27.5.2007 | 03:26
McMonako
Það þarf eitthvað sérstakt að koma til svo að Monakokappaksturinn verði ekki 1 - 2 fyrir McLaren. Það sem er þó enn verra er að það er ekki of líklegt að Ferrari nái báðum fákunum í stigasæti.
Ég veit ekki hvað var að hjá Raikkonen, en þetta litur ekki of vel út. Því miður er Monako yfirleitt ekki mjög spennandi kappakstur, þó að hann sé vissulega fullur "glamúr". Það er einna helst spennandi að sjá hversu margir bílar detta út.
En það er vissulega aldrei að vita hvað gerist, það sannaðist líklega best í Monako árið 1996, þegar Oliver Panis vann sinn fyrsta og eina sigur, en þá luku 4. bílar öllum hringjunum. Þar á meðal var David Coulthard.
Alonso tók ráspól af Hamilton á síðustu sekúndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hamilton, rock on!!
Jóhann H., 27.5.2007 kl. 04:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.