Að gefa gjafir og að upplýsa en ekki sakfella

Þetta er að ýmsu leyti býsna merkileg frétt þó að hún sé ekki stór.

Trúarriti er haldið að börnum.  Er eitthvað rangt við það?  Ég sé að ýmsum þykir of langt gengið þegar skóli ákveður að láta foreldra vita af þessu.

Ég er ekki sammála því og mér þykja viðbrögð skólans að ýmsu leyti til fyrirmyndar.

Vissulega er ekkert saknæmt við það að bjóða börnum að þiggja trúarrit að gjöf. En í sjálfu sér er hægt að segja það sama um sælgæti, hasarblöð og flesta aðra hluti.

Skólinn hefur enga lögsögu utan skólalóðar og lögregla getur ekkert gert nema lögbrot sé framið, þó að hún geti kannað kringumstæður.

Enda get ég ekki skilið fréttina svo að skólinn sé að kalla eftir aðgerðum. Hann hefur einfaldlega látið foreldra vita. Þeir geta þá í framhaldinu rætt málið við börn sín og mælt með hvernig þau bregðast við.

Hreint til fyrirmyndar af hálfu skólans, að mínu mati. Hann veitir upplýsingar en sakfellir ekki eða kallar eftir aðgerðum lögreglu.

Staðreyndin er sú að það er engin ástæða fyrir kristið fólk að voma í kringum skólalóðir og bjóða upp á trúarrit, ekki frekar en nokkur önnur trúarbrögð.

Það vantar ekki aðstöðu til samkomuhalds, kirkjur eru í svo gott sem hverju hverfi og hægur vandi að auglýsa samkomu fyrir ungmenni og að boðið verði upp á ókeypis trúarrit.

Það væri enda í anda þess sem eignað er Jesú, leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki.  Aldrei man ég eftir því að talað hafi verið um að hann mælti með því að setið væri fyrir þeim.

P.S. Það er að mínu mati óttalega leiðinlegur blær yfir því að sitja fyrir krökkum á leið heim úr skóla. Engum til sóma.

Ég get sömuleiðis ímyndað mé að viðbrögð margra ef um önnur trúarbrögð væri að ræða.


mbl.is Býður börnum Nýja testamentið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki al­veg sú hegðun sem maður vill í kring­um skóla. Við hefðum frek­ar viljað bjóða mann­inn vel­kom­inn inn í spjall,“ seg­ir Flosi og tek­ur það fram að maður­inn hafi ekki sýnt af sér neina ógn­andi eða óeðli­lega hegðun

kjarni málsins kemur þarna fram.

ls (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 11:30

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Þakka þér fyrir þetta. Það er rétt að þetta er ekki hegðun sem er æskileg í kringum skóla, þó að hún sé langt í frá ólögleg. Að vísu kemur fram í fréttinni að einstaklingurinn hafi í það minnsta á stundum verið á skólalóð, sem er vissulega grátt svæði.

En það er engin ástæða til að æsa sig yfir því að skólinn hafi látið foreldra vita.  Það er hárrétt ákvörðun.

Það yrði verulega hvimleitt ef hópar "trúboða" færu að sæta færis þegar börn eru á leið heim úr skóla.

G. Tómas Gunnarsson, 15.1.2017 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband