Undanfarnar vikur hefur mátt lesa um deilur á milli Bandaríkjanna og Þýskalands um hvort að lágt gengi eurosins veiti Þýskalandi óeðlilegt forskot hvað varðar útflutning.
Eins og eðlilegt er í deilumáli sem þessu sýnis sitt hverjum.
En nýverið tók þó fjármálaráðherra Þýskalands að nokkru undir með þeim sem segja að Þýskaland njóti að nokkru óeðlilegs forskots. Það er að segja að euroið sé of veikt - fyrir Þýskaland.
Eða eins og lesa mátti í frétt Financial Times:
German finance minister Wolfgang Schäuble has blamed the European Central Bank for an exchange rate that is too low for Germany, following criticism last week from US president Donald Trumps top trade adviser.
Mr Schäuble acknowledged in a newspaper interview that the ECB had to set monetary policy for the eurozone as a whole, but said: It is too loose for Germany.
The euro exchange rate is, strictly speaking, too low for the German economys competitive position, he told Tagesspiegel. When ECB chief Mario Draghi embarked on the expansive monetary policy, I told him he would drive up Germanys export surplus . . . I promised then not to publicly criticise this [policy] course. But then I dont want to be criticised for the consequences of this policy.
Þó endanlegar tölur liggi ekki fyrir er líklegt að Þýskaland hafi verið það land sem notið hafi mests afgangs af milliríkjaviðskiptum á síðasta ári, meira að segja all verulega meira en Kína.
Í frétt FT mátti ennfremur lesa:
Mr Schäuble pointed out that Germany was not able to set exchange rate policy and pinned responsibility for the euros weakness against the dollar on the ECB. The German finance ministry was not an ardent fan of the ECBs policy of quantitative easing that had helped to weaken the single currency.
According to the Ifo Institute, Germany recorded a trade surplus of nearly $300bn last year, outpacing China by more than $50bn to hold the worlds largest trade surplus. Critics in Brussels and Washington have called for Germany to reframe its fiscal policy and stimulate domestic demand to increase imports.
Það er spurning hvort að þetta eigi eftir að verða að frekari illindum á milli Þýskalands og Bandaríkjanna.
En það verður ekki um það deilt að á pappírunum hefur Þýskaland ekkert um aðgerðir Seðlabanka Eurosvæðisins að segja.
Það er einnig staðreynd að þótt að gengið á euroinu sé of lágt fyrir Þýskaland, er það of hátt fyrir önnur ríki í myntsamtarfinu, t.d. Grikkland, Ítalíu, Frakkland, Portúgal og svo má eitthvað áfram telja.
Þá benda ýmsir á að þessu sé eins farið í t.d. Bandaríkjunum, sama gengið á dollar eigi ekki við Alabama og Kalíforníu, eða N-Dakóta og New York.
Ef til vill mætti segja að það sama gildi um Ísland, Raufarhöfn þyrfti í raun annað gengi en Reykjavík og Suðureyri þyrfti annað gengi en Suðurnes, alla vegna stundum.
En þetta eru ekki fyllilega sambærilegir hlutir. Uppbygging Bandaríkjanna og Íslands er önnur en Evrópusambandsins.
Þannig er efnahagsástand vissulega misjafnt eftir ríkjum í Bandaríkjunum, en "Alríkið" er þó mörgum sinnum sterkara en í Evrópusambandinu, enda "Sambandið" ekki sambandsríki - alla vegna ekki enn.
Þess vegna er stuðningur og flutningur fjármagns á milli ríkja með allt öðrum hætti í Bandaríkjunum en í Evrópusambandinu. Það sama gildir t.d. um Kanada og í raun einnig Ísland.
Enda eru engin ríki Bandaríkjanna í hjálparprógrammi hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum, þau enda ekki sjálfstæðir aðilar að sjóðnum.
Það er einmitt eitt af vandamálum við uppbyggingu "Sambandsins", Þýskaland nýtur kosta myntsamstarfins, án þess að bera nokkra raunverulega ábyrgð eða skyldur til að dreifa honum til annara þátttakenda.
Þó er heimilt samkvæmt sáttmálum eurosamstarfsins að beita sektum gegn ríkjum sem hafa of mikinn jákvæðan viðskiptajöfnuð, en engin innan "Sambandsins" vogar sér að beita því vopni gegn Þjóðverjum.
Er óeðlilegt að önnur ríki hyggist grípa til slíks?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 22.2.2017 kl. 09:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.