Grundvallarmunur á vegg og vegg?

Það má segja að það sé mikill miskilningur að landamæraveggur sé einfaldlega það sama og landamæraveggur. Þó að útlitið sé svipað má segja að í grunninn þjóni landamæraveggir mismunandi tilgangi.

Annars vegar það sem algengara er, að tryggja yfirráð ríkis yfir landamærum sínum og betri stjórn á því hverjir komist þar yfir og svo hins vegar að hindra að eigin þegnar komist á brott.

Á þessu tvennu er reginmunur.

Því ætti ekki að leggja að jöfnu veggi s.s. Berlínarmúrinn eða þann múr sem er á landamærum koreönsku ríkjanna og þá veggi sem eru t.d. á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, Spánar og Marókkó eða þann vegg sem Tyrkir eru að reisa á landamærum sínum og Sýrlands, með stuðningi Evrópusambandsins.

Veggir sem halda þegnunum inni, gera ríkin að ígildi fangelsis, það var raunin með A-Þýskaland og raunar flest hin sósíalísku ríki í A-Evrópu og það er raunin með N-Kóreu.

En það á engin sjálfgefin rétt á því að koma til annars lands. Mexíkanar eru ekki sviptir grundvallarréttindum þó að veggur hindri þá í að fara yfir landamærin til Bandaríkjanna. Eftir sem áður geta þeir sótt um vegabréfsáritun, en auðvitað er óvíst að viðkomandi fái hana.

Sama gildir um Marókkóbúa sem vill fara yfir á spænskt landsvæði, hann á engan sjálfgefinn rétt til slíks og verður að sækja um vegabréfsáritun inn á Schengen svæðið.

Hvorugur veggurinn brýtur á réttindum eins né neins.

Hvers vegna áform um vegg á landamærum Bandaríkjanna (sem þegar hafa vegg á löngum köflum) framkalla svo mikið sterkari viðbrögð en veggur á landamærum Spánar og Marókkó, eða t.d. Tyrklands og Sýrlands er spurning sem ef til vill fer best á að hver svari fyrir sig.

En skyldu Íslendingar eiga von á því að lagðar verði fram þingsályktunartillögur sem fordæmi alla þessa veggi og múra?

 

 


mbl.is Landamæraveggir víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband