27.10.2017 | 19:12
Engin þjóð hefur skattlagt sig úr hófi til velsældar
Þetta er athyglisverð frétt og ákaflega sönn. Það er rétt að þegar talað er um að stórauka skatta, bitnar það alltaf á millistéttinni.
Ekki aðeins vegna þess að þar er "stóri skattstofninn", heldur líka hitt að hún hefur alla jafna minni möguleika á því að "hagræða", "flytja" og "flýja" skattlagninguna heldur en þeir sem hafa verulega háar tekjur.
En áhrifin, eins og segir í fréttinni: "Hættan við slíkar aðgerðir felst ávallt í hækkun jaðarskattheimtu sem síðan dregur úr vinnuvilja þegar fólk áttar sig á því að aukin vinna skilar nær engum aukatekjum."
Raunar er hætta á því þegar þrepaskipt skattkerfi er við lýði að hærri laun þýði minni ráðstöfunartekjur
Hve margir eru það sem vilja leggja eitthvað á sig þegar ríkið ætlar að taka meirihlutann af laununum?
Það kanna að hljóma vel að skattleggja "ofurlaun", en hvað er verið að ræða um? Hafa sjómenn ofurlaun? Hafa læknar ofurlaun?
Þegar rætt er um slíkt er vert að hafa í huga að sjómenn vinna 12 tíma á dag, hvern dag út a sjó, og eru í burtu frá fjölskyldum og þægindum sem við flest lítum á sem sjálfsögð.
Ríflega hálf þjóðin (eða svo) var svo með böggum hildar, vegna yfirvofandi læknaskorts fyrir fáum árum. Læknar vildu víst allir fara til starfa erlendis.
Telja Íslendingar virkilega að rétta leiðin til þess að hald þeim á Íslandi sé að hækka á þá skattana?
Það er sömuleiðis vinsælt að tala um að hækka fjármagnstekjuskatta.
Hvað það varðar er vert að hafa í huga að fjármagn er oft eitthvað sem einhver lagði til hliðar, sparaði, stundum tekið að láni, en tekjurnar koma oft með því að taka áhættu, jafnvel að tapa öllu fjármagninu.
Er rétt að letja einstaklinga til þess með of mikilli skattheimtu?
Og þar ættum við einnig að taka tillit til misjafnar stöðu einstaklinga.
Er ekki eðlilegt að 66 ára einstaklingur eigi meiri sparnað en sá sem er 28 ára? Er rétt að refsa þeim eldri, bara vegna þess að hann hefur verið duglegur að leggja fyrir?
Allt þetta er rétt að hafa í huga þegar greidd eru atkvæði á morgun. Ég skora á Íslendinga að hafna þeim flokkum sem hafa aðeins aukna skattpíningu í huga.
Hafna þeim sem vilja hegna þem sem hyggja að sinni eigin framtíð og vilja búa í haginn fyrir sig og sína.
Skattleggja á millistéttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var bara um daginn að reyna að útskýra fyrir einhverjum VG-ista að það væri réttast að vinnandi fólk fengi að halda tekjum sínum.
Fékk til baka illskiljanlegan texta um græðgi og öryrkja.
Vinnandi fólk má sem sagt ekki hafa tekjur vegna þess að öryrkjar, skilst mér.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.10.2017 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.