séu að vissu marki umdeilanlegar, eitthvað sem mætti kalla lýðræðislegar kosningar?
Hvað eiga Íslendingar að gera?
Vegur þyngst að einhver er að einhverju marki "leiðtogi þjóðarinnar"?
Með það að leiðarljósi hefðu Íslendingar aldrei samþykkt endurheimt Eystrasaltsríkjanna á sjálfstæði sínu.
Var það rétt eða rangt?
Höfðu Eystrasaltsríkin rétt á því að afneita sósíalismanum, á því að afneita einræðinu? Var rökrétt að veita þeim hjálp? Að viðurkenna þau?
Eiga íbúar Venezuela rétt á því að afneita sósíalismanum og einræðinu? Ættum við að reyna að styðja þá í þeirri viðleitni?
Eða ættum við einfaldlega að láta Venezuelska hernum eftir að ákveða hvernig hlutirnir þróast?
Þessi mál eru ekki að fullu sambærileg, enda Venezuela ekki hernumið, ekki í hefðbundnm skilningi þess orðs, þó að herinn sé það verkfæri sem viðdheldur völdum Maduro. En það voru "þingin" í Eystrasaltsríkjunum sem leiddu baráttuna, rétt eins og þingið í Venezuela gerir nú.
Það eru ekki til nein einföld svör við flestum þessum spurningum, ekki ætla ég að þykjast hafa þau.
Maduro er hvorki fyrsti né síðasti einræðisherrann sem situr sem fastast, þær sögur eru enn að skrifast og má finna víða.
Svo þegar bætt er við þeirri staðreynd að meðal helstu "stuðningsmanna" Maduro eru Rússland og Kína, blasir við mynd sem er ekki ný af nálinni.
P.S. Hér má svo bæta við umfjöllun um um Nicaragua sem ég sá á Vísi fyrir nokkrum mínútum. Enn ein "sósíalistaparadísin", sem byggir á her og lögreglu.
Enginn setur okkur afarkosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.1.2019 kl. 05:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.