Sjúklinga frekar til Amsterdam heldur en í Ármúlann?

Umræða um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu fer oft út á undarlegar brautir á Íslandi. Í raun ætti þetta að vera nokkuð sjálfsagt mál.

Það ætti auðvitað ekki að eiga að vera nokkuð sem alþingismenn hafa áhyggjur af, eða eyða kröftum sínum í.  Af nógu öðru er að taka sem þeir gætu notað starfskrafta sína til betrumbóta.

Auðvitað ætti það að vera í höndum Landlæknis en ekki ráðherra að ákveða hvort að sjúkrahús taki til starfa á Íslandi eður ei. Hvað þá að opnun slíks ætti að þurfa að kalla á umræður á Alþingi, eða í nefndum þess.

Nú þegar hafa hefur Alþingi samþykkt að Íslendingum sé heimilt að sækja sér heilbrigðisþjónustu víða um Evrópu. Hið opinbera greiðir fyrir slíka þjónustu til jafns og kostnaður við hana væri á Íslandi.  Kostnað umfram það greiða sjúklingar sjálfir.

Allt er það enda samkvæmt tilhögun innan Evrópska efnahagsvæðisins, samkvæmt lögum og reglugerðurm frá Evrópusambandinu.

Nú þegar er örlítið um að Íslendingar noti sér þann rétt, og líklega má reikna með því að slíkt muni aukast eftir því sem tímar líða.

Hví ætti það að vera erfiðara fyrir Íslendinga að sækja sér heilbrigðisþjónustu í Ármúlann en það er í Amsterdam?

Nú þegar sækja Færeyingar sér þjónustu í Ármúlann, hví skyldu Íslendingar ekki gera það sömuleiðis?

Sjúkratryggingar ættu að gera samning við Klíníkina á nákvæmlega sama grunni og gildir um heilbrigðisþjónustu á EEA/EES svæðinu, þar sem sjúklingur fær endurgreitt miðað við kostnaðargrunn á Íslandi.

Eftir allt saman þá er Ísland á því svæði.

Það væri óneitanlega nokkuð sérstakt ef heilbrigðisráðherra frá "Sambandssinnaflokknum" Bjartri framtíð, færi að neita Íslendingum um þann rétt innanlands, sem þeira njóta á EEA/EES svæðinu.

 

 

 


mbl.is Bíða eftir svari ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Umræðan um þessi mál er mjög undarleg. Hvers vegna í ósköpunum má ekki reka einkareknar sjúkrastofnanir, samhliða þeim opinberu? Er það ekki eina leiðin til að stytta biðlista og viðhalda eðlilegu aðhaldi að opinberri heilbrigðisþjónustu? Það eru þúsundir manna á biðlistum eftir ýmiskonar viðgerðum á líkamshulstrum sínum, með tilheyrandi óþægindum og kvölum. Það ber að setja í forgang að þjónusta það fólk allt saman. Biðlistar er orð sem á ekki að þekkjast í hérlendri heilbrigðisþjónustu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.1.2017 kl. 18:09

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór Þakka þér fyrir þetta. Það er alveg rétt að umræðan um heilbrigðismál er jafn oft og ekki á undarlegum nótum.

Vissulega leysir það ekki málin að fleiri stofnanir sjái um málin, ef fjármögnunin er ekki fyrir hendi.

En ef engin samkeppni er fyrir hendi, þá er lítill hvati til þess að gera betur.

En ef Íslendingar mega leita til sjúkrastofnana á EEA/EES svæðin (og Sviss), og Sjúkratryggingar verða að borga, hvers vegna þá ekki innanlands?

Er t.d. Samfylkingin á því að það sé í góðu lagi að Íslendingar fari til Zurich eða Parísar eftir heilbrigðisþjónustu, en ekki upp í Ármúla?

Stundum hef ég á tilfinningunni að alþingismenn hafi ekki hugmynd um hvaða lög gilda í landinu og hvað hefur þegar verið samþykkt á Alþingi.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2017 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband