21.9.2017 | 15:15
Allt of langt gengið
Það er sjálfsagt að einstaklingar, dánarbú og erfingjar verndi rétt sinn og sjálfsagt að berjast gegn því að óprúttnir aðilar noti "eignir" annara til að selja vörur sínar.
En hér er allt of langt gengið.
Það er full ástæða til að berjast gegn því að frægt fólk og "fyrirmenni" slái eign sinni á nöfn og orð.
John (með fjöldan allan af afbrigðum, s.s. Ivan, Johnny, Johan, Jóhannes, Jón o.s.frv) er líklega með algengari nöfnum í heiminum. Líkindin á milli Lemon og Lennon eru svo ákaflega hæpin, svo ekki sé sterkari til orða tekið.
Þess utan er svo John heitinn Lennon langt í frá sá eini sem hefur borið það eftirnafn.
Það er rétt að vara við þreyfingum sem þessum, þar sem fjársterkir og frægir aðilar reyna að slá eign sinni á nöfn, orð eða orðasambönd.
Ono í hart við límonaðiframleiðanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.