Undarleg stefna í heilbrigðismálum

Eins og kemur fram í viðhengdri frétt, nota æ fleiri Íslendingar rétt sinn til að notfæra sér heilbrigðisþjónustu erlendis.

Þetta er fylgifiskur hins Evrópska efnahagssvæðis og líkleg einn af þeim kostum þess samnings sem margir kunna að meta.

Heilbrigðisþjónusta er skilgreind svipuð og önnur þjónusta og sjálfsagt sé að sækja hana, eins og aðra þjónustu, yfir landamæri.

En ef hægt er að sækja þjónustu yfir landamæri, ætti þá ekki að vera hægt að sækja hana innan landamæra?

Eins og er virðast Íslensk stjórnvöld ekki vera þeirrar skoðunar.

Þeim virðist þykja sjálfsagt að Íslendingar geti sótt heilbrigðisþjónustu út til Evrópulanda (ef biðtími á Íslandi fer yfir ákveðin mörk), en þykir fráleitt að Íslendingar geti sótt sömu þjónustuna hjá einkareknum aðilum á Íslandi.

Einkarekin heilbrigðisþjónusta í Svíþjóð, Tékklandi eða Amsterdam er valkostur fyrir Íslendinga, en einkarekin þjónusta á Íslandi er fráleitur kostur að mati stjórnvalda.

Að sækja þjónustuna erlendis er þó mikið meira rask fyrir sjúklinga og oftast nær fylgir því meiri kostnaður (gjarna óbeinn).

En einhverra hluta vegna virðist einhver "hugsjón" standa í vegi fyrir einkarekinni heilbrigðisþjónustu, jafnvel þó að hún kosti þegar upp er staðið hið opinbera lægri fjárhæð.

Það virðist sem svo að sú tilhugsuna að einhver innanlands kunni að hafa hagnast á aðgerðinni sé svo ógeðfelld að það sé miklu æskilegra að einhver "erlendis" hafi hagnast á sömu aðgerð.

Er ekki eitthvað að slíkri hugsun eða "hugsjón"?

 

 

 

 


mbl.is Sprenging í læknismeðferð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þessi stefna er svo galin, að engu tali tekur. Ekki síst vegna þess að.öll aðstaðaner fyrir hendi hér á landi. Sósíalismi andskotans í sinni tærustu mynd.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 14.1.2019 kl. 15:31

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Æ þessi umræða er orðin úldnari en umræðan um Reykjavíkurflugvöll eða áfengi í almennar verslanir. Það versta við þessa umræðu er þó að hún er fullkomlega fyrirsjáanleg og gæti farið fram með algóritma.

Eitt af því sem alltaf kemur fram, er að samkvæmt öllum skoðanakönnunum er yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga andvígur tvöföldu heilbrigðiskerfi, þannig að enginn pólitíkus (nema SUS) lætur sér detta í hug að leggja fram eitthvað frumvarp um þetta.

Kristján G. Arngrímsson, 14.1.2019 kl. 20:41

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór Þakka þér fyrir þetta, ég er hjartanlega sammála þér.

@Krisján, þakka þér fyrir þetta.  Mér virðist það einmitt vera þú sem ert (eins og fleiri) fastir í einhverjum "hlekkjum hugans".

Það er öllum frjálst að ferðast erlendis og kaupa þar heilbrigðisþjónustu og eykst hröðum skrefum.  Íslendingar sækja heilbrigðisþjónustu til Póllands, Búlgaríu, Hollands, Svíþjóðar, Danmerkur, Tælands og svo má lengi telja.

Þannig verður alltaf til "tvöfallt heilbrigðiskerfi".

Það er hins vegar svo að ef að biðtími eftir aðgerð er kominn yfir ákveðin mörk, eiga sjúklingar rétt á því að Íslenska ríkið borgi þá upphæð sem aðgerðin kostar á Íslandi, en sjúklingurinn geti leitað sér aðstoðar hvar sem er á EAA/EES svæðinu.

En heilbrigðisyfirvöld vilja ekki samþykkja að slíkt gerist á Íslandi.

Vilja ekki að Íslensk fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu njóti sömu réttinda og einkafyrirtæki erlendis.

Ég hef ekki heyrt að meirihluti Íslendinga sé á móti þessum réttindum, né heldur að þeir séu á móti því að Íslensk fyrirtæki standi jöfn erlendum undir þessum kringumstæðum, það er enda ekkert sem mælir með því, að ég get séð.

Það er þegar búið að samþykkja að ríkið eigi að borga (einnig hjá einkaaðilum) ef biðin er of löng.  Er eitthvað að því að það gildi einnig um innlend fyrirtæki?

G. Tómas Gunnarsson, 15.1.2019 kl. 08:52

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er alltaf skrítið að reyna að rökræða við bókstafstrúaða frjálshyggjumenn. Soldið eins og að ræða tilvist Guðs við páfann, geri ég ráð fyrir.

Ég átti bara við að skv. skoðanakönnunum er meirihluti Íslendinga á móti tvöföldu heilbrigðiskerfi hérlendis. Alveg eins og mikill meirihluti Íslendinga er á móti því að áfengi verði selt í almennum verslunum. En þessi meirihlutavilji hefur aldrei náð til ykkar bókstafstrúaðra - frekar en efasemdir um tilvist Guðs ná til páfans.

Kristján G. Arngrímsson, 15.1.2019 kl. 09:22

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta, ég er mest hissa á því að þú skulir ekki bæta því við að skoðanakannanir hafa ávallt sýnt meirihluta gegn listamannalaunum (þó að þar hafi dregið saman ef ég man rétt).

Það er tvöfallt heilbrigðiskerfi á Íslandi, að því marki að það eru sérfræðingar sem gera alls kyns aðgerðir gegn gjaldi, fyrir þá sem geta greitt.

Þeir sem hafa meira á milli handanna geta líka farið erlendis og notið heilbrigðisþjónustu þar.

Ég held að það þurfi ekkert að deila um það, eða hvað?

En fari biðtími yfir ákveðin tíma á einstaklingur rétt á því að fara erlendis og ríkið borgar þá upphæð sem aðgerðin kostar á Íslandi.

Sammála hingað til?

En ef sami einstaklingur, sem hefur beðið svo lengi, vill frekar að aðgerðin sé gerð á Íslandi, þá segir ríkið nei.  Hann á eftir sem áður möguleika á því að borga hana að fullu.

En vilji hann stuðning ríkisins, þá getur hann til dæmis farið á einkasjúkrahús í Svíþjóð, þar sem sami læknirinn og hefði ef til vill gert aðgerðina á Íslandi framkvæmir hana.

Og þá borgar ríkið, enda á það ekki annan kost samkvæmt lögum.

En hvað er á móti því að ríkið greiði sömu upphæð fyrir aðgerð á Íslandi?

Og þar breyta engu skoðanakannanir sem hafa verið gerðar um tvöfallt heilbrigðiskerfi.

G. Tómas Gunnarsson, 15.1.2019 kl. 10:06

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég er nú reyndar þeirrar skoðunar að opinber listamannalaun eigi að leggja niður.

En þetta með heilbrigðiskerfisumræðuna þá var ég sumsé bara að benda á tvennt: að þessi umræða væri frekar fyrirsjáanleg og að skoðanakannanir sýni andstöðu Íslendinga við tvöfalt heilbrigðiskerfi. 

Má bæta því við, að þótt eitthvað sé er ekki þar með sagt að það eigi að vera.

Kristján G. Arngrímsson, 15.1.2019 kl. 18:49

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, Þakka þér fyrir þetta.  Á móti straumnum (ekkert að því), nú þegar stuðningur við Listamannalaunin eykst. :-)

Ég er svo alveg sammála því að þó að ekkert sé óumbreytanlegt. En þetta er reyndar nýleg breyting að einstaklingar eigi rétt á því að sækja heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, hafi biðtími farið yfir ákveðið mark.

Þett breyttist 2015 eða 16, ef ég man rétt.

Ég held að margir ef ekki flestir líti á það sem framför, enda eigi heilbrigðiskerfið að vera fyrir sjúklingana, en ekki heilbrigðisstofnanir eða hið opinbera.

Þessar breytingar komu í gegnum EEA/EES samningin, vor samþykktar sem lög frá Alþingi og eru nú réttur sjúklinga.

Þá er spurningin hvort það sé rétt að einstaklingar þurfi að fara erlendis til að njóta þessara réttinda, eða það sé rökrétt að þeir geti notið þeirra á Íslandi, t.d. hjá einkarekinni heilbrigðisstofnun?

Er það ekki undarleg "hugsjón" að þeir verði að fara til útlanda? 

Er ekki þeim mun meiri ástæða til að halda áfram umræðu um málið þegar staðan er þessi?

G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2019 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband