22.10.2017 | 17:40
Er óska efnahagstefnan massív peningaprentun, uppkaup seðlabanka á skuldabréfum og að keyra upp verðbólgu?
Margir halda því fram að vextir á Íslandi séu mun hærri en í mörgum öðrum Evrópulöndum vegna krónunnar. Það er í sjálfu sér rangt.
Vissulega má segja að í því felist sannleikskorn, en það er aðeins lítill hluti skýringarinnar.
Í fyrsta lagi er rétt að velta því fyrir sér hvers vegna vextir eru svona lágir í mörgum Evrópulöndum, sérstaklega á Eurosvæðinu og þeim löndum sem tengjast því sterkum böndum.
Staðan er einfaldlega sú að hagvöxtur er þar ákaflega lítill, atvinnuleysi er hátt og til skamms tíma geysaði þar verðhjöðnun.
Er það það sem Íslendingar vilja stefna að?
Seðlabanki Eurosvæðisins hefur prentað peninga eins og enginn væri morgundagurinn, og hefur ásamt seðlabönkum aðildarríkjanna keypt upp skuldabréf frá ríkisstjórnum og stór fyrirtækjum og keyrt niður vexti, og þannig gert ríkisstjórnum kleyft að halda áfram skuldasöfnun og jafnframt tryggt hagnað fyrirtækjanna.
Er það þetta sem Íslendingar vilja að stjórnmálin stefni að?
Væru Íslendingar betur staddir ef Seðlabankinn væri að kaupa upp ríkisskuldabréf og skuldabréf stórfyrirtækja og stefndi ótrauður að því að keyra upp verðbólgu?
Þannig væri staðan ef Íslendingar væru aðilar að Evrópusambandinu og hefðu tekið upp euro. Ekkert ríki mátti skorast undan, ekki Þjóðverjar sem höfðu engan áhuga á því að taka þátt, eða Eistland, þar sem ríkið hefur aldrei gefið út skuldabréf.
Hverjir halda að ríki eins og Ísland þar sem hagvöxtur hefur verið allt að 7%, hafi þörf fyrir slíkar trakteringar?
Eina ríkið á Norðurlöndum sem er með euro er Finnland. Þar er atvinnuleysi á milli 7 og 8%,
Þar var verðbólga í september 0.87%. 80 kílómetrum sunnar er verðbólgan í Eistlandi 3.67%.
Verðbólgan var enn hærri í Litháen í ágúst, eða 4.6%.
En stýrivexirnir eru þeir sömu, er það virkilega skoðun einhvers hluta Íslenkra stjórnmálamanna að vextir hafi ekki eða eigi ekki að hafa neina tengingu við stöðu efnahagsmála?
Eru einhverjir Íslenskir stjórnmálamenn þeirrar skoðunar að helsta verkefni Seðlabanka Íslands ætti að vera nú að keyra upp verðbólgu og massív peningaprentun?
Það er hlutskipti seðlabanka euroríkjanna nú.
Ein af mýtunum sem haldið hefur verið fram er að við upptöku euros verði verðbólga á Íslandi svipuð og í öðrum ríkjum eurosvæðisins.
Tölurnar hér að ofan ættu að fullvissa flesta um að það er rangt, og eru aðeins enn eitt dæmi um að "sölumenn" eurosins halda fram rökum sem halda engu vatni.
Viðreisn sýnir spilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.10.2017 kl. 06:32 | Facebook
Athugasemdir
Ef rök sölumanna evrunnar halda ekki vatni, hvers vegna eru þessir menn þá að reyna að koma á evru á Íslandi?
Vinsamlegast merktu við rétt svar:
( ) Þeim er illa við Ísland
( ) Þá skortir rökvísi
( ) Ég hef aldrei velt því fyrir mér
Kristján G. Arngrímsson, 23.10.2017 kl. 13:08
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Ég hef í sjálfu sér ekki svar við þessari spurningu, ég hef ekki það sterka innsýn inn í hugarheim þeirra sem berjast fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp euro.
Það væri ef til vill nær að þú reynir að krefja þá um betri svör hvers vegna þeir líta svo fram hjá göllunum og selja kostina.
Mig minnir að það hafi verið Ólafur Stephensen sem komst svo að orði að stuðningsmenn eurosins (hann hefur þó örugglega notað orðið evra) hefðu verið svo uppteknir við að selja Íslendingum kosti eurosins að þeir hefðu bara gleymti að fjalla um gallana.
Það hljómar auðvitað svo vel pólítískt að tala um að vextir lækki (það er líklegt að þeir myndu lækka lítillega við upptöku euros) en sleppa því að tala um hvað annað gæti gerst.
En eins og ég sagði áður, svara ég ekki fyrir þá.
G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 14:24
Ég myndi vilja koma því fram hér, það má eiginlega kalla það leiðréttingu að Ólafur var að tala um leiðtoga Evrópusambandsins (á mismunandi tímum), en ég held að fullyrðingin hans sem slík standi vel og nái til fleirri.
G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 14:41
Þannig að þú merkir við síðasta svarið. Og bætir við að þeir séu líklegast að þessu til að veiða atkvæði.
Ég verð nú að segja að mér finnst heldur meiri reisn yfir málflutningi Ólafs, sem hefu þó að minnsta kosti gefið færi á því að hann hafi ekki skilyrðislaust alveg rétt fyrir sér.
Þú ert aftur á móti í þessu máli kaþólskari en páfinn.
Ég verð að viðurkenn að ég hef tilhneigingu til að taka lítið mark á slíkum málfutningi.
En gott og vel.
Kristján G. Arngrímsson, 23.10.2017 kl. 15:25
@Krisján Þakka þér fyrir þetta. Það er án efa mismunandi rök á bak við skoðanir þeirra sem vilja taka upp euro. Ég get ekki svarað fyrir þá og ég leyfi mér að efast um að þeir séu í raun einn skoðanahópur. Það að ég hafi ekki velt því fyrir mér, er ekki rétt, en það þýðir ekki að ég telji að eitt svar búi að baki.
En þeir sem eru hrokafullir, svona rétt eins og þú :-) eiga ekki erfitt með að gera öðrum upp skoðanir eða svör.
En rétt eins og markmiðið á bak við euroið var að stórum hluta pólítískt, er alveg hægt að ímynda sér að það sé á bak við skoðanir hluta þeirra sem "predika" upptöku euros sé það einnig.
Þú svarar svo ef til vill þinni eigin spurningu, með sömu svarmöguleikum, bara á þann veginn að hún snúi að þeim sem vilja ekki ganga í Evrópusambandið, svona ef þú mátt vera að?
G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 15:37
Já, ég merki við fyrsta möguleikann.
Annað: þú hefur líklega heyrt talað um s.k. confirmation bias? Já það nefnilega á við okkur öll. Þig líka, þótt þú virðist vera "blissfully ignorant" um allt soleiðis.
Kristján G. Arngrímsson, 23.10.2017 kl. 15:55
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Já, ég á auðvelt með að skilja að þú lítir á okkur öll sem "vont fólk".
Einhvern veginn kemur það mér ekki á óvart.
Og að sjálfsögðu kemur ekkert til greina nema að að baki búi ein skoðun.
Það er alltaf þægilegast að hafa sviðið skipulega skipt, svart og hvítt, gott og vont fólk o.s.frv.
G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 16:08
Hm... sagði ég að þið væruð vont fólk? Nei, lestu nú það sem segir í fyrsta kosti. Illa við Ísland, stendur þar. Ekki "vint fólk". Og alveg pláss fyrir ótal ástæður fyrir því að ykkur er illa við Ísland, sjáðu til. Ekki leggja mér orð í munn tilað auðveldara verði að koma mig höggi. Talandi um stafestingarhneigð...
Kristján G. Arngrímsson, 23.10.2017 kl. 16:14
@Kristján Þakka þér fyrir það. Ég er svo einfaldur í hugsun að ég reikna ekki með því að vel þenkjandi Íslendingum sé illa við Ísland.
En ég biðs að sjálfsögðu afsökunar á því að hafa lagt þér orð í munn, að biðjast afsökunar er eitthver vinsælasta athöfnin þessa dagana og mér ekkert nema ljúft að stökkva á þann vagn.
En við höfum í raun átt þessar samræður áður, þó ef til vill um nákvæmlega sama málefnið, en þó tengt.
Þú virðist halda því fram að mér beri einhver skylda til að bera fram bæði sjónarmið og koma sífellt með rök með og á móti, og það sé einhver villa að koma ekki með gagnrökin.
Rétt eins og áður þá bendi ég þér á að þetta er bloggið mitt, þar sem ég held fram mínum skoðunum, þar sem ég er ekki að leggja fram "akademískan" pappír.
Það skiptir mig í raun engu máli hversu oft þetta verður rætt, það í sjálfu sér mun ekki breyta því.
Enda er þessi færsla fyrst og fremst mínar skoðanir og hugrenningar sem vakna þegar ég les frétt um blaðamannafund Viðreisnar.
En tókstu eftir því að Viðreisn legði fram einhver mótrök gegn sínum málum? Ekki gerði ég það, því er þetta að hluta til einmitt það.
Ef til vill færi best á því að þú einbeittir þér að þínu eigin bloggi, og tækir fyrir einhliða röksemdir í fréttum og stefnumálum stjórnmálaflokka.
Ég efa ekki um að það yrði vinsælt.
G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 16:29
Það er þannig séð mannlegt að finnast þeir heimskir eða illa innrættir sem eru ósammála manni.
En það er barnalegt að halda að útgerðarmenn séu þeir einu sem eyða pening í að afla skoðunum sem henta þeirra hagsmunum fylgis.
ls (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 16:41
Sko, það er svolítið erfitt við að eiga þegar manni eru sífellt lögð orð í munn. Ég var hvergi að fara fram á að þú færir í akademískt debatt við sjálfan þig. Ég spurði bara hvort þú hefðir eitthvað velt fyrir þér hvaða viðhorf lægi að baki skoðun sem er andstæð þinni, og nefndi svo að Óli Stef hefði ljáð máls á að hann hefði kannski ekki alveg 100% rétt fyrir sér.
Ég hef hvergi krafið þig um gagnrök. Bara spurt um þetta sem ég útskýrði hérna.
Varðandi það hvort ég einbeiti mér að mínu eigin bloggi (áttu við að þú viljir helst að ég láti þig í friði með þitt?) þá spyr ég nú bara hvort þér finnist ekki eitthvað varið í að fá smá "challenge"?
Sjálfum finnst mér frekar leiðinlegt að halda einræður.
Kristján G. Arngrímsson, 23.10.2017 kl. 17:54
Svo er alltaf broslegt þegar fólk segir yfirlætislega að eitthvað sé "mannlegt" og annað "barnalegt". Svona yfirlýsingar eru í sjálfu sér mjög barnalegar.
En úr munni fullorðinna bara svoldið broslegar.
Kristján G. Arngrímsson, 23.10.2017 kl. 18:00
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Eins og ég hef áður sagt hef ég að sjálfsögðu velt því fyrir mér hvers vegna einstaklingar vilja ganga í Evrópusambandið en ég hef enga trú á því að það sé um eina skoðun að ræða.
Hlutirnir eru ekki svo einfaldir að það sé hægt að afgreiða þá í þriggja valkosta krossaprófi. Að mínu viti er enginn svarmöguleikanna í þínu krossaprófi rétt svar. Svo einfalt er það. Krossaprófið þitt er nokkuð týpískt "ertu hættur að berja konuna þína" framsetning.
Þú hins vegar fullyrtir að ég hefði merkt við síðasta svarið, gerðir mér upp skoðnir (og hefur ekki einu sinni beðist afsökunar eins og þó tíðkast nú á Íslandi :)
Að saka einhvern um "confirmation bias" (sem ég er alveg sammála að hrjái okkur öll að einhverju marki) er jú einmitt að leita að, eða grípa upp rök fyrir eigin sannfæringu.
Horfa ekki til annara raka.
En það voru einmitt "önnur rök" sem Viðreisn setti fram, rök sem ég sagði mig í sjálfu sér ekki ósammála, en benti á það sem ekki var sagt.
Persónulega er mér nákvæmlega sama hvort einhver svarar mér eða ekki. Allir eru velkomnir hér, undir nafni eða nafnlausir ef þeir sýna lágmarkskurteisi og eru ekki með dónaskap eða svívirðingar.
Blog er að mínu mati frekar í átt við einræðu, en samræðu, þó að það geti þróast upp í það síðarnefnda.
Enda er því (alla vegna í mínu tilfelli) ekki beint til eins eða neins, heldur meira talað út í tómið, ef svo má að orði komast.
Svo er það happa og glappa hvort að eitthvað svar berst og hvernig það þróast.
G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 18:13
Það má ef til vill bæta því við Kristján, að þú virðist nú upp á síðkastið hafa meiri áhuga á því hvernig ég segi hlutina, en hvað ég er að segja.
Þú gerir ekki nokkra tilraun til þess að ræða eða koma með nokkuð á móti því sem er sagt, heldur vilt fara að ræða eitthvað annað.
Hefur þú einhverja skoðun á því sem kemur fram í færslunni?
G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.