Er ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi eignamun, eða á hann sér eðlilegar ástæður?

Það hefur mikið verið rætt um vaxandi mun á eignum einstaklinga og mismunandi "þjóðfélagshópa" á undanförnum misserum, líklega ekki hvað síst á Íslandi.

Það er eðlilegt að margir hafi af þessu miklar áhyggur, en er víst að eitthvað sé óeðlilegt við þennan aukna eignamun?

Þegar vel árar í þjóðfélaginu, jafnvel svo vel að talað er um eignabólu, segir það sig eiginlega sjálft að eignamunur eykst. Ef fasteignir rjúka upp í verði, ef hlutabréfamarkaðir eru hækkandi, þá vænkast hagur þeirra sem eiga eignir langt umfram þeirra sem eru eignalausir.

Fyrir til þess að gera fáum árum töluðu margir pólítíkusar á Íslandi fjálglega um að stór hópur Íslendinga vildi ekki eiga húsnæði, heldur kysi frekar "örugga leigu".

Örugga leigan hefur að ég tel ekki gengið eftir, en það ætti ekki að koma neinum á óvart að þeir sem ákváðu að kaupa sér fasteign fyrir t.d. 6 eða 8 árum, standi sem hópur nær örugglega betur eignalega séð, en þeir sem gerðu það ekki.

Það dregur hins vegar oft saman með hópunum þegar kreppir að eða samdráttur ríkir.

Ég held einnig að fasteignakaup hafi í gegnum tíðina verið afar góð fjárfesting þegar á heildina er litið.  Það væri til dæmis fróðlegt að sjá samanburð á fjárfestingu í fasteign og greiðslu í lífeyrissjóð.

Það er enda þekkt að víða um lönd er fasteign álitin hluti af lífeyrissparnaði. Hægt að selja og minnka við sig á eldri árum og hefur einnig þann kost að ganga til erfingja.

En það sem hefur líklega ekki síður valdið því að eignamunur hefur aukist á Íslandi, er mikill fjöldi innflytjenda.

Mikill fjöldi innflytjenda, að mestu leyti eignalausir, fara líklega beint í neðsta eignahópinn.

En það fjölgar í öllum tekjuhópum, þannig að tekjuhæsti hópurinn eykur eðlilega hlut sinn.

En það er fleira sem gerir það að verkum að eignaminnsti hópurinn verður verr úti en aðrir. 

Þannig er vitað að sumir í þeim hópi stoppa aðeins í nokkur ár.  Þeir safna eins miklu og þeir geta og vilja fara með "auðsöfnun" sína til annarra landa og setja í eignir þar.  Í stað þess koma svo aðrir "eignalausir", og svo koll af kolli, þannig að eignamyndun í lægst hópnum verður því hægari.

Sumir kunna þegar að eiga eignir í "heimalandinu" og koma til Íslands til að auðvelda sér eignamyndunina.

Fleira má nefna sem veldur því að eignamyndun innflytjenda er oft hægari en þeirra sem fyrir eru.

Þar má nefna til að þeir eiga erfitt með að komast úr láglaunastörfum vegna tungumálaerfiðleika, sumir þeirra senda reglulega hluta launa sinna úr landi, til foreldra eða annarra fjölskyldumeðlima og svo að þeir fá lítinn eða engan arf eftir foreldrana, öfugt við aðra íbúa þróaðri og auðugri ríkja, s.s. Íslands.

Ekkert af þessu er óeðlilegt og lítið við því að gera nema tungumálaörðugleikunum.

Það er rétt að taka það fram að ég er ekki að setja þetta fram hér og segja að ekki þurfi að ræða eignamismun.

Það er jafn sjálfsagt að ræða það eins og allt annað.

En það þarf að reyna að finna allar breyturnar og taka tillit til þeirra.

Það er ekkert óeðllilegt að mikill fjöldi innflytenda hafi áhrif á eignaskiptingu, en hversu mikil þau áhrif eru veit ég ekki, og man ekki eftir því að hafa séð tölur um slíkt, en það væri vissulega þarft rannsóknarefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband