Skattalegt samkeppnishæfi - Ísland eftirbátur hinna Norðurlandanna

Það er mikið rætt um skatta, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar í veröldinni.  Og sýnist sitt hverjum.

Á meðan sumir sjá "hlaðborð" af skattamöguleikum sem aðeins þurfi að velja úr, eru aðrir sem vilja draga úr sköttum.  Fáa hef ég hitt sem tala um að þeir borgi alltof lága skatta.

Hvort sem vilji er til að hækka eða lækka skatta, er málinu til stuðnings gjarnan settur fram samanburður við önnur lönd, gjarna svokölluð samanburðarlönd.

Þá má sjá alls kyns töflur með skattprósentum og öðrum tölum. 

En í flestum tilfellum er eingöngu verið að bera saman prósentur. Það er hve há álagningar prósentan er.

En það sem skiptir meginmáli er auðvitað sjálft skattkerfið. Það er öllu flóknara að bera saman, enda skattalöggjöf jafnvel upp á tugi þúsunda síða í hverju landi um sig.

Það er enda ástæðan fyrir því að æ fleiri hámenntaðir sérfræðingar starfa við skatt framtöl.

En finna má á netinu samanburð á skattalegu samkeppnishæfi OECD landanna.  Það er Tax Foundation, bandarísk sjálfseignarstofnun (non profit), sem vinnur samanburðinn árlega.

Þegar litið er á málin frá þessum sjónarhól, sést önnur mynd en þegar einvörðungu er litið á prósentur.

Ísland er í 22. sæti og er t.d. á eftir öllum Norðurlöndunum í skattalegu samkeppnishæfi, þó að oft megi heyra að skattar á Íslandi eigi að hækka til jafns við hvað gerist á Norðurlöndunum.

Það má leyfa sér að efast um réttmæti þess, ef skattlegt samkeppnishæfi Íslands er mun lakara.  Svíþjóð er í 5. sæti, Noregur í 11., Finnland í 18. og Danmörk í því 20. Ísland kemur svo í 22. sæti eins og áður var nefnt.

Skýrsluna má finna hér.

Auðvitað á ekki að líta á skýrsluna sem hinn endanlega stóra dóm, ef svo má að orði komast.  En hún er fróðleg og gefur vísbendingar um hvar Íslendingar standa í skattamálum í samanburði við aðrar þróaðar þjóðir.

En skattamál eru flókin mál og skattkerfi landa getur hentað atvinnugreinum misvel. Ef til vill er ekki síst ástæða til þess að reyna eftir fremsta megni að einfalda skattkerfið.

Það gerir bæði skattlagningu og umræðu um hana einfaldari og markvissari.

P.S. Myndin hér að neðan er úr skýrslu Tax Foundation.

 

Tax foundation competi 2016

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er með lága skatta á háar tekjur og fyrirtæki. Ástæðan fyrir því að það lendir ekki ofar á lista yfir skattalegt samkeppnishæfi er væntanlega krónan og sá óstöðugleiki sem henni fylgir.

Að keppast við að vera skattalega samkeppnishæft ríki er að keppast við að stunda óheiðarlega samkeppni til að lokka þegna og fyrirtæki annarra landa til sín.

Það er ljóst að slík samkeppni getur ekki annað en endað með ósköpum. Auðmenn og stórfyrirtæki greiða þá stöðugt lægri skatta meðan hlutur almennings í skatttekjum stækkar stöðugt.

Skattaleg undirboð eru nú illa séð víða og reynt er að útrýma þeim með lagasetningu. Þannig sektaði ESB Microsoft(?) fyrir allt of lága skatta sem það greiddi Írum og skikkaði fyrirtækið til að margfalda skattgreiðslurnar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.1.2017 kl. 23:17

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Þú hefur líklega eitthvað miskilið þetta. Krónan eða meintur óstöðugleiki hefur nákvæmlega ekkert að gera með þennan samanburð.

Það er verið að bera saman skattkerfi, þar með talið skattprósentur mismunandi ríkja.  Þar kemur Ísland ver út en hin Norðurlöndin, bæði hvað varðar fyrirtæki og einstaklinga.

Það er auðvitað ekki nóg að bera saman skattprósentur. Þær gefa afar takmarkaða sýn á heildarmyndina.

Skattkerfi eru flest hver afar flókin, enda er það þess vegna sem sérfræðingar í sköttum og framtölum gera það æ betra víðast hvar um lönd.

http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/endurskodun/2189228/

Þessi pistill úr Viðskiptamogganum sýnir að hluta til að átt er við. Það má deila um hvort að breytingin sé til bóta eður ei, en það er ekki málið. En greinin veitir innsýn í hvernig skattkerfi eru misjafnlega byggð upp og hvernig þau breytast.

Það er það sem er verið að bera saman. 

Í þeim samanuburði kemur Ísland ver út en hin Norðurlöndin (gagnvart skattgreiðendum).

Landið sem kemur best út Eistland er með sömu skattprósentu á fyrirtæki og Ísland, 20%.

Hvað heldur þú að valdi því að Eistland sé í fyrsta sæti, svo langt á undan Íslandi?

Svíþjóð skorar mjög hátt.  Ert þú að halda því fram að Svíþjóð sé "skattaparadís", sem stundi skattaundirboð?

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2017 kl. 09:23

3 identicon

Þegar talað er um skattalegt samkeppnishæfi Íslands skiptir stöðugleiki gjaldmiðilsins auðvitað miklu máli enda geta skattar á Íslandi, reiknaðir í erlenda gjaldmiðlinum, hækkað upp úr öllu valdi fyrr en varir. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.2.2017 kl. 10:35

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta.  Hlutfallið sem einstaklingar eða fyrirtæki greiða hækkar ekki, eða lækkar með krónunni.

Það hefur t.d. komið fram í fjölmiðlum að ein meginástæðum þess að fyrirtæki eins og H&M hafi loks ákveðið að hefja starfsemi á Íslandi sé einföldun og niðurfelling tolla.

Það skiptir miklu meira máli en sveiflurnar á krónunni.

Og sú íslenska langt í frá sú eina sem hefur búið við þónokkrar sveiflur á unanförnum árum.

Það er fyrst og fremst skattkerfið sem erið er að bera saman, enda kmeur það vel fram í skýrslunni.

G. Tómas Gunnarsson, 2.2.2017 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband