25.11.2016 | 16:37
Hringekjan stopp í Bessastaðasirkusnum
Ég held að sú ákvörðun Guðna forseta að veita engum tilteknum stjórnmálamanni stjórnarmyndunarumboðið sé ágæt.
En hún afhjúpar um leið, sem ég reynd held að flestir hafi vitað, hve tilgangslaus "umboðsúthlutun" forseta er.
Að sjálfsögðu er öllum flokkum og einstaklingum innan þeirra frjálst að ræða saman, þvers og kruss, út og suður og norður og niður.
"Umboðsúthlutunin" hefur í raun ákaflega lítinn tilgang, nema að skapa "fjölmiðlamóment" og skapa svo litla "hringekjustemningu" og gefa það til kynna að það sé forsetinn sem stjórni ferðinni. Sem hann í raun gerir þó ekki.
Rétt eins og það að enginn hafi umboð, þýðir ekki að stjórnarmyndunarviðræður séu ekki heimilar.
Það er enginn fær umboðið þýðir að engin ríkisstjórn er í sjónmáli.
Nú þurfa íslenskir stjórnmálamenn að líta í eigin barm og athuga hvort að allar þær yfirlýsingar um að þeir geti ekki starfað með þessum eða hinum eigi rétt á sér, eða hvort þær hafi verið mistök.
Ef þeir eru ekki fúsir til að viðurkenna mistök sín, er rétt að koma á starfsstjórn og kjósa aftur í apríl.
Enginn einn flokkur fær umboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.