Hriktir í fjórfrelsinu?

Þetta er vissulega athyglisverð frétt. Ekki aðeins vegna þess að þarna virðist heilbrigðisráðherra Þýskalands setja sig upp á móti frjálsum búferlaflutningum, heldur einnig vegna þess að hann virðist vilja að "Sambandið" setji Svisslendingum stólinn fyrir dyrnar.

Rótin að þessu virðist eftir fréttinni vera sú að Þýskir læknar leita til Sviss, líklega vegna mun betri kjara.

En þetta "vandamál" er auðvitað ekki nýtt af nálinni og hafa mörg "fátækari" ríki "Sambandsins" glímt við slíkan atgervisflótta um langa hríð.

Finnland hefur sogað til sín mikið af heilgbrigðistarfsfólki frá Eistlandi (stutt á milli og tungumálin svipuð), og sömuleiðis hefur mikið af heilbrigðisstarfsfólki farið frá Eystrasaltsríkunum til Noregs og Svíþjóðar.

Eistland hefur sótt lækna til Rússlands og Ukraínu svo dæmi sé tekið. Hvernig ástandið er þar veit ég ekki.

Á milli 2009 og 2015 missti Rúmenía 50% af læknum úr landi.

Fátækari löndin eyða miklum tíma og fé í að mennta ungt fólk, en ríkari löndin njóta stórs hluta ávaxtanna.

En það er ekki eingöngu um lækna að ræða, gríðarlegur fjöldi af velmenntuðu fólki hefur flutt frá löndun eins og Grikklandi, Spáni, Ítalíu, Rúmeníu, Póllandi, Búlgaríu, Litháen, Lettlandi, Eistlandi, Cróatíu og Írlandi svo dæmi sé tekið.

Það eru verkfræðingar, tæknifræðingar, tölvunarfræðingar, stærðfræðingar og svo má lengi telja.

Visslega gott að ungt fólk fái tækifæri við hæfi, en til lengri tíma litið eykur þetta vandamálin í löndunum og brenglar aldurssamsetninguna, hefur áhrif á lífeyriskerfi, lífsgæði o.s.frv.

En það er óraunhæft að setja skorður á að fólk geti yfirgefið heimkynni sín (takmörkun á innflytjendur, er annars eðlis), og því get ég ekki séð að rökrétt sé að grípa til einhverra aðgerða. Allra síst sem tækju eingöngu til tiltekinna stétta eins og lækna.

En það er ef til vill týpískt fyrir ástandið innan "Sambandsins" að farið sé að tala um aðgerðir, þegar vandamálið hefur náð til Þýskalands.

En sé litið á gengisþróun milli Svissneska frankans og eurosins undanfarin 10 ár, er ef til vill ekki að undra að aukning sé á flutningi Þýskra lækna yfir til Sviss.

10 years CHF Euro

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.S. Íslendingar kannast að sjálfsögðu vel við svona vandamál, enda hefur Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk farið til Norðurlandanna (og annara landa), í mismiklum mæli eftir því hvernig vindar hafa blásið.


mbl.is Vill að ESB takmarki flutninga lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

"Fátækari löndin eyða miklum tíma og fé í að mennta ungt fólk, en ríkari löndin njóta stórs hluta ávaxtanna," segirðu. Mikið rétt. Það hefur löngum verið svo, að hinir ríku arðræni þá fátæku. Þannig er það enn. Það heitir kapítalismi.

Kristján G. Arngrímsson, 14.1.2019 kl. 20:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Þetta er auðvitað rétt eins langt og það nær.

En í þessu tilfelli er það auðvitað ekki síst einstaklingurinn sem hagnast. Er það órökrétt? 

Það er nefnilega líka hættuleg þessi tilhneyging til að vegna hið opinbera borgi eitthvað, eigi það einhver ótilgreindan "eignarrétt" á einstaklingnum sem það greiddi eitthvað fyrir.

Ef hann fer í nám, verður hann að vinna þarna.  Ef hann á rétt á heilbrigðisþjónustu má hann ekki gera "þetta" og sjálfsagt þykir að banna eða skattleggja sérstaklega einhverja hegðun, í nafni lýðheilsu.

En það virðist oft gleymast hvaðan uppspretta peninganna sem ríkið notar er.

En þetta er auðvitað hægt að ræða frá ýmsum hliðum.

En stóra breytingin hvað slika "flutninga" varðar kom auðvitað með "Sambandinu", og er búferlaflutningshluti "fjórfrelsisins" líklega það sem almennningur í aðildarlöndunum (sérstaklega þeim fátækari) kann hvað mest að meta við aðild.

Það gildir auðvitað ekki síst um aðildarlöndin í A-Evrópu sem bjuggu við eymd sósíalismans um áratugaskeið, en honum fylgir jú skerðing á ferðafrelsi svo gjarna.

Þar var jú litið á þegnana meira og minna sem eign ríkisins.

Þar fór líklega fram eitthvert stærsta arðrán sögunnar, ef ekki það stærsta.

G. Tómas Gunnarsson, 15.1.2019 kl. 09:11

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Stærsta arðrán sögunnar er sennilega það þegar fáeinir Rússar stungu þjóðarauðnum þar í landi í eigin vasa í nafni einkavæðingar. Skildu megnið af þjóðinni eftir við sult og seyru. 

En af því að þú ræðir lækna, þá hefur mér alltaf fundist svolítið dapurlegt hvað margir læknar virðast fyrst og fremst reknir áfram af peningagróða, fremur en einlægum vilja til að bæta líf samborgara sinna. Það er eins og þessir menn (gráðu læknarnir) geri sér enga grein fyrir þeirri gæfu sem þeim hefur hlotnast að geta lært þetta mannbætandi fag (læknisfræði) og fá að vinna eitthvert göfugasta og virtasta starf sem til er.

Einhverjir mestu hrokagikkir sem ég hef haft kynni af eru læknar. Yfirgangssamir besservisserar sem dettur ekki hug að þeir geti haft rangt fyrir sér. 

Kristján G. Arngrímsson, 15.1.2019 kl. 09:33

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Bara svo það sé á hreinu og misskiljist ekki: ég er EKKI að alhæfa um læknastéttina. Ég er að tala um suma lækna. (Að mér finnst því miður frekar marga). Það er misjafn sauður í mörgu fé. 

Kristján G. Arngrímsson, 15.1.2019 kl. 09:41

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þegar Sovétríkin voru að liðast í sundur gerðist margt skrýtið.  Margir þeirra sem voru í aðstöðu til "stálu" gríðarlegum verðmætum, eða þannig.

Stundum var um raunveruleg verðmæti að ræða, en í öðrum tilfellum er það, við skulum segja umdeilanlegt.

Það er nefnilega ekki sama hvernig haldið er á verðmætum. Mikið af framleiðslufyrirtækjum í Sovétríkjunum sálugu voru byrði á þjóðfélaginu, ekki vegna þess að þau gætu ekki annnað, heldur vegna þess að þeim var stjórnað á þann hátt.

Mikið af þeim fór lóðbeint á höfuðið, öðrum tókst einhverjum að snúa við.

Skýrasta dæmið um álíka hluti er að gerast nú í Venezuela. Þar eru mikil "verðmæti" sem eru að hruni komin, vegna þess að stjórnunin er með þeim hætti.  Sósíalisminn hefur svo gott sem eyðilagt hið auðuga land á til þess að gera fáum árum.

Engin efast um að ástandið gæti verið betra, en raunveruleikinn blasir við.

Sjálfsagt er það vegna þess að Chavez og Maduro gerðu sér ekki grein fyrir því hve gæfusamir þeir voru að fá að starfa að mannbætandi málum í Venezuela.

Það er auðvelt að "krefjast göfugleika" af öðrum. Mörgum reynist erfiðara að krefjast þess af sjálfu sér.

Besservisserarnir leynast víða, en hafa mishátt.

G. Tómas Gunnarsson, 15.1.2019 kl. 09:59

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég er ekki að krefjast neins af læknum, var bara að lýsa minni skoðun á viðhorfi sumra þeirra. Eða því sem mér virðist vera viðhorf þeirra.

Dapurlegt að þú skulir ekki hafa trú á því að sumt sé mannbætandi, jafnvel vinna geti verið mannbætandi. Finnst þér ekki jákvætt og göfugt að hjálpa öðru fólki? Eða ertu svo forhertur í einstaklingshyggjunni að þú telur að "innst inni séu allir sjálfselskir"?

Ég held að sumir séu sjálfselskir, en sumir eru það ekki. Sumum er raunverulega annt um annað fólk.

Kristján G. Arngrímsson, 15.1.2019 kl. 18:55

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þú varst ekki að "krefjast" göfuglyndis af læknum, enda ertu ekki í neinni aðstöðu til þess.  Þess vegna setti ég þetta innan "" þá eins og nú.

Vinnan getur vissulega göfgað manninn og hefur gert það um aldaraðir.

Það getur gilt um lækna sem flesta ef ekki alla aðra.

Persónulega finnst mér hálf hjákálegt að draga inn í umræðu sem þessa þá skoðun þína að læknar séu gráðugir og ættu að vera þakklátir fyrir að vera í sínu göfuga starfi.

Ég sé þig alla vegna ekki fyrir mér í samninganefndinni af hálfu ríkisins í næstu kjarasamningum við þá.  :-)

Sjálfur þekki ég þó nokkuð af læknum (geri mér enga grein fyrir því hvort að það sé yfir meðaltali eður ei) og enn meira af tannlæknum. 

Mín reynsla af þessum hóp er allt önnur en þín. Upp til hópa gott og vinsamlegt fólk, sem ég hef svo gott sem ekkert nema gott um að segja. Langt í frá að vera sjálfselskari en annað fólk.

Þó að við séum komnir langt frá efninu, man ég ekki eftir því að þekkja neina virklega sjálfselska persónu.  En ég fullyrði hins vegar ekkert (og reyni að forðast það) um persónur sem ég þekki ekkert.

En ég ætlast svo sem ekki til að ókunnugt fólk sýni mér sérstakt göfuglyndi.

G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2019 kl. 08:21

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég tók sérstaklega fram að ég væri ekki að talaum lækna sem hóp. Ertu ekki til í að svara því sem ég segi, fremur en því sem þú ímyndar þér að ég sé að segja?

Kristján G. Arngrímsson, 16.1.2019 kl. 10:57

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég fullyrti hvergi að "læknar væru gráðugir." Ekki leggja mér orð í munn. Ef þú gerir það ertu ekki viðræðuhæfur.

Kristján G. Arngrímsson, 16.1.2019 kl. 10:59

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Eru þeir sem eru "reknir áfram af peningagróða", ekki "gráðugir, það er að segja í peninga?

Ég segi enda: "Persónulega finnst mér hálf hjákálegt að draga inn í umræðu sem þessa þá skoðun þína að læknar séu gráðugir og ættu að vera þakklátir fyrir að vera í sínu göfuga starfi."

Tala einfaldlega um að þína skoðun (á væntanlega byggða á kynnum þínum) af læknum,.

Ég viðraði svo mína skoðun á læknum, byggða á minni reynslu.  Það þýðir heldur ekki að ég sé að fullyrða neitt um lækna sem heild.

Það segir sig nokkuð sjálft, en það er auðvitað einfaldara að velja "Íslensku leiðina" og móðgast.

Vona að þú hafir það gott fyrst að ég á ekki eftir að sjá þig hér oftar. :-)

G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2019 kl. 11:50

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Af hverju heldurðu að ég hafi móðgast? Núna ertu ekki bara að gera mér upp orð heldur líka tilfinningar.

Það að það sé ekki hægt að ræða við þann sem leggur viðmælanda sínum orð í munn hefur ekkert með það að gera að það sé mógandi, heldur bara að þar með verður ekki um að ræða eiginlega samræðu.

Þetta er nú eigilega orðið soldið kjánalegt og lesendum bloggsins þíns örugglega ekki til ánægju. Eigum við ekki bara að láta þessu samtali lokið?

Kristján G. Arngrímsson, 16.1.2019 kl. 12:22

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kritján, átti ekki von á að sjá þig hér aftur á "spjalli" við "óviðræðuhæfan" einstakling.  Það er einmitt það sem er svo vinsælt, einstaklingar og pólítkíkusar eru "óstjórntækir", og svo fram eftir götunum, "óviðræðuhæfir", og svo framvegis.

Eru þeir sem eru "reknir áfram af peningagróða", ekki "gráðugir, það er að segja í peninga?

Ég get ekki skilið hvernig þetta er að setja einhverjum "orð í munn", en það er auðvitað bara mín skoðun.

Auðveldlega hægt að ræða það að mínu mati.

G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2019 kl. 12:32

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það sem ég átti við með að þú værir að leggja mér orð í munn var að þú talar um "þá skoðun þína að læknar séu gráðugir" - þ.e. þú leggur mér alhæfingu um lækna í munn þegar ég "tók sérstaklega fram að ég væri ekki að tala um lækna sem hóp", eins og ég segi hér að ofan. Og ég gerði enga kröfu á hendur læknum um manngæsku og göfuglyndi, sagði bara það sem mér finnst um meintan skort þessa hjá SUMUM læknum sem ég hef heyrt tjá sig á þá lund að draga má ályktun um þetta. Kannski er það röng ályktun.

Kristján G. Arngrímsson, 16.1.2019 kl. 16:56

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég held  (eða hélt) að flesir geri sér grein fyrir því að í svona umræðum er ekki verið að ræða alla lækna, end felur "... að læknar séu gráðugir", alls ekki fullyrðingu um að allir allir læknar séu gráðugir, heldur aðeins að til séu læknar sem eru gráðugir. Og reyndar talaðir um "marga", en það er auðvitað teigjanlegt hugtak. En auðvitað er alltaf betra að tala (skrifa) nákvæmar á þeim síðustu og "verstu".

Ég sagði heldur aldrei að þú gerðir einhverja kröfu á hendur læknum um manngæsku og göfuglyndi.

Heldur sagði ég: "Það er auðvelt að "krefjast göfugleika" af öðrum. Mörgum reynist erfiðara að krefjast þess af sjálfu sér.".

Þó að þú kunnir að hafa tekið þetta til þín, er ekkert sem segir að þetta sé til þín.

Ert þú þá að "leggja mér orð í munn"?

G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2019 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband