2.2.2017 | 07:27
Bretar sigla hægt en örugglega úr "Sambandinu"
Ég tel að það hafi aldrei verið virkilegur vafi á því að úrsögn Breta yrði samþykkt í þinginu. Ég held að það hafi reyndar verið nauðsynlegt að þingið fjallaði um málið og sú umfjöllun byggir úrsögnina sterkari grunni.
Dómsúrskurðurinn styrkir þingið sömuleiðis sem er gott.
Ýmsir hafa gert mikið úr því að meirihluti þingmanna væri andsnúinn úrsögninni og því yrði niðurstaðan tvísýn.
Það er líklega rétt að margir þingmenn hefðu viljað greiða atkvæði á annan veg. En þeir gera sér grein fyrir því að þeir sitja í umboði kjósenda, og einmenningskjördæmi tryggja það samband en mörg önnur kerfi, þó að mörg rök megi setja fram um að þau þjóni lýðræðinu misjafnlega.
En þingmenn í einmenningskjördæmi eru líklegir til að lenda í vandræðum greiði þeir atkvæði gegn meirihluta kjósenda í jafn stóru máli og þessu.
Það er einnig næsta öruggt, að hefði þingið fellt úrsögnina, hefði verið boðað til kosninga.
Líklega er það að síðasta sem t.d. Verkamannaflokkurinn kærir sig um nú, enda flokkurinn illa tættur, bæði vegna Brexit og ekki síður stöðu formannsins.
Það er líklegt að ríkisstjórn May nái markmiði sínu, að segja Bretland frá Evrópusambandinu í mars næstkomandi.
Þá hefst málið fyrir alvöru ef svo má að orði komast.
Hver svo sem afstaða einstaklinga er, hygg ég að flestir séu sammála um að það verði fróðlegt og spennandi ferli sem kemur til með að reyna mikið á bæði Breta og ekki síður Evrópusambandið.
Breska þingið samþykkir Brexit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.