Sigmundur Davíð leggur Þórunni Egils og Loga

Þegar litið er til úrslitanna í NorðAustur kjördæmi vekur afar góður árangur Miðflokksins með Sigmund Davíð í fararbroddi sérstaka athygli.

Sjálfstæðisflokkurinn er fylgismestur, og í kjölfar hans koma Vinstri græn, Miðflokkurinn kemur svo í þriðja, Framsóknarflokkurinn er fjórði og Samfylkingin er 5. stærsti flokkurinn.

Sigmundur Davíð og flokkur hans leggur því bæði Þórunni Egilsdóttur þingflokksformann og Framsóknarflokkinn og Loga og Samfylkinguna. 

Það vekur reyndar líka athygli mína að samanlagt eru Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með 32.9% fylgi.

Ég held að fæstir geti séð það fyrir sér að Framsóknarflokkurinn hefði náð þessu fylgi ef að hann hefði gengið heill og óskiptur til þessara kosninga.

Eins og oft áður er þetta það kjördæmi sem fylgi Sjálfstæðiflokksins er lægst og það eina sem Vinstri græn komast virkilega nálægt honum.

NorðAustur kjördæmi, ásamt NorðVestur, sendir fæsta flokka á þing.  Aðeins 5 flokkar fá hylli kjósenda og skiptast þingmennirnir jafnt á milli þeirra, 2. á hvern flokk.

 

 


mbl.is Lokatölur úr Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband