Muna alþingismenn ekki hvað þeir samþykktu eða lögðu til. Vinstri réttlætingin - en lausnin er alltaf að hækka skatta

Það hefur væntanlega farið fram hjá fæstum að upp úr slitnaði úr viðræðum vinstri flokkanna og Viðreisnar. Margir reyndu að telja landsmönnum trú um að m.a. hefðu verið vandræði vegna þess að staða "ríkiskassans" væri verri en talið hefði verið, m.a. vegna ófjármagnaðra fyrirhugaðra vegaframkvæmda, sem samþykktar hefðu verið í þinginu.

Viðskiptablaðið birti afar góðan pistil um þetta málefni sem ég vil hvetja alla til að lesa.

Þar kemur fram m.a.:

 

Í gær urðu formenn þeirra flokka sem unnu að myndun vinstristjórn svo hissa á stöðu ríkisfjármála. Hún var bara miklu verri en ein þeir gerðu ráð fyrir.

***

Enginn fréttamaður spurði hvers vegna.

***

Seinna kom svo í ljós að m.a. var samþykkt þingsályktun um samgönguáætlun þar sem gert var ráð fyrir að verja 11,5 milljörðum meira á árunum 2016-2018 en áður var gert ráð fyrir. Slík gjörningur bindur reyndar ekki nokkurn mann og allra síst nýkjörið alþingi. Útgjöld ríkisins verða aðeins ákveðin í fjárlögum. Allt tal um þrengri stöðu ber að skoða í þessu samhengi.

***

En hverjir samþykktu þessa þingsályktunartillögu um 11,5 milljarða aukin framlög til samgöngumála? Þar á meðal voru þau Birgitta Jónsdóttir Pírati, Óttarr Proppé frá Bjartri framtíð og Svandís Svavarsdóttir frá Vinstri-grænum. Katrín Jakobsdóttir formaður VG hafði ekki fyrir því að vera viðstödd atkvæðagreiðsluna frekar en Oddný Harðardóttir fyrrverandi formaður Samfylkingar. Enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn tillögunni.

***

Þar að auki kom minnihluti samgöngunefndar með tillögu um 5,8 milljarða viðbótarútgjöld á árunum 2017 og 2018 ofan á áðurnefnda 11,5 milljarða. Höfundar þeirrar tillögu voru þau Svandís Svavarsdóttir frá Vinstri grænum, Ásta Guðrún Helgadóttir Pírati, Róbert Marshall frá Bjartri framtíð og Katrín Júlíusdóttir Samfylkingunni.

***

Útgjöld, sem samþykkt voru af fjórum flokkum af þeim fimm, sem ræddu myndun hugsanlegrar ríkisstjórnar, komu öllum fimm á óvart. Og auðvitað var svarið hærri skattar hjá fjórmenningum. Ekki datt nokkrum manni í hug að hugsanlega væri hægt að hagræða hjá ríkissjóði, sem eyðir 695 milljörðum króna á þessu ári - þar af um 72,6 milljörðum í vaxtagjöld.

Svo koma allir fulltrúar frá þessum flokkum í fjölmiðla og tala um hvað viðræðurnar hafi verið góðar og heiðarlegar.

Ef til vill þarf þetta ekki að koma á óvart þegar þingmenn virðast telja eðlilegt að greiða ekki atkvæði vegna þess að þeir þekki ekki til málanna. Er þá ekki næsta skrefið að þeir muni ekki hvað þeir hafa samþykkt eða lagt til?

Flestir fjölmiðlar virðast ekki hafa snefil af metnaði í þá átt að kanna sannleiksgildi fullyrðinganna (hér á Viðskiptablaðið skilið gott hrós).  Þeirra metnaður virðist fyrst og fremst snúast um að finna "sökudólg" þess að þessar viðræður báru ekki árangur.

 


 

 


mbl.is Katrín fundaði með forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband