Frá hverju þarf að bjarga "Evrópu"? Þarf að bjarga "Sambandinu" frá sjálfu sér?

Það virðast "allir" vera með vaxandi áhyggjur af "Evrópu", hvernig sem á því stendur. 

"Opið bréf", hóps "menningarvita" hefur vakið nokkra athygli.

Þar tala þeir um að þörf sé að bjarga "Evrópu", en hvaða "Evrópu" og frá hverju þarf að bjarga henni.

Og svo er stóra spurningin, sem fá ef nokkur svör eru við, hvað þýðir "Evrópa", reyndar má líklega segja að einhver svör hafi fengist, en þau benda gjarna í mismunandi áttir.

"Europe" og "we need more Europe", enda eitt af þessum "loft og froðukenndu" slagorðum sem ýmsum stjórnmálamönnum er svo tamt að nota.

En að mínu mati er það einmitt slíkt "froðusnakk", sem hefur ekki hvað síst valdið því að stjórnmálaflokkar sem beita sér gegn "elítunni" og margir kalla "popúlista" fagna vaxandi velgengni.

Ef kjósendur skilja ekki hvað er verið að segja, er liklegt að þeir leiti annað.

Evrópa er heiti á næst minnstu heimsálfunni. Í álfunni eru á bilinu 45 til 50 ríki, svona eftir því hvernig við kjósum að telja.

Er Rússland Evrópuríki?  Er Tyrkland Evrópuríki? En það er óumdeilt að ríkjum Evrópu hefur verið að fjölga.  "Samlyndið" á sér ýmsar myndir.

Evrópusambandið, sem flestir skilja að er eitthvað allt annað en "Evrópa" er samband 28 ríkja, sem gæti fallið niður í 27 fljótlega.

Þurfa þessi ríki meira "Evrópusamband"?

Um það eru skiptar skoðanir, enda skiptast "Sambandssinnar" í margar fylkingar, rétt eins og þeir sem kæra sig ekki um vöxt "Sambandsins", eða vilja það hreinlega feigt.

Enda forðast þjóðarleiðtogar "Sambandsríkja" að ræða það hvert þeir vilji að "Sambandið" stefni, eins og heitan eldinn.  Það er einfaldlega ekki heppilegt til árangurs í kosningum.

Á að samhæfa skatta í öllum aðildarríkjum? Á utanríkisstefnan að verða ein, án þess að öll ríkin þurfi að samþykkja hana?

Er stefnt það því að "Sambandið" hætti að vera samband og verði eitt ríki?

Hver er framtíðarstefnan hvað varðar landbúnað, sjávarútveg, her,skatta, innflytjendur, yrði "Sambandið" sem ríki aðili að NATO?

Er skynsamlegt að verða um of háðir Rússlandi um orku?

Engin kærir sig um að svara þessu. Engin stjórnmálamaður hefur gert það, svo ég best veit.

Og þegnarnir?  Meirhluti þeirra hefur ekki fyrir því að mæta á kjörstað til þess að velja fulltrúa sína á Evrópusambandsþingið, sem "Sambandið" hefur í hroka sínum nefnt Evrópuþingið eins og þar sitji fulltrúar allrar Evrópu.  Slík er firringin

En allir vita að þó að þing "Sambandsins" hafi vissulega áhrif, hefur það engin völd.

Svo frá hverju þarf að "bjarga Evrópu"?

Evrópa er auðvitað ekki að "fara" neitt, eða er í hættu. Heimsálfan mun ábyggilega standa um ókomna tíð, nema auðvitað að ákveðið verði að þessi "nabbi" á Asíu verði einfaldlega talinn með henni.

En þarf að bjarga "Evrópusambandinu", og þá frá hverju?

Hvers vegna eiga hinir "meintu popúlistar" svona greiðan aðgang hugum íbúa "Sambandsríkjanna"?

Er það vegna þess að hinir "hefðbundnu" stjórnmálamenn hafa brugðist umbjóðendum sínum? Er það vegna þess að kjósendum finnst stefna "Sambandsins" vera önnur en þeim hefur verið "lofað" heimafyrir?

Er það vegna þess að þaim finnst "valdið" vera fjarlægara þeim en áður?

Eða er eitthvað allt annað á ferðinni?

Persónulega held ég að líklega sé um að ræða sambland af öllu þessu og vitanlega mun fleiri atriðum.

En eitt af stærstu atriðunum sem veldur því sem við gætum kallað "firringu", er einmitt notkun "froðukenndra", innihaldslausra hugtaka og orða eins "Evrópa" og við þurfum "meiri Evrópu", eitthvað sem engin veit hvað þýðir og/eða hafa endalausar mismunandi merkingar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki ESB komin á líknardeild og kominn tími til að dæla í það morfini til að  minka kvalirnar í dauðateigunum? Mér sýnist það.

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 27.1.2019 kl. 20:21

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jóhann, þakka þér fyrir þetta. Ekki held ég að "Sambandið" sé komið á "líknardeild", þó að víða hrikti í.

En það getur vissulega dregið til tíðinda á næstu árum.

Það er spurningin hvað harkaleg meðferð á Bretum nær að hræða og svo hvernig "viðrar" á næstu árum.

Þegar upp verður staðið verður það efnahagurinn sem ræður að líkindum.

Og mörg ríkin eru það skuldsett að þau mega varla við neinum áföllum.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2019 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband