Sterkt útspil frá Lilju og Framsóknarflokknum

Ég verđ ađ viđurkenna ađ ţessi tilkynning Lilju kom mér skemmtilega á óvart.  Persónulega held ég ađ ţetta sé hárrétt afstađa hjá Lilju og Framsóknarflokknum.

Ţađ er einfaldlega ekki rökrétt ađ eyđa ţeim tíma, kröftum og fjármunum sem slík umsókn kostar á nýhöfnu kjörtímabili.

Ţađ ber sömuleiđis vott um pólítískan heigulshátt ef stefnt er ađ slíkri atkvćđagreiđslu í lok kjörtímabils.

Ef komandi ríkisstjórn (hvernig sem hún verđur skipuđ) vill virkilega stefna á "Sambandsađild" og hafa ţjóđaratkvćđagreiđslu, á ađ hafa hana sem fyrst, ţannig ađ komandi ríkisstjórn hefji ţá vinnu og hafi fast ađ 3. árum til ađ vinna ađ ađlögunarumsókninni.

En hvort ađ ţađ sé á međal ađkallandi verkefna og best sé ađ skella Íslendingum út í enn eina kosningabaráttuna, er sjálfsagt skiptar skođanir um, en ég fagna hve Lilja kveđur sterkt ađ í ţessum efnum.

En ţessi yfirlýsing er fyrir margra hluta sakir athyglisverđ.

En sýnir ađ Framsókn er vel miđvituđ um sterka stöđu sína sem "kingmaker" og ađ hún er reiđubúin til ađ nota hana vel.

Ţađ er líka athyglisvert ađ ţađ er Lilja sem stígur fram međ ţessa yfirlýsingu, en ekki Sigurđur Ingi, sem talar meira í véfréttastíl.  Ţađ myndi ég telja vísbendingu um sterka stöđu Lilju innan flokksins og svo aftur "hreinan og beinan" pólítískan stíl hennar.

Sem ađ ég hygg ađ til lengri tíma litiđ eigi eftir ađ reynast henni vel.

 


mbl.is Hafnar ţjóđaratkvćđi um ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hún er geysilega traust.

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2017 kl. 02:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband